Vikan

Issue

Vikan - 26.06.1975, Page 39

Vikan - 26.06.1975, Page 39
Flestir ef ekki allir þeir bílar, sem íslendingar kaupa og aka, eru framleiddir í f jöldaframleiðslu, þ.e.a.s. bíllinn er smíöaður af fjölmörgum einstak- lingum, sem hver um sig vinnur ef til vill aðeins fá handtök. Með þessari f ramleiðsluaðferð næst ótrúlegur hraði I framleiðslú, sem aftur gerir bílinn ódýrari eða að minnsta kosti á að gera það. Ég geri ráð fyrir því, að fáir geri sér grein fyrir því, hvernig slík fjöldaframleiðsla gengur fyrir sig, og því langar mig að lýsa gangi mála, í máli og mynd- um, og vona ég að einhverjir verði einhverju fróðari á eftir og sem flestir hafi eitthvað gaman af. Eftir 3 klst. Plöturnar, sem nú hafa verið formaðar, eru soðnar saman svo að þær mynda megin uppistöðu i yfirbyggingunni, rammann að bílnum. Þetta gerist á tveimur brautum, á þeirri efri er Eftir 9. tíma. Málning er vandaverk. Fyrster bíllinn þveginn, síðan fer hann i bað þar sem hann er úðaður ryðvarnarefnum, síðan er grunninum sprautað á bíl- inn og hann bakaður í ofni í 40 mín. Að því loknu er bíllinn slípaður með blautum vatnspappír og hann gengið frá toppnum, hliðunum glugga og dyrastöfum og f leiru, en á þerri neðri er botninn, sem er burðarás bílsins, settur saman. Að lokum er þessum tveim pört- um skellt saman og öllu heila klabbinu hvolft til þess að betra sé að ganga f rá suðum í botninum. þurrkaður aftur. Eftir að litnum hef ur vprið sprautað á hann er hann aftur settur í ofninn þar sem hann fær að þorna í klukkutíma. Eftir 16 tíma og 40 min. Enn er bætt við: Styrisás, flautu, geymi, höfuðdælu og leiðslum, reyndar öllu, sem vera á í „vélarsalnum", nema vélinni, mælaborð- ið, sem á þessu stigi er skrautlegt mjög með ótal víra út í loftið, lokið er við krómvinnuna, stuðarar hurðar- húnar eru festir á. Nú hefur bíllinn líkama en vantar hjarta. Eftir 19 klst. og 20 mín. Enn er bíllinn ekki fær um að aka, því hann vantar hjól. Bíllinn f er nú upp á braut svo að hægt sé að vinna undir honum, og þá er lokið við að ganga frá undirvagni, bremsurörum og öðru, pedalar eru tengdir og billinn fær gírstöng, þurrkur o.fl. Innanverðan er nú tekin til athugunar, hurðir og mælaborð klætt, og ekki má heldur gleyma því smáa eins og baksýnisspegli. Eftir 22 klst. Billinn er látinn spóla á kef lum, og far- ið er yfir starfsemi kúplingu, gírkassa, hemla o.fl. Því næst er um tonni af vatni dembt yf ir bílinn á 3 mín um 36 háþrýstistúta til að kanna hvort nokkurs staðar leki vatn inn í bílinn. Því næst liggur fyrir stutt pruf u keyrsla og að henni lokinni er bíllinn sendur nýjum eiganda, sem vonandi er honum góður og litur á sam- band manns og bíls, sem einlægt vináttusamband. Ekki er óvanalegt að um 1000 slíkir bílar séu fram- leiddir á sólarhring í verksmiðju sem þessari, en það samsvarar því að einn bill komi út úr verksmiðjunni aðra hverja mínútu. 26. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.