Vikan

Tölublað

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 4
Á æfingu fyrir laridsleikinn viö a- þjóöverja. — Ég lék aldrei knattspyrnu meö yngri flokkunum — haföi eig- inlega ekki áhuga á þvi og fór líka afar sjaldan á knattspyrnuleiki. Hins vegar æföi'ég handknattleik með Val, og sii þjálfun átti ugg- laust mestan þáttí þvi, aö ég varð markvöröur I skólaliöi Kennara- skólans I knattspyrnu, þegar ég var viö nám i honum. Viö lékum nokkra leiki og meöal annars gegn skólaliöi Verslunarskólans. Hermann Gunnarsson var þá i Verslunarskólanum og lék að sjálfsögöu I framlinunni i skóla- liöinu þar. Um þetta leyti vantaöi tilfinrianlega markvörö i meist- araflokk Vals i knattspyrnu, sem Hermann lék meö, og I þessum leik skólaliöanna þótti honum ég þaö þungur I skauti I markinu, aö hann hafði orö á þvi viö vals- menn, aö það væri rétt aö prófa mig i stööuna. Þaö var siðan gert, og ég fór að leika meö meistara- flokki Vals i knattspyrnu áriö 1965. Þannig fórust Siguröi Dagssyni markveröi Vals og islenska landsliösins I knattspyrnu orö um upphaf knattspyrnuferils slns, þegar Vikan heimsótti hann skömmu eftir frækilegan sigur is- lendinga yfir austur-þjóöverjum i knattspyrnuíandsleik snemma i júni. Ég spuröi Sigurð, hvort leík- menn liösins heföu yfirleitt biiist viö þessum Urslitum. — Liklega ekki, en viö vorum 4 VIKAN 28. TBL. eigi að siöur ákveönir I þvi að gera okkar besta til þess að úr- slitin yröu okkur hagstæð. Það tókst i þetta sinn, enda léku strák- arnir frábærlega vel, og fóru eftir þvi sem þjálfarinn, Tony Knapp, lagði fyrir. Það ánægjulega við sigurinn er það, að það var raun- verulega betra liðið sem sigraði. Það sýnir að við erum á réttri braut, en nú má ekki slaka á, þessi leikur er úr sögunni og þá hlýtur sá næsti að vera mikilvæg- asti léikurinn. Svo m á heldur ekki gleyma þvi, að við vorum miklu liöfleiri I leiknum, þvl aö við höfð- um yfir tiu þúsund áhorfendur meö okkur, og sá liösstyrkur hef- ur óskaplega mikiö aö segja. Bæöi var þaö okkur glfurleg hvatning, og svo spila viðbrögð á- horfendanna ekki siður á mót- herjana. Þetta sama geröist, þeg- ar Valur lék núll-núllleikinr fræga við Benfica á Laugardals vellinum I evrópukeppni meist araliöa fyrir nokkrum árum. slöari leik liöanna, sem leikinr, var IPortúgal, voru Benficamenn meö áhorfendur meö sér, enda voru þeir þá i essinu sinu, og ég mátti hirða boltann átta sinnum úr netinu. Eigi að siður tel ég þann leik einn minn besta, þvi að markskot og tækifæri portúgal- anna voru nánast óteljandi. Eitt enn hefur áreiöanlega mikil áhrif á úrslit i leikjum viö erlend liö hér heima, og það er veörið — aðal- lega vindurinn. í leiknum viö a- þjóöverja var hann ekki þaö mik- 111, aö hann heföi áhrif á leik Is- lendinganna, en evrópsk lið eru flest vön algerri stiilu á leikvöng- um, svo aö leikmenn þeirra eru vanir aö geta miðað sendingar og skot af ýtrustu nákvæmni, án þess að þurfa að gera ráð fyrir á- hrifum vinda. — En verða ekki þessi úrslit til þess, að til islenskra knatt- spyrnumanna veröa geröar miklu meiri kröfur en gerðar hafa verið til þessa? — Aö sjálfsögöu hefur frammi- staöa liösins I leikjunum viö frakka og a-þjóövérja þau áhrif, aö miklu erfiöara veröur aö sætta sig viö markasúpu I Islenska markinu en áöur. Ég vona lika, aö þetta sé ekki bara stupdarárang- ur, heldur sé Islensk knattspyrna á uppleiö úr þeirri lægö, sem meö nokkrum rökum má segja, aö hún hafi verið I undanfarin ár. Eftir sigurinn yfir keflvikingum 1966.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.