Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 24

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 24
ÚRKOMA í Gl Veðríð hefur ómæld áhrif á andlega og likamiega velferð okkar, enda mun rikis- útvarpinu enginn timi jafnheilagur og veðurfregnatíminn. Á árum áður spáðu sjómenn sjálfir fyrir gæftum og ógæftum og bændur fyrir þurrki og rosa, en nú hefur Veðurstofa íslands löngu tekið við veðurspám og spáir veðri jafnt fyrir alla. Á dögunum heimsótti Vikan Veðurstofu íslands og fékk að kynnast starfsemi stofnunarinnar. VEÐRIÐ í ÞJÓÐTRÚNNI OG ANNARRI TRtJ Ef i heiði sólin sest á sjálfa Kyndilmessu, snjóa vænta máttu mest maður upp frá þessu. ,,,hann lét austanvindinn taka sig upp i himninum og leiddi sunnanvindinn að með mætti sínum... (78. Daviðssálmur.) ...austrið og vestrið lætur þú fagna. l>ú hefur vitjað landsins og vökvað það, blessað það rikulega með læk Guðs, fullum af vatni: þú hefur framleitt korn þess, þvi að þannig hefir þú gjört það úr garði. Þú hefir vökvað plógför þess, jafnað plóggarða þess: með regnskúrum hefir þú mýkt það, blessað gróður þess... (65. Daviðssálmur.) Veourstofa tslands við Bústaöaveg. t forgrunni myndarinnar sjást nokkur þeirra tækja, sem veöriöIReykjavfk er mæltmeö. Til þess að vita, hvernig viðrar á vetrum, er gott að taka nýtt kindarmilti, skera i það átta samsiða þverskurði og leggja það svo einhvers staðar, þar sem enginn nær i það. Þannig skal það liggja heilan dag. Þegar menn svo skoða það eftir daginn, skal nákvæmlega gæta að, hvort skurðirnir hafi glennst i sundur eða ekki. Ef þeir hafa glennst i sundur, verður góð veðurátta næsta vetur, en séu skurðirnir íasl saman, eins og þegar þeir voruskornir i miltið, þá mun illa viðra. (Þjóðsögur Jóns Árnasonar.) Ef að Harpa heilsar vel, höldar hafa i minni. Sólarlitið samt ég tel sumarið sig kynni. 24 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.