Vikan

Tölublað

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 20

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 20
Cesare tók hönd hennar og kyssti. „Gleöur mig aö kynnast yöur.” Hann brosti. Hún endurgalt honum brosiö og kinkaöi til hans kolli. Hann hvarf á brott og hún hélt áfram aö vinna. Þetta kvöld, er hún var aö boröa snarl og horfa á sjónvarpiö i ró og næöi hringdi siminn. Hún tók upp tóliö. „Halló,” sagöi hún. „Barbara?” Einhvern veginn virtist hreimurinn i röddu hans vera meira áberandi I simanum, en ella. „Þetta er Ceasre Cardi- nali. Ekki vænti ég að þú viljir snæöa með mér kvöldverö i kvöld?” ,,É — ég veit ekki,” svaraöi hún. óvænt varð hún taugaó- styrk. „Ég var rétt að fá mér snarl.” Rödd hans heyrðist mjög sjálfs örugg. „Það er allt i lagi. Ég kem ekki aö sækja þig fyrr en klukkan ellefu. Viö förum á E1 Morocco.” Hann lagöi á aöur en hún náöi aö svara. Hún fór inn i baöher- bergið og lét renna i baðiö. Það var ekki fyrr en hún var komin niöur i sjóðheitt vatnið að henni varð ljóst aö hún ætlaði sér að fara út með honum. Seinna, er þau sátu andspænis hvort öðru lyfti hann kampavins- glasinu upp til hennar. „Bar- bara,” sagöi hann alvarlegum rómi. „Það er heilmikiö talað um það hér i borg að þú ætlir þér aö veröa kona óbundin. Það likar mér vel. Mér félli þó enn betur, ef þú gæfir mér kost á að veröa þér hjálplegur við það.” „Hvaö?” sagöi hún og greip andann á lofti. Hún horföi undr- andi á hann. En hann var brosandi, og hún vissi að hann var aö striöa henni. Hún fór aö brosa og lyfti glasi. Hann átti mikiö ólært varöandi ameriskar stúlkur. Rödd Cesares vakti hana aftur til meövitundar um stað og stund. „Ég kem og sæki þig um klukkan hálf tiu,” var hann að segja. „Á þann hátt hef ég tima til aö fara niöur i dómshúsiö og ná i skilrikin min áður en við ökum út á flug- völl.” „Agætt,” sagði hún. „Ég verð tilbúin.” 3. Kapítuli: Cesare lagöi rauða Alfa Romeonum á stæöi fyrir utan bygginguna, sem aöeins var ætl- aö bilum opinberra starfsmanna. Hann glotti framan i Barböru. „Er þér ekki sama þó þú biðir i nokkrar minútur meöan ég hleyp inn og næ i skilrikin?” Hún hristi höfuðið. En með dæmigerðum ótta millistéttar- mannsins viö umferöarmerki og lög, sagði hún. „Flýttu þér, ég vil ekki verða rekin burt af stæðinu.” „Þú veröurekkert rekin,” sagði Cesare sjálfbyrginslega um leið og hann steig út úr bilnum. Hann gekk i átt að húsinu, spjátrungs- lega meö aipahúfu á höfðinu. HAROLD ROBBINS 3 RynNQJRMI Ariö 1969, lét Avco Embassy kvikmyndafélagiö gera samnefnda kvik- kvikmyndinni meö sögunni annaö slagiö. Hér má sjá Alex Cord, sem mynd eftir sögu Harolds Robbins, Stiletto, sem Vikan hefur nú hafiö leikur Cesare, og Britt Ekland I hlutverkum slnum. birtingu á undir nafninu Rýtingurinn. Ætlunin er aö birta myndir úr 20 VIKAN 28.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.