Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 38

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 38
árni árnasom: ^ A fjúrdm hjúlum J Fyrsti klukkutíminn. Bíllinn, sem við fylgjumst með í f ramleiðslu, er Ford Cortina, en f ramleiðsluað- f erðín getur átt við f lesta bíla í stórum dráttum. Bryj- að er að smíða fyrirferðarmestu stykkin í boddýinu. Ef nið kemur inn í verksmiðjuna í stálplötum, sem síð- an eru pressaðar í allt að 200 f orm. Stálið er ekkert létt í meðhöndlun og því verða pressurnar að gefa allt að 2000 tonna þrýsting á fertommu. Eftir 4 klst. Frumstigi framleiðslunnar er nú lokið og bílgrindin fer nú á megin samsetningarlínuna. Byrjað er á að bæta við stokkum og bitum til styrktar og þeir logsoðnir við það, sem f yrir er. híurðir, vélar- lokog skottlokkoma nú hangandi í færibandi í loftinu, og þetta er boltað við bílinn með lyklum, sem knúðir eru þrýstilofti. Þvinæst er gengið úr skugga um að engar beyglur séaðfinna, ogallar rispurog suður eru slípaðar svo að hægt sé að mála bílinn. Eftir fimmtán og hálfan tíma. Nú er komið að því að bíllinn f ái sinn eigin persónuleika. Þá er spurningin hversu mikið króm á hann að fá, er hann gólf eða stýrisskiptur o.s.frv. Hjá sumum framleiðendum skipta þessi tilbrigði hundruðum. Á þessu stigi koma upplýsingar á f jarrita hvað gera eigi, og eru þær upp- lýsingar festar við bílinn og látnar fylgja honum, en áfram með framleiðsluna. Meðfram samsetningar- línunni eru staf lar af alls kyns hlutum sem eru settir í bílinn jafnóðum og hann rennur áfram í átt til full- komnunar: Raf magnsvírar og tæki, Ijós, grill og rúð- ur, bæði framan, aftan og í hurðir. Eftir 18 klst. og 50 mín. Vélin sett í. Vélin kemur að samsetningarlínunni fullfrágengin með blöndungi og pústkerfi. Með vélinni fylgir kúplingshús, gírkassi, drifskaft, afturás og allt fjaðra- og bremsukerfi. Yfirbyggingunni er svo slakað ofan á þessa allt, gengið er frá öllum festingum og tengingum. Eftir 20 klst. og 20 mín. Bíllinn kemur niður til að f á hjól, og hann stendur í f yrsta skipti á eigin f ótum. En enginn ekur bíl standandi, sætin (slðasti hluturinn) eru sett í og bílnum er ekið í próf un. Hemlar og stýri eru stillt og áferð bílsins grandskoðuð. 38 VIKAN 26. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.