Vikan

Issue

Vikan - 26.06.1975, Page 43

Vikan - 26.06.1975, Page 43
Þessi skerrnur er saumaður úr lakalérefti og skreyttur með tauþrykkilit. Með teygju að ofan. Breidd: Mælið ummál lampaskermsgrindarinnar og bætið við 50-70%. Hæð: 25-30 sentimetrar auk 10 senti- metra í saumfar. Saumið hliðarsaumana saman. Gerið fimm sentimetra breiðan fald að ofan. Búið til teygjufar með þvi að sauma saum meðfram faldinum. Sjá teikningu 1. Faldið tveggja til þriggja sentimetra breiðan fald að neðan. Þræðið teygjuna í, og setjið skerminn á grindina. Sjá teikningu 2. Hægt er að kaupa alls konar skermagrindur (sjá teikningu 3), en einnig er hægt að nota lok af kökubauki sem á hef ur verið borað gat. Gott er að bera lím á kant loksins og strá of urlitlum sandi í límið. Þá situr skermurinn betur á. Með því að nota svona lok fæst mjög gott Ijós, því að það dreifist niður og til hliðanna, en ekki upp. Þessi skermur er fIjótsaumaður. Hann minnir einna helst á pils með teygju í mittið. (D C Teikning 1 Réttan t ^ Einfalt loftljós Klippið tvö göt á pergamentið/pappírinn. Límið perga- mentið/pappírinn saman í sívalning og stingið vír gegn- um götin. Festið leiðsluna við vírinn með blómavír. sentimetra langur Vegglampi með pappírs- eða pergamentskermi Pergament eða þykkur pappir 44 sinnum 25 sentimetrar og 38 sentimetra langur og þriggja millimetra þykkur stálvír er allt, sem þarf í lampann. Beygið vírinn eins og teikningin sýnir. Gerið göt á pappirinn, eins og sýnt er á myndinni. Limið saman skerminn. Þræðið stálvírinn í og hengið lampann upp. ÍPASKERMA R 26. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.