Vikan

Útgáva

Vikan - 26.06.1975, Síða 40

Vikan - 26.06.1975, Síða 40
mig dreymdi Koss í Bankastræti. Kæri draumráðandi! Viltu vera svo góður að ráða þennan draum fyrir mig? Mér f annst ég vera að ganga niður Bankastræti með tveimur vinum mínum, en á undan okkur gengu þrjár stúlkur. Meðal þeirra var stúlka, sem ég er mjög hrif- inn af, og við skulum kalla R. Allt i einu sneri vinkona R. sér við, kom til mín og sagði: Þú átt að vera með R. (Ég er fremur feiminn við kvenfólk að eðlisfari). Ég gekk til R. og tók utan um hana og hún tók utan um mig á móti. Mér fannst ég segja: Ætli þetta verði ekki að vera svona? Svo fannst mér ég kyssa á hönd hennar. Þá sagði hún: Eru eitthvað skrítinn? Svo kyssti ég hana góðan koss og þá var allt í lagi og ég vaknaði. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. A.R.H. Það er fyrir góðu að kyssa á hönd annarrar persónu i draumi, einkum er það talið vera fyrir veraldlegri velgengni og upphefð. Þú ættir því ekki að þurfa að kviða veraldlegum erfiðleikum í framtíðinni. Hundsbit Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem ég held, að sé ákaf lega mikilvægur varðandi framtíð mína. Mér fannst ég vera á gangi niðri í bæ með vinkonu minni. Ég gekk aðeins á eftir henni. Allt í einu tek ég eftir því, að hún hörf ar upp að vegg á húsi einu. Sé ég þá, að eitthvað hangir i fætinum á henni. Mér sýndist það vera rotta, sem hef ði bitið sig svona f asta í f ótinn. Þegar ég kom nær, sá ég, að þetta var grimmur hundur. Ég vissi ekkert, hvað ég átti að gera. Þó held ég, að ég hafi hringt á sjúkrabíl, því að ég gerði mér Ijóst, að hún var mikið meidd. Þegar á sjúkrahúsið kom, rann það upp fyrir mér, að hún hafði getað hrist hundinn af sér. Mér var sagt á sjúkrahúsinu að þetta væri alvarlegt. Ég beið þarna nokkra stund, en svo var mér tjáð, að þetta væri ekki eins alvarlegt og læknarnir hefðu haldið í fyrstu. Ég fékk að fara inn til hennar. Hún brosti dauflega, og þá fór ég að gráta. Draumurinn varð ekki lengri, en ég vona, að þú ráðir þetta fyrir mig. Með kveðju, Erla Vinkona þín verður fyrir ómaklegu baktali og ill- mælgi, sem þú reynir eftir fremsta megni að bera af henni, og ekki er annað af draumnum að sjá en þú hrekir lygina á braut. Tveir draumar. Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða f yrir mig tvo drauma. Sá fyrri er á þessa leið: Mér fannst ég vera á gangi niðri á torgi og sá ég, að þar var mikill f jöldi verkafólks saman kominn. Ég gekk til fólksins, og sá, að þar er pabbi minn f remstur í f lokki. Ég fór yf ir band eða snæri og pabbi tók mig í fangið. Fólkið var að bíða eftir því, að einhver ræðu höld byrjuðu, en ræðustóllinn var uppi á mjög háum, gráum steinvegg. Seinni draumurinn var svona: Mér fannst stelpa, sem ég kannast við, vera heima hjá strák, sem ég þekki. Ég fór upp á háan steinvegg, og ætlaði að bíða þar eftir stelpunni, en allt í einu hrapaði ég niður. Með fyrirfram þökk fyrir ráðninguna. Edda. Fyrri draumurinn er fyrir því, að þú tekur þátt iein- hverri baráttu, og svo er að sjá sem þú verðir ofan á, en seinni draumurinn er hins vegar fyrir einhverjum vonbrigðum, sem þú verður fyrir. Með sársauka í augnaráðinu. Kæri draumráðandi! Ég þakka allar góðar fyrri ráðningar á mínum draumum og vona, að þessi f inni náð fyrir augum þín- um líka. Mér fannst ég vera stödd á sjúkrahúsinu, sem ég vann á í vetur, ásamt þremur vinkonum minum, ... og svo var þarna strákur, sem ég hef verið mikið með, og heitir .... Mér fannst ég vera hálfdöpur, því ég hélt að ....væri að reyna við ... Svo fóru þau öll yf ir í næsta hús í partý, en ég fór bara að hágrenja, og fannst ég vera svo ógurlega ein og yf irgef in. Þá kom ... og bað mig að koma. Ég ætlaði að fara, en þá voru komin þrjú göt á stígvélið mitt, tvö niður við sóla, og eitt of- ar. Það gerði ég óviljandi með glerbroti, og stóð vatns- bunan út úr því. Okkur þótti þetta ægilega sniðugt og skellihlógum. Þá kom ... og bað mig að lána sér f imm hundruð krónur svo hún kæmist á árshátíðina um næstu helgi. Ég sagðist eiginlega ekki vera af lögufær, því að ég ætti ekki nema þrjú þúsund krónur sjálf, en skyldi samt svo sem lána henni, ef hún endilega vildi. Lengri varðdraumurinn ekki, en ég vil taka það f ram, að ... stóð alltaf bak við alla i draumnum og horfði á mig með sársauka í augnaráðinu. Virðingarf yllst, Mýsla. Þessi draumur er fyrir þrenns konar minni háttar áföllum, sem þú verður fyrir, en með góðri hjálp vina þinna tekst þér að ráða fram úr vandræðunum. Likkistur. Kæri draumráðandi! Viltu gjöra svo vel að ráða þennan draum f yrir mig. Ég sá nokkrar likkistur, sem mynduðu eins konar hring. Þær voru allar bleikar á litinn, og á þær var málað rautt krossmark, og rauður rammi kringum það. Sonur minn stóð inni í hringnum. Með bestu þökk fyrir ráðninguna. E.H. Þessi draumur er trúlega fyrir þvi, að sonur þinn tekur einhvern sjúkdóm, ekki þungan en svolítið þrá- látan, en þar sem hann virðist ekki hafa snert kisturn- ar í draumnum ætti hann að komast yfir hann með tímanum. Rauði ramminn kringum krossana bendir einnig til fulls bata.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.