Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 27

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 27
að taka loftleiðis öll þau veðurkort, sem óskað er eftir. Á f jarskiptadeildinni er einnig tekiö viö flugveðurspá flugveöur- stofunnar I Keflavík fyrir þær flughafnir, sem óska aö fá spána hér i Reykjavik. Þá tekur fjar- skiptadeild veöurstofunnar einnig viB gervitunglamyndum frá flug- veöurstofunni i Keflavik. Deildarstjóri fjarskiptadeildar er Geir ólafsson og sagöi hann, ao f jarskiptatæknin heföi batnaö mjög undanfarna áratugi. Allt til ársins 1960 tók fjarskiptadeildin viö erlendum veðurskeytum á morsi, en siðan árið 1960 hafa radiófjarritar verið i notkun á veðurstofunni, og siðan 1974 hefur veðurstofan haft beint ritsima- sambandviðbresku veðurstofuna i Bracknell, og hefur það aukið mjög öryggi móttöku og sendingu veðurskeyta. 75 — 80% áreiðanleiki Þegar starfsmenn fjarskipta- deildar hafa tekið við veður- skeytunum, fá rannsóknarmenn veðurspádeildar þau i hendur og skrá upplýsingar þeirra inn á veðurkort. Veðurkortin fara siðan beint til veðurfræðinganna, sem greina kortin og gera spá sam- kvæmt þeirri greiningu. Alls eru á þennan hátt greind fjögur stór veðurkort á sólarhring, byggð á veðurathugunum klukkan 6.00, 12.00 18.00 og 24.00, og spá byggð á þeim send frá veðurstofunni. Á millitimunum,kl. 3.00, 9.00, 15.00 og 21,00 eru greind kort yfir minna svæði og spáin endur- skoðuð samkvæmt þeim og breytt, ef ástæða þykir til. Allar þessar spár eru miðaðar við sólarhring, en einu sinni á sólar- hring er gerð lausleg spá fyrir næstu tvo sólarhringa. AB sögn Markúsar A. Einarssonar deildarstjóra veður- spádeildarinnar hefur ekki verið gerð könnun á áreiðanleika spánna hérlendis, en miðað viB sambærilegar aðstæður erlendis, þar sem slikar kannanir hafa ver- ið gerðar, ætti að vera óhætt að gera ráð fyrir þvi, að 75—80% sólarhringsspánna standist. Auk þess sem spár veðurstof- unnar eru lesnar i útvarp, eru þær sendar út á ensku á morsi frá Gufunesradiói og eru þær send- ingar einkum ætlaBar skipum umhverfis landi$. VeBurspádendin á veður- stofunni er jafnframt flugveður- stofa fyrir Reykjavikurflugvöll, og á morgnana er oft gestkvæmt á deildinni, þvi að þá koma flug- menn litlu flugfélaganna, sem hyggja á flug til ýmissa minni flugvalla úti á landi og á Græn- landi, á deildina og fá upplýs- ingar um veðrið á áfangastað næstum frá fyrstu hendi. Auk framantalinna verkefna er það hlutverk starfsfólks veður- spádeildar að gera veðurathug- anir i Reykjavik en veBurathug- unartækin eru hjá veðurstofunni. Þá safnar veðurspádeildin einnig upplýsingum um hafis. Katrin Karlsdóttir rannsóknarmaður skráir veðurskeyti á kort Markús A. Einarsson veðurfræðingur og deildarstjóri veðurspádeildar Ragnar Stefánsson deildarstjóri jarðeðlisfræðideildar veðurstofunnar. Jarðeðlisfreðideildin annast rekstur I kringum tuttugu jarðskjálftamæla vlðs vegar um landið i samvinnu við Orkustofnun og Raunvlsindastofnun háskólans.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.