Vikan

Útgáva

Vikan - 26.06.1975, Síða 31

Vikan - 26.06.1975, Síða 31
— Ég hef verið að hugsa um þetta.... sagði Nancy, sem hafði komiö til að bæta a eldinn. — Ég hef verið að hugsa um hvað hún hefur gert við hana.... ég á við frúna. Hún var hugsandi um stund, en svo sagði hún: — Ég á við hvort þessi ótti getur ekki stafað af þvi, þegar frúin ætlaði að hrinda henni á eldinn.... Ég rankaði við mér. — Hvað ertu að segja Nancy? Þú gleymir þér alveg. En svo leit ég á stúlk- una og sá að augu hennar voru rauðrennd og þrútin og þá mundi ég eftir þvi, að hún var lfka syfjuð og þreytt, hafði verið á fótum alla nóttina. — Þetta er bara óráð, Lucy er mjög veik. Leggðu þig á bekkinn i eldhúsinu og reyndu að fá þér blund, Nancy, þú ert þreytt. Það var komið fram yfir mið- nætti, þegar læknirinn kom aftur. Hann skildi hestinn og vagninn eftir hjá Kirkup. Ég sá að hann var áhyggjufullur vegna breyt- ingarinnar, sem orðin var á Lucy og hann sat yfir henni alla nótt- ina. Það var ekkert farið að birta, þegar hann fór niður i eldhús, þar sem eldinum hafði verið haldið við alla nóttina og þegar ég kom að dyrunum, heyrði ég hann segja við Binnie: — Það verður að sjá til þess að hún fari ekki inn til hennar. Barnið er bókstaflega hrædd við hana. Það er sennilega ástæðulaus ótti, en hún er svo mikiö veik. Binnie þagði um stund, svo sagði hún: — Það er nú ýmislegt, Hún sniðgengur þær, lætur bók- staflega sem þær séu ekki til. Hún kemur þannig fram við okkur öll, það er eins og enginn sé til, nema hún ein. — Heldurðu að hún sé eitthvað biluð á geði? — Eitthvað er það, herra. Eitt- hvað, sem ég get ekki gert mér grein fyrir. — Komdu inn, Ellen. Læknir- inn sneri sér að mér. — Fáðu þér heitt te og reyndu svo að leggja þig stupdarkorn. Lucy sefur nú eitthvað frameftir. En við verð- um á einhvern hátt að koma henni i burtu héðan. Eigið þið ekki ein- hverja ættingja, sem þú getur leitað til? Siðan ég heyrði fyrst að Lucy þyrfti að skipta um loftslag, hafði ég verið að hugleiða þann mögu- leika að skrifa Lumley frænku: hún var eini ættingi okkar i móð- urætt, sem ennþá var á lifi. — Loftlagið á Wighteyju ætti að vera gott fyrir hana, sagði Ware- house læknir, þegar ég sagði hon- um það. — Það væri gott fyrir ykkur báðar að fá einhverja breytingu. Ég' vil ráðleggja þér að skrifa sem allra fyrst. — Loftslagbreyting? Rósa rétti úr sér i stólnum og leit undrandi á mig. — Það gæti verið gott. Það erbest að þú skrifir strax. Ég var aldrei i neinu uppáhaldi hjá Lum- ley frænku, en þú ert svo lagin að koma orðum að hlutunum. Ég var heilan klukkutima að bögglast við að skrifa bréfið og ég var að loka umslaginu, þegar herra Southern kom i heimsókn. Hann sagðist geta tekið bréfið og komið þvi i póst og hann var ekki farinn, þegar Lucy vaknaði, of veikburða til að tala. En hún þekkti mig. Þegar læknirinn kom, nokkru seinna, var hann mjög á- nægður. Herra Southern varð samferða lækninum út. Ég heyrði að þeir töluðu samani anddyrinu, meðan læknirinn fór i yfirhöfnina og ég beið á stigapallinum of þreytt til að fylgja þeim til dyra og tala við þá. — Þetta er furðulegt ástand, sagði læknirinn. -- Getur þú áttað þig á henni? Það litur út fyrir að vesalings Westerdale hafi gert slæma skissu. — Já. Þetta einfalda svar virtist lækninum nóg og hann hélt á- fram: — Það er ýmislegt sagt i þorp- inu,en ég legg yfirleitt ekki eyrun að slúðri. En það er talað um Solomon gamla, hvitan kött og ill augu. Það er nú samt svo, að aldrei er reykur án elds. En það er óhætt að álykta, að hún er ekki heppilegur félagsskapur fyrir stúlkurnar. Hvernig er það með erföamálin? Veistu nokkuð um það? — Hún er ekkja eftir hann. — Já. Það getur þá verið að hún sé betur sett en þær. Ég var alltof áhyggjufull út af Lucy, til að hugsa nokkuð uta það sem þeir voru að segja. En seinna rann upp fyrir mér ljós. Herra Southern var búinn að ræða eitt- hvað við mig um fjármálin, en ég ♦jlSIROFMSH* Töivuspáir er fullkomnasta stjörnuspá sem kostur er á. Hún er framkvæmd af IBM 360/25 tölvu sem útbýr 7 —19 siðna stjörnuspá fyrir hvem og einn eftir þvi hvað pantað er. Eina sem tölvan þarf að vita er fæðingardagur, nákvæmur fæðingartími og fæðingarstaður. Þá getur þú valið um 5 mismunandi stjörnuspár: A sjálfsmynd B almanak (næstu 6 mánuði) C heildaryfirlit D adam og eva E barnastjörnuspá. Vinsamlegast sendið mér upplýsingar um Astroflosb tölvuspána ón allra skuldbindinga. Heimilisfang.. Sendist: Astroflash tölvuspáin, Pósthólf 795. Reykjavík. Vogar- merkið 24. sept. — 23. okt. ÞU verður að takast á við erfiðleikana. Ef þú dregur það lengur, eru likindi til þess, aö allt fari úr skorðum, og þú verðir lengi að jafna málin að nýju. Gættu að þór ! mataræði. Dreka- merkið 24. okt. — 23. nóv. Vissir árekstrar milli starfs þins og fjöl- skyldu eru óumflýjan- legir, en með svolítilli lempni geturðu komist hjá skakkaföllum vegna þess. Undan- farið hefur hagur þinn vænkast mjög fjár- hagslega, en ef þú ferð ekki varlega, getur enn sigið á ógæfuhlið- ina. Bogmanns- merkið 23. nóv. — 21. des. Láttu ekki hið liðna standa i vegi fyrir hamingju þinni. Haltu áfram aö notfæra þér kringumstæðurnar eftir bestu getu, jafn- vel þótt einhverjir kunni þvi illa. Haltu þig sem mest heima við um helgina. 22. des. — 2». jan. Aukin umsvif verða til þess, að aukin ábyrgð leggst á þig, og þú verður að fara að öllu með mestu gát. Eitt- hvað, sem þú hefðir talið með öllu ógerlegt fyrir stuttu, verður ó- trúlega auðvelt. Heillalitur er sæ- grænn. 21. jan. — 19. febr. Þú verður fyrir ein- hverjum töfum við verkefni, sem þér hef- ur verið falið, og lýkur þess vegna ekki við það á tilsettum tima. Reyndu að láta það ekki á þig fá, þvi að sökin er ekki þin. Ekki er óliklegt, að þú fáir skemmtilega og nota- drjúga hugmynd. 20. febr. — 20. marz Hafðu stjórn á sjálfum þér. Sjálfsálit þitt vex með hverjum degin- um, en þú mátt ekki láta það verða til þess, að þú ofmetnist og far- ir ekki eins gætilega i samskiptum þinum viö aðra og þér er holl- ast. 26. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.