Vikan

Tölublað

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 16

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 16
Ef ég hef&i yfirleitt lagt þaö i vana minn aö ónáöa guö um ýms- ar þarfir minar, þá myndi ég segja, aö tilboöiö frá ungfrú Gould heföi veriö bænheyrsla af hans hálfu. Alveg frá því aö páskafriinu lauk, haföi ég kviöiö fyrir löngu sumarleyfi. . Þegar Tom dó og ég haföi feng- iö atvinnu sem skólastjóri og komiö David fyrir i heimavistar- skóla, haföi faöir minn sagt, aö viö yröum aö eyöa öllum okkar frium hjá honum. I fyrstu var þetta ágætt, en eftir þvi sem David eltist, varö sambóöin á milli þeirra erfiðari. Pabbi varö gagnrýninn, átti ekki til orö yfir viröingarleysi ungu kynslóöar- innar og ásakaöi mig um aö dekra viö drenginn fram úr öllu hófi. I páskafriinu sagði faöir minn viö mig. — Þú ert fæddur asni. David þeytti frá sér bókinni, sem hann var aö lesa, varö sót- rauöur í framan og kreppti hnef- ana og sagöi: — Þú leyfir þér ekki aö tala þannig viö móöur mína! Pabbi greip um göngustafinn sinn, og eitt voðalegt augnablik bjóst ég viö þvi, aö hann myndi lemja drenginn meðhonum. Þeir voru sem sagt báðir á vandræöa aldri; pabbi sjötugur og David þrettán. Ungfrú Gould sagðist vita, að þetta væri hálfgerö frekja af sinni hálfu, en hana langa&i samt til aö biöja mig aö gera sér mikinn greiöa. Þegar hún hóf máls á þessu, vissi ég, að þessi formáli boöaöi eitthvaö, kannski eitthvaö óþægilegt. En þegar hún komst að efninu, varö ég svo glöð, að ég reyndi aö sitja á mér að láta hana ekki sjá, hve mér létti. Hún haföi erft hús eftir einhvern ættingja og ætlaöi aö láta gera þaö upp, var búin að fá iðnaðarmenn, sem voru byrjaöir á verkinu, þegar henni var bo&ið I utanlandsferö meö kunningjum slnum. Hún sag&i, aö þaö væri ómögulegt aö skilja húsið eftir mannlaust, það þyrfti aö hafa umsjón meö verk- inu. Henni haföi þvl dottiö I hug, hvort ég gæti ekki hugsað mér aö búa þar I sumarleyfinu. Ég var himinlifandi. Þaö var sannarlega tilhlökkunarefni aö fá aö njóta þess að vera ein meö David, án þess aö það kostaöi nokkurn skapaöan hlut, og ég haföi þá full- gilda afsökun fyrir því aö búa ekki hjá fööur mlnum þennan tlma. Ég var alsæl. Ekki rénaöi ánægjan, þegar ég sá staöinn. Húsiö stóð I vinalegu þorpi, og I kringum þaö var hár veggur, hlaöinn úr rauöum múr- steini. Þaö var stór garöur innan giröingarinnar, og húsiö stóö I miöjunni á stórri grasflöt, sem var umkringd rósarunnum og fallegum trjám, og bak viö húsiö var stór matjurtagaröur. Húsiö var gamalt, klifurrósir og vln- viöur uxu upp um alla veggi þess. 1 fyrsta sinn I fjögur ár gat ég veriö eins og venjuleg húsmóöir á eigin heimili, ein meö syni mlnum. Iönaöarmennirnir voru glaö- legir náungar og hófu strax vinnu sfna. Þaö átti sem sagt aö gera viö allt húsiö I hólf og gólf, sér&iak- NORAH LOFTS HERRA EDWARD Ég var skyndilega gripin, eiginlega var mér lyft upp. Ég var svo hjálparvana i þessum heljargreipum, að ég gat ekki annað en öskrað — öskrað. lega var þaö eldhúsiö, sem þurfti viögeröar viö. Þaö var aðeins eitt, sem ég haföi áhyggjur af og það var, aö David myndi kannski leiöast, þegar mesta hýjabrumiö væri horfið. Ég tók skyldur minar gagnvart ungfrú Gould mjög alvarlega og vék ekki frá fyrr en mennirnir voru farnir klukkan hálf sex, svo ég átti raunverulega ekki frí, nema á kvöldin. En ég var svo heppin, að David var búinn að eignast kunningja fyrir vikulokin. Paul átti hest, svo var sundlaug viö heimili hans og foreldrar hans mjög gestrisnir. Drengirnir höfðu mikla ánægju af þvi aö safna brotajárni og voru sífellt á þönum á reiðhjólum slnum, svo David haföi nóg að gera allan daginn. Viö vorum búin að búa þarna um þaö bil viku, þegar David sagöist ekki koma heim til að boröa. Paul átti afmæli og honum hafði veriö boöiö til miðdegis- veröar. Ég sagöi: — Þaö er skemmti- legt,en mér finnst aö þú þurfir aö færa honum einhverja gjöf. — Ég er búinn aö kaupa hana, en ég er ekki viss um, aö þér liki sú gjöf. Það er steingerfingur af froski. Ég seldi nokkur frímerki til aö kaupa hann. Ég sagöi: — Ég vona, aö Paul veröi ánægöur meö skepnuna. Dagurinn leiö eins og venju- lega. I&naöarmennirnir fóru klukkan hálf sex, og þaö varö dauöakyrrð, þegar þeir voru farnir. Mér þykir allur hávaöi óþægilegur, og alla dagana haföi þetta veriö notaleg stund. Þaö voru engin hamarshögg, og eng- inn var fyrir mér, þegar ég eldaöi matinn. En sú varö ekki raunin þennan dag, þögnin var eitthvaö svo djúp, næstum óþægileg. Þetta var llka I fyrsta sinn, sem ég var alein I húsinu. Ég hefi aldrei óttast einveru; — ég haföi svo oft veriö einsömul. í fyrstu fannst mér þögnin þægileg, en svo greip mig einhver óþægindakennd, mér fannst eins og einhver væri aö veita mér at- hygli. Ég reyndi aö hrinda þessu frá mér og gekk um húsiö, til að lagfæra ýmislegt, loka gluggum og gera það sem ég var vön, en ég haföi þaö samt á tilfinningunni aö einhver fylgdi mér eftir hvert sem ég fór. Þaö var andstyggi- lega óþægilegt. Svo var þaö annaö, sem angraði mig, ég fann fyrir sjálfsmeöaumkun. Ég gat ekki sagt, aö ég hafi áöur fundiö fyrir sllku, aö minnsta kosti aldrei leyft mér aö sökkva mér niöur I sltkt. Ég er heppin að hafa atvinnu og kaup, sem sér fyrir þörfum okkar Davids, og ég er llka heppin aö eiga hraustan og myndarlegan son. Ég er ekkja, og ég sakna Toms hræðilega mikiö, en ég ber það aldrei utan á mér. En nú helltist þetta allt yfir mig, áhyggjur af framtíðinni. Mér fannst þetta mjög skrltiö, þar sem ég hafði aldrei látiö sllkar hugsanir ná á mér tökum. Það var allt eitthvað svo einkenni- legt..... Ég ákvaö að þvo á mér hárið, ég var meö sltt hár, til aö spara hárgreiöslukostnaö slöustu fjögur árin. Ég þvoöi háriö vandlega, þurrkaöi það líka vandlega með handklæöi, eins og ég gæti þar meö þvegiö burtu þessa leiðinda- tilfinningu. Ég held mér hafi tekist þaö, i bili að minnsta kosti. Ég settist viö opinn glugga, til að þurrka háriö I sólinni, sem skein inn um vesturgluggann. Ég var búin aö sökkva mér niöur I bók, sem ég var aö lesa, þegar ég varö fyrir furöulegri reynslu. Þaö snerti einhver háriö á mér. Þaö var eins og því væri lyft upp og slöan strokiö mjúklega yfir þaö. Ég stökk á fætur, en sá engan. Ég fékk gæsahúö, en reyndi samt aö finna einhverja sennilega skýringu á þessu; gat mér þess til, aö ég heföi flækt háriö, en svo heföi flækjan losnaö, þegar það fór aö þorna. En ég trúöi þvi samt ekki. Þessi snerting haföi veriö blföleg, llkast þvi a& elskhugi heföi strokiö hár mitt. Þetta voru heldur ekki minningar mlnar. Þaö haföi enginn snert hár mitt á þennan hátt, vegna þess aö ég haföi alla ævi veriö stuttklippt. Þaö greip mig eitthvert æöi, og ég þaut út meö rakt'handklæöiö á öxlunum. Garöurinn var unaös- lega fagur og friösæll, en ég skalf. Svo fór ég aö li'ta á þetta sem kjánaskap, að standa þarna meö hálfblautt hárið, og ég vissi ekki, hvaö ég var að flýja. Þaö yröi langt þangaö til David kæmi heim, og ég gat ekkert farið, ég þekkti engan nema mjólkurpóst- inn og fólkið á pósthúsinu. Þaö eina skynsamlega var að fara aft- ur inn I húsið og s^tja upp hárið. En ég gat það ekki. Ég virti fyrir mér húsið, svo notalegt að sjá, en mér var ljóst, aö ég gæti ekki farið þangaö inn, ekki ein. 1 undirvitundinni reyndi ég aö tala I mig kjark og líta á sjálfa mig sem kjána. Mér fannst skynsam- legast aö finna mér eitthvaö til dundurs í garðinum, svo ég fór inn I verkfærageymsluna og náði mér I klippur og fór að skera af runnunum visnar rósir. Sólin var nú lágt á lofti, og garðurinn varð skuggsæll, svo mér fór að kólna. Ég ákvað því aö ganga til móts viö David. Þaö var um þriggja milna veg- ur aö heimili Pauls. Það var ekki oröiö svo dimmt, að ég gæti farið út á götuna með slegið hárið og rakt handklæði á herðunum, svo ég tók af mér handklæðið og skildi það eftir I garðinum. Ég ýtti hár- inu aftur á bak, en sú hárgreiðsla hæf&i sannarlega ekki minum aldri. Ég sá reyndar ekki nokkurn mann á ferli. Eini staöurinn, þar sem eitthvert llf hrærðist.var á knæpunni. Ég heföi viljaö gera mikiö til aö fara þangað inn, fá mér I glas og rabba viö einhverja manneskju, en ég var ekki með einn eyri á mér. Ég var of fljót á mér. Annars tfissi ég ekki nákvæmlega hvaö tlmanum leið, vegna þess aö ég haföi tekiö af mér úriö, þegar ég þvoði háriö. Viö erum öll vön þvi aö mæla tímann I stundum og mlnútum, og ég haföi á tilfinning- unni, a& ég væri alls ekki raun- veruleg sjálf. En þetta var að sjálfsögöu aöeins tlmabundin til- finning, ég vissi, aö bráöum kæmi David og allt félíi I réttar skoröur. Ég settist á bekk við stóran hliö- stólpa og beiö þar til ég heyrði hljóöi,ö I reiðhjóli á malarvegin- um og grillti I ljósiö frá luktinni. Ég geröi mér mikiö far um aö sýnast róleg og láta sem ekkert væri. Ég stó&'m'p og sagöi: — David, þetta er mamma. Hann hemlaöi og stökk af hjól- inu. — Hvern fja... Hvaö ertu aö géra hér? sagöi hann, hálf frekju- lega. — Er eitthvaö aö? Mannlegar ástríður geta verið sterkar, — jafnvel sterkari en það mannlega hold, sem þær búa f. Geta þær haldið áfram út yfir gröf og dauða og hrellt þá, sem enn- þá eru hérna megin grafar....? 16 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.