Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 22
< inu, eins og hún væri ný stigin upp úr jörðinni. Augu hennar voru sem sjálflýsandi tjarnir i andliti hennar. Hun brosti meösjálfri sér full af stolti og fullnægju. Hinar stúlkurnar yröu afbrýöisamar er hún segði þeim frá þessu. Þetta var enginn verkamaður, enginn farandvinnumaður. Þessi var af hinu sanna blóði, verðandi Cardi- nali greifi. „Grazia!" sagði hún einlæg- lega. Hann kinkaði kolli kurteislega, hvarf inn i skóginn og var horfinn sjónum hennar, áður en hún náði að beygja sig niður eftir fötum sinum. Það var sex vikum seinna i skylmingaskólanum niðri i þorp- inu, að Cesare heyrði næst af henni. Meistarinn var löngu hætt- ur að geta kennt Cesare nokkuð, en hann var orðinn miklu betri en hinn gamli meistari og sótti að- eins tima til að halda sér i æfingu. Dyrnar höfðu opnast og ungur hermaður gengið inn. Hann kom inn i litinn leikfimi- salinn og leit i kring um sig. Nú- tima einkennisbúningur lifvarða- sveita II Duces skar sig undar- lega úr i þessu forna andrúmslofti sverða. Rödd hans var spennt. ,,Hver ykkar er þekktur undir nafninu Cesare Cardinali?" Þögn sló á alla i salnum. Ungu mennirnir tveir, sem voru að skylmast, lögðu niður brandana og sneru sér að aðkomumanni. Cesare gekk rólega frá veggnum, þar sem hann hafði verið að æfa lyftingar. Hann stansaði fyrir framan komumann. „Ég er hann". Hermaðurinn starði á hann. ,,Ég er unnustu frænku minnar, hennar Rósu", sagði hann með festu. Cesare horföi á hann. Hann þekkti enga með þvi nafni. „Og hver er hún?" spurði hann kur- teislega. „Rósa Gandolfo!" Hann hreytti nafninu út úr sér. „Og ég hef ver- ið kallaður heim frá stöðu minni i Róm til þess að kvænast henni vegna þess að þér hafið barnað hana!" Cesaíe starði á hann eitt augnablik uns rann upp fyrir hon- um ljós. Hann slakaði litilsháttar á. „Er það allt og sumt?" spurði hann og fylltist undarlegu stolti. „É)g skal tala við greifann föður minn um að láta yður hafa ein- hverja peninga". Hann sneri sér viö og lagði af stað i burtu. Hermaðurinn sneri honum við aftur. „Peninga?" öksraði hann. „Haldið þér að það sé það, sem ég vil? Peninga? Nei!" Cesare leit kuldalega á hann! „Eins og þér óskið. Þá mun ég ekki tala við föður minn". Hermaðurinn sló hann kinn- hest. „Ég krefst uppreisnar!" Farið eftir hönd hermannsins var greinilegt á andliti Cesares, sem varð skyndilega náfölt. Hann starði óttalaus á hermanninn. „Menn af ætt Cardinalis sjá sér enga sæmd i að berjast við sauö- svartan almúgann". Hermaðurinn hreytti út úr sér eitruðum orðunum. „Cardinal- iarnir eru bleyður og hórmangar- ar, sem niðast á varnarlausu kvenfólki! Og þér bastarður, eruð likari þeim, en þeir eru sjálfum sér! II Duce hafði rétt fyrir sér, er hann sagði að italski aðallinn væri sjúkur og hnignaður og að hann verði að vikja fyrir afli fas- istanna!" Hönd Cesares geystist fram með hraða ljóssins, og þó að her- maðurinn væri tuttugu pundum þyngri en hann, lá hann nú flatur á gólfinu. Cesare leit niður á hann Undarlegur svipur breiddist út á andliti hans, augu hans dökknuðu, svo að blár litur þeirra hvarf. Hann leit upp á meistar- ann. Það var langt slðan nokkur hafði dirfst að nefna óskilgetna fæðingu hans. „Láttu hann fá sverð", sagði hann hljóðlega. „Ég ætla að berj- ast við hann. „Nei, herra Cesare, nei!" Meistarinn var hræddur. „Greif- inn faðir þinn mun ekki..." Cesare greip fram i fyrir hon- um. Hann talaði lágt, en það var ékki hægt aö villast á valds- mannslegum tóninum. „Láttu hann fá sverð. Fööur minum mun ekki lika aö þessari móðgun við nafn okkar verði ósvarað!" Hermaðurinn var nú staðinn upp. Hann brosti og leit á Cesare. „I her ítaliu erum við þjálfaðir eftir hefðinni. Sverð I hægri hönd, rýtingur I þeirri vinstri". Cesare kinkaði kolli. „Svo skal það vera" Hermaðurinn fór úr jakkanum svo vöðvamiklir handleggir og axlirkomu Iljós. Hann starði full- ur sjálfstrausts á Cesare. „Sendið eftir presti ungi nauðgari", sagöi hann. „Þér eruð dauðans matur". Cesare svaraði ekki, en djúpt i augum hans tók djöfulleg kæti að vaxa. Hann kastaði skyrtunni á gólfið. „Tilbúinn?" Hermaðurinn kinkaði kolli. Meistarinn bauð þeim að taka sér stöðu. Hvitklæddur likami Cesar- es sýndist smár við hliðina á briinum þungum búk hermannsins. „En garde!" Krosslögð sverðin glömpuöu yf- ir höfðum þeirra. Meistarinn sló þau upp. Sverð hermannsins leiftraði niður i aflmikilli stungu. Cesare skaut sér til hliöar og sverðið smaug fram hjá siðu hans. Hann hló hátt. Hermaður- inn bölvaði og hjó þungt. Cesare beindi högginu léttilega frá sér og hallaði sér fram til orrustu. Hann sneri sverði sinu snarlega, brand- arnir læstust saman og hann sleit sverð hermannsins úr greip hans. Það féll glamrandi á gólfið. Cesare bar sverösoddinn að brjósti hermannsins. „Heiöur yð- ar, herra?" Hermaðurinn ragnaði og sló sverðið i burtu með rýtingnum. Hann hljóp i hring til að reyna að komast að sverðinu, en Cesare var alltaf fyrir framan hann. Hermaðurinn staröi á hann og bölvaði. Cesare hló aftur. Nú ljómaði hann af gleði, sem enginn viðstaddra hafði áður séð'. Hann henti sverði sinu út I horn, þar sem hitt lá. Aður en glamrið hljóðnaði, stökk hermaðurinn á hann og stakk niður á við að andliti Cesar- es. Cesare kippti til höfði, svo rýt- ingurinn skar loftið tómt. Nú beygði Cesare sig fram I bardagastöðu og hélt rýtingnum út frá sér, léttilega I lófanum. Hermaðurinn var nú I sams konar stöðu og er hann lagði til atlögu, átti Cesare létt meö að verja sig. Cesare lagði til hermannsins, sem hörfaði, en steig fram, er hann sá færi. t þetta sinn gripu þeir hver um annan I fáránlegu faðmlagi. Það var eins og Cesare týndist, er armar hermannsins lukust um hann. Svona stóðu þeir stundarkorn, sveifluðust fram og aftur, eins og i klúru faðmlagi, uns handleggir hermannsins tóku að siga. Rýtingurinn féll úr máttlausri hendi hans, og hann féll á kné á gólfið, hendur hans héldu um mjaðmir Cesares. Cesare steig aftur á bak. Það var þá sem þeir sáu rýting- inn i hendi Cesares. Hermaðurinn féll á andlitið á golfið og meistarinn flýtti sér fram á viö. „Kallið á lækni!" sagði hann áhyggjufullur, um leið og hann kraup við hlið hermanns- ins. Cesare sneri frá þvi að taka upp skyrtuna sina. „Verið ekki að hafa fyrir þvi", sagöi hann lágt, er hann lagði af stað i átt til dyr- anna. „Hann er dauður". Hugsunarlaust lét hann rýting- inn detta niöur i vasa sinn, um leið og hann gekk út um dyrnar inn I nóttina. Stúlkan beið eftir honum uppi á hæðinni, þar sem vegurinn beygir i átt að kastalanum. Hann nam staðar er hann sá hana. Þau störðu hvort á annað, uns Cesare sneri út af veginum og hélt i átt til skógarins. Stúlkan fylgdi hlýðin á hæla honum. Þegar vegurinn var úr augsýn, sneri Cesare sér að henni. Augu hennar voru galopin og geislandi, er hún gekk til hans. Hann reif ut- an af henni blússuna og greip grimmdarlega um nakin brjóst hennar. „Ai-ee!" æptí hún og hafði næstum misst meðvitund. Þá læstist sársaukinn um hann, frá þrútnum eistunum fram i lim- inn. Hann reif fötin æðislega frá 22 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.