Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 25
RENND
Heimsókn á
Veðurstofu
tslands
Verkstæði áhaldadeildar er á neðstu hæö veðurstofuhússins, og þar er gert viö veðurathugunartæki
og þau prófuð.
Ekki er ofmælt, að fátt hafi haft
meiri áhrif á lif mannkynsins og
lifsafkomu um allan aldur en
veðurfarið, enda er þaö svo, að
veðurfarslýsingar má finna i
elstu rituðum heimildum. Og
sögu veðurfræðinnar má rekja
allt til Meterologicu Aristó-
telesar, en hann var uppi árin
384-322 fyrir Krist. I riti sinu
fjallaði Aristóteles ekki einungis
um það, sem nú er flokkað undir
veðurfræði, heldur kom einnig inn
á stjarnfræði. Þeofrastus læri-
sveinn Aristótelesar hélt fram
ákveðnum kenningum um vinda
og veöur, og margar kenninga
hans eru áþekkar þeim, sem nú
eru f heiðri hafðar.
Fyrstu visindauppgötvanirnar,
sem höfðu veruleg áhrif á þróun
veðurfræðinnar sem visinda-
greinar, voru ekki gerðar fyrr en
þeir Aristóteles og beofrastus
höföu hvilt i gröfum sinum I nær
tvö þúsund ár. Arið 1607 fann
Galileo Galilei upp hitamælinn,
og rúmum þrjátlu árum siöar
smlðaöi Torricelli fyrstu loft-
vogina. 1 kjölfar þessara upp-
götvana hafa fylgt óteljandi upp-
götvanir & sviði veðurfræði allt til
þessa dags, og stórstigastar hafa
framfarirnar verið á þessari öld.
Af þeim ber fyrst að nefna
bætta fjarskiptatækni, en
eins og gefur að skilja er ákaf-
lega mikilvægt, að veðurskeyti
berist veðurstofum sem
hraðast, til þess að spár geti
orðið áreiðanlegar. Þá hafði það
einnig mikil ahrif á veðurfræði,
þegar almennt farþegaflug hófst
Þegar netaský eða net-
þykkni er á himninum, er
sankti ÍVIaria að breiða ullina
sina. Ef netþykknið stendur
yfir heila nótt eða lengur, er
viss von á góðu veðri, en sjái
menn það, að Maria láti i svip
taka ullina saman, þvi hún á
nógum á að skipa, eða með
öðrum orðum, að netaskýin
hverfi ai' himninum, þá er von
veðrabrigða, og er best að
taka ráð sin i tima, þvi Maria
veit jafnlangt nefi sinu með
veður sem annað.
(Þjóðsögur Jóns Árnasonar.)
Ef heiðskirt er og himinn klár
á helga Pálusmessu.
Mun það verða mjÖg gott ár,
markast það af þessu.
eftir seinni heimsstyrjöldina, þvi
að þá jukust háloftaathuganir
mjög. Síöustu ár hafa svo gervi-
tungl komið til sögunnar, sem
senda skýjamyndir til veðurstöfa
á jörðu niðri, — fariö er að skoða
veðrið ofan frá, eins og Markiis A
Einarsson veðurfræðingur komst
að orðivVeðurfræðin hefur einnig
hagnýtt sér tölvutæknina, og nú
er farið að mata tölvur á veöur-
skeytum, sem þær vinna slðan
veðurspár úr. Að visu er Veður-
stofa tslands ekki búin slikri
tölvutækni enn sem komið er, en
hun nýtur góðs af tölvuvinnslu
erlendra veðurstofa, sem hún
hefur samstarf við.
Veðurathuganir á
íslandi
Islendingar hafa án efa fylgst
náið með veðri og veðuriitliti allt
frá landnámstið, enda bera
islensk þjóðfræði það glögglega
með sér, en Arni Thorlacius i
Stykkishólmi hóf fyrstur manna á
tslandi að fylgjast með veðurfari
af visindalegri nákvæmdni árið
1845. Arið 1872 var danska veður-
stof an stofnuð og ári siðar tók hún
við rekstri veðurathugunar-
stöðvarinnar í Stykkishólmi, og á
næstu árum setti hiln á stofn
veðurathugunarstöðvar vlöar um
landið.
Islendingar tóku við stjórn
veðurathugana hérlendis 1.
janúar 1920, en þá var stofn-
uð .veðurfræðideild löggildingar-
stofunnar, sem dr. Þorkell Þor-
kelsson veitti forstöðu, en hann
varð jafnframt fyrsti veður-
stofustjórinn, þegar Veðurstofa
tslands var stofnuð með lögum
árið 1926. Slðan hafa
tveir aðrir verið veðurstofu-
stjórar, þau Teresia Guð-
mundsson, sem var veðurstofu-
stjóri á árunum 1946 — 1963, og
Hlynur Sigtryggsson, sem verið
hefur veðurstofustjóri siðan,
Lengst af hefur Veðurstofa
tslands orðið að búa við það að
starfa viðs vegar um Reykja-
vlkurborg, en fyrir tæpum
tveimur árum flutti stofnunin I
nýja byggingu við Bústaðaveg,
þar sem fjarskipta-
veðurspá-, veðurfars-, áhalda-, og
jarðeðlisdeild hennar eru nú til
húsa. Þar eru einnig bóka- og
skjalasöfn veöurstofunnar varð-
veitt, en auk þessarar starfsemi
heyrir flugveðurstofan á Kefía-
vikurflugvelli undir Veðurstofu
lslands. Deildarstjóri flugveður-
stofunnar er Borgþór H. Jónsson
veðurfræöingur.
Veðurstöðvar
og veðurskip
Alls starfa I kringum 120
veðurathugunarstöövar á vegum
Veðurstofu Islands. Um það bil 40
þeirra gera athuganir og senda
veöurskeyti fjórum til átta
sinnum á sólarhring. Þá eru i
kringum 40 svonefndar veður-
farsstöðvar, sem gera athuganir
þrisvar á dag og senda veður-
stofunni mánaðarskýrslur, og
loks eru fjörutiu Urkomu-
mælingastöðvar.
Auk þessara stöðva eru I
kringum f jörutiu Islensk skip búin
26. TBL. VIKAN 25