Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 26.06.1975, Qupperneq 29

Vikan - 26.06.1975, Qupperneq 29
— Eg þoldi þetta ekki lengur. Ég þoldi ekki lengur aö vera undir sama þaki og mamma. Ég reisti hana upp og nuddaði á henni iskaldar hendurnar. Svo lagði ég arminn um herðar hennar og leiddi hana heim, eins hratt og hún gat komist. Hreyfingin og öryggið yfir að hitta mig geröu það að verkum að hún varð hressari I bragði. ■ — Ég hélt að þú ætlaðir aldrei að koma, Ellen, sagöi hún. — Ég hugsaöi ekkert út i rigninguna, en það virtist allt betra en að vera innan dyra. • — Þú hefur verið of mikið ein, ég heföi aldrei átt aö fara frá þér. — Þaö er mamma, Ellen. Nú var hún farin aö tala hátt og mér fannst einhver angistarfullur tónn I rödd hennar. — Hvað hefur hún gert? — Ekkert, — ekkert sérstakt. Þú veist að hún gerir aldrei neitt. En stundum finnst mér óbærilegt að vera i návist hennar. Ég þoli hana ekki. Að minnsta kosti ekki núna, þegar hún gengur i þessum ekkjuklæðnaði... — Gengur i ekkjuklæðnaði? Hvað áttu við með þessu? Hún er ekkja. Lucy varð vandræöaleg. — Ég skal ekki fara frá þér aftur, sagöi ég ákveðin. — Eigum við ekki að fara inn I annað her- bergi. Nancy getur kveikt upp i vinnuherberginu hans pabba. Viltu það ekki, heldur en að fara inn I dagstofuna. Hún kinkaöi dauflega kolli. — Jú. En mamma vill alltaf hafa mig hjá sér. Henni leiðist að vera ein. ■ — Talar hún við þig? — Mjög sjaldan. Hún ber si og æ fingrunum i stólbrikina, stundum timunum saman. Svo gengur hún út að glugganum og ber fingrunum i gluggapóstana. eins og hún vilji komast út. Ég get ekki fest hugann viö neitt, hvorki við handavinnu né lestur, ég get ekki einu sinni hugsaö um neitt nema hana. Þaö er eins og... eins og hún éti mig, Ellen. Mér var nú ljóst, að hættan, sem haföi vofaðyfir okkur, var nú að skella á, enda kom það á daginn, að þegar viö vorum búnar að koma Lucy I rúmið, var augljóst að hún var sárþjáð og með mikinn hita. ég heyrði að hún sagði, án þess að bfða eftir að Rósa yrti á hana: — Ég kem vegna ungfrú Lucy, hún er veik og það þarf aö ná strax I lækni, — hefði þurft að gera það fyrir löngu slðan. Svar Rósu var eitthvert óljóst taut upp úr koddahrúgunni. — Ég sendi Nancy núna strax, frú. Og í þetta sinn neyddist Rósa til að koma inn i herbergiö okkar. Ég var að reyna að koma einhverri fæðu i Lucy, en hún hafði enga lyst og starði á hvitan vegginn. Viö vorum hvorug viðbúnar, þegar Rósa stóð i dyragættinni. Hendur minar skulfu, svo ég hellti niður m jólkinni, sem ég var aö reyna aö láta Lucy drekka. Lucy leit snöggt við, en gróf svo andlitiö niður i koddann. Rósa gekk inn, staðnæmdist á milli okkar og hallaði sér yfir Lucy. — Ertu veik? Ég vona bara að þú ætlir ekki að fara að auka áhyggjur minar, þær eru nógar fyrir. Við vorum að visu vanar við svona framkomu af hennar hálfu, en Lucy klemmdi saman varirnar og reigði hálsinn, en það var greinilegt að hún var með inn- vortis hroll. — 'Jæja, það er liklega best að sækja lækni. Rósa yppti öxlum og gekk Ut úr herberginu, en virti fyrir sér dótið á snyrtiborðinu, áður en hún fór út um dyrnar. — Ellen, ef ég verð mikið veik, viltu þá lofa mér aö láta hana aldrei koma nálægt mér, sagði Lucy i bænarróm. — Lofaðu þvi, Ellen. Þokan var bæði dimm og köld allan daginn. Það var oröið áliðið, þegar ég heyrði i vagni Ware- hamslæknis. Ég fylgdihonum inn i dagstofuna, þar sem Rósa sat að venju fyrir framan arininn. Hún tók kveöju hans dauflega. Lækn- irinn var á leiö til annars sjúk- lings I Cross Gap og bað um að láta fylgja sér strax upp til Lucy. Rósa hreyföi sig ekki, þegar ég opnaöi dyrnar og Binnie kom með okkur upp og stóö fyrir utan dymar, meöan læknirinn skoðaði Lucy. Mér fannst Lucy hafa versnaö snögglega, þessa stund, sem hún var ein i herberginu. Það var einhver ótti I augum hennar, sem geröi mig lika óttaslegna. — Mérlistekkert á þetta, sagði læknirinn lágt, þegar við vorum komin aftur fram á stigapallinn. — Hún er með mikinn hita og mótstaðan er litil. Ég ætla að koma aftur, á leiðinni frá Cross Gap. En eitt verö ég að segja þér, Ellen, að þegar henni skánar, veröur þú aö fara með hana þangaö sem loftiö er betra, að minnsta kosti nokkrar yikur. Og svo er annað, þú veröur að klippa eitthvað af hári hennar, það er alltof mikið og þungt fyrir sjúk- ling með svona mikinn hita. Ég ætla að tala við stjúpmóður þina. Hann fór aftur inn i dagstofuna og drakk þar eitt glas af vini, áður en hann ók af staö. Lucy vaknaði af dvalanum, þegar ég var að ná f skærin min. — Læknirinn segir, að við verð- um að klippa eitthvaö af hárinu á þér. Hún kinkaði kolli, en þegar ég kom að rúminu, var hún mjög áhyggjufull á svipinn. Ég tók stóran, ljósan lokk i vinstri hönd. Þetta var fallegt hár, svo þykkt og gljáandi: en það virtist bera þennan veika likama ofurliði. Ég hikaði. Ég heyrði þá að læknirinn var að fara, og ein- hvern veginn fannst mér gott að fá tækifæri til að skjótast niður til að kveðja hann: það var eins og ég vildi draga það á langinn að ráðast á hárið á Lucy. Þegar hann var farinn, gekk ég aftur inn i dagstofuna með skærin i hönd- unum og sagði stjúpu minni, að læknirinn hefði sagt, að það þyrfti aö klippa eitthvað af hárinu á Lucy, það væri of þungt fyrir hana. — Ég skal gera það, sagöi Rósa og hún þaut upp úr stólnum, eins og þetta væri kærkomið tækifæri til að gera eitthvað. Það var eins Næsta morgun, sem var mjög kaldur, man ég eftir þvi, að ég heyröi Binnie fara beint inn til Rósu, án þess aö drepa á dyr, og tinguaphone Þú getur lœrt nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæf ileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A átrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. PaydöiA^, Mönsté-uq I axdrobus iAUM*évo5Lb s'ojrv LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 -simi 13656 26. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.