Vikan

Tölublað

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 39

Vikan - 26.06.1975, Blaðsíða 39
Flestir ef ekki allir þeir bílar, sem íslendingar kaupa og aka, eru framleiddir í f jöldaframleiðslu, þ.e.a.s. bíllinn er smíðaður af f jölmörgum einstak- lingum, sem hver um sig vinnur ef til vill aðeíns fá handtök. AAeð þessari f ramleiðsluaðf erð næst ótrúlegur hraði f framleiðslú, sem aftur gerir bílinn ódýrari eða að minnsta kosti á að gera það. Ég geri ráð fyrir því, að fáir geri sér grein fyrir því, hvernig slík f jöldaframleiðsia gengur fyrir sig, og þvf langar mig að lýsa gangi m4la, f máli og mynd- um, og vona ég að einhverjir verði einhverju f róðari á eftir og sem flestir hafi eitthvað gaman af. Eftir 3 klst. Plöturnar, sem nú hafa verið formaðar, eru soðnar saman svo að þær mynda megin uppistöðu i yf irbyggingunni, rammann að bílnum. Þetta gerist á tveimur brautum, á þeirri efri er gengið frá toppnum, hliðunum glugga og dyrastöfum og f leiru, en á þerri neðri er botninn, sem er burðarás bílsins, settur saman. Að lokum er þessum tveim pört- um skellt saman og öllu heila klabbinu hvolft til þess að betra sé að ganga f rá suðum í botninum. Ef tir 9. tíma. AAálning er vandaverk. Fyrst er bíllinn þveginn, síðan f er hann i bað þar sem hann er úðaður ryðvarnarefnum, síðan er grunninum sprautað á bíl- inn og hann bakaður i ofni í 40 mín. Að því loknu er bíllinn slípaður með blautum vatnspappír og hann þurrkaður aftur. Eftir að litnum hef ur vprið sprautað á hann er hann aftur settur í of ninn þar sem hann fær að þorna í klukkutíma. ; ,fM^?l SMHH .fMB^. Œ^I^SR , Eftir 16 tíma og 40 min. Enn er bætt við: Styrisás, flautu, geymi, höfuðdælu og leiðslum, reyndar öllu, sem vera á í „vélarsalnum", nema vélinni, mælaborð- ið, sem á þessu stigi er skrautlegt mjög með ótal víra út í lof tið, lokið er við krómvinnuna, stuðarar hurðar- húnar eru festir á. Nú hefur bíllinn líkama en vantar hjarta. Eftir 19 klst. og 20 mín. Enn er bíllinn ekki fær um að aka, því hann vantar hjól. Bfllinn f er nú upp á braut svoaðhægtséaðvinna undir honum, og þáer lokið við að ganga frá undirvagni, bremsurörum og öðru, pedalar eru tengdir og bíllinn f-ær gírstöng, þurrkur o.f I. Innanverðan er nú tekin til athugunar, hurðir og mælaborð klætt, og ekki má heldur gleyma því smáa eins og baksýnisspegli. Eftir 22 klst. Bíllinn er látinn spóla á keflum, og far- ið er yfir starfsemi kúplingu, gírkassa, hemla o.fl. Því næst er um tonni af vatni dembt yf ir bílinn á 3 mín um 36 háþrýstistúta til að kanna hvort nokkurs staðar leki vatn inn í bílinn. Því næst liggur fyrir stutt pruf u keyrsla og að henni lokinni er bíllinn sendur nýjum eiganda, sem vonandi er honum góður og litur á sam- band manns og bíls, sem einlægt vináttusamband. Ekki er óvanalegt að um 1000 slíkir bílar séu fram- leiddir á sólarhring i verksmiðju sem þessari, en það samsvarar því að einn bill komi út úr verksmiðjunni aðra hverja mínútu. 26. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.