Vikan

Tölublað

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 21

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 21
Hún horföi á eftir honum inn i anddyrið. Hann gekk inn um dyr, sem fyrir ofan stóö Innflytjenda- skrifstofa Bandarikjanna, og hvarf úr augsýn. Sumpart var hann eins og litill strákur. Þannig haföi þaö veriö er hann hringdi i hana 1 siöustu viku. Hann sagöist vera nýkominn frá Evrópu, og hafa þar heimsótt æskustöövarnar. Núna væri hann búinn aö taka ákvöröun. Hann ætlaöi aö gerast ameriskur rikis- borgari. Og til þess aö gera sér dagamun i tilefni þess aö hann fengi skilrikin afhent baö hann hana aö koma meö sér i viku skemmtiferö þangaö sem sólin skini. Hún haföi látiö til leiðast án þess aö hika, en þegar hún lagöi niöur simtóliö brosti hún með sjálfri sér. Kannski væri hann nú að hugsa alvarlega um stúlku i þetta sinn. Auövitaö haföi hún heyrt um allar hinar, en heil vika — margt gat gerst á heilli viku. Hún heyröi einhvern hávaða koma handan hornsins óg hún leit upp. Þaö virtist sem hópur fólks 'væri aö safnast- saman þar. Lög- regluþjónn gekk framhjá. Hann stansaði viö hliö bilsins og leit á hana. „Ætliö þér aö stansa lengi fröken?” spuröi hann. „Alls ekki herra lögreglufor- ingi”, sagöi hún i flýti. „Vinur minn skrapp inn til aö ná i fyrstu skilrikin sin.” Lögreglumaöurinn lagði af stað i áttina aö horninu. Þaöan bárust hróp og köll. Hún kallaði á eftir honum. „Hvaö gengur á þarna hinum megin herra lögreglufor- ingi?” Hann leit þangaö og siöan á hana. „Þetta er Foleytorg. í dag byrja réttarhöldin yfir þeim stóru. Þaö litur einna helst út fyr- ir aö allir i New York vilji komast inn i réttarsalinn.” —0— Cesare gekk inn i afgreiösluna. Skrifstofumaöurinn viö af- greiösluboröiö leit upp og horföi á hann. „Ég er Cesare Cardinali,” sagöi hann. „Ég kom til aö sækja skilrlkin min”. Skrifstofumaöurinn kinkaöi kolli. „Fyrstu skilriki?” „Já,” svaraöi Cesare. Skrifstofumaöurinn leitaöi I spjaldskrá á afgreiðsluboröinu. Hann dró fram spjald og leit upp. „Fáiö yöur sæti herra Cardinali, þau verða tilbúin eftir um þaö bii tiu minútur.” Cesare brosti. „Þaö var á- gætt.” Hann hikaöi eitt andartak, en spuröi siöan. „Er ekki salerni hérna einhvers staöar?” Skrifstofumaöurinn brosti og benti á dyrnar. „Þér fariö til vinstri út ganginn,” sagöi hann. „Kærar þakkir,” svaraöi Cesare, hann var þegar lagöur af staö i átt til dyra. „Ég kem aftur aö vörmu spori.” Hann gekk út um dyrnar og út ganginn. Hann stansaöi fyrir framan karlaklósettiö og leit i kringum sig. Þaö var enginn i augsýn. Hann flýtti sér fram hjá dyrunum og opnaði dyr, sem voru merktar STIGI.Dyrnar lokuöust aö baki hans,og hann lagöi af staö upp stigann og tók tvær tröppur i hverju skrefi. Stór svartur billinn stansaöi fyrir framan dómshúsiö og múg- urinn þyrptist I kring um hann. Baker leit út um gluggann þaöan sem hann sat við hliðina á vitninu og sneri sér siðan aö honum. „Þú dregur aldeilis aö”, sagöi hann. Dinky Adams, vitniö, sem var langur maöur með andlit likast hrosshaus, seig saman i sætinu og dró hattinn niöur yfir andlitiö. „Big deal,” hreytti hann út úr sér. Honum fannst þetta greini- lega ekkert fyndið. „Lif mitt veröur ekki túskildings viröi þeg- ar þeir hafa komist aö þvi hver ég er.” „Það verður þér enginn til ama,” sagöi Baker hughreyst- andi. „Viö sögðum þér aö þú yröir verndaður, og hingaö til hefur ekki svo mikiö sem fluga angrað þig” Hópur lögreglumanna hreins- aöi svæði umhverfis bilinn. Strang kapteinn beygöi sig niöur að glugganum. „Þaö er allt i lagi. Viö skulum koma okkur af staö.” Baker fór fyrstur út úr bilnum og á hæla honum komu þrir lög- regluþjónar. Þeir stóðu þarna andartak og litu i kring um sig, Baker kinkaöi kolli og vitniö kom út. Múgurinn öskraöi er hann bar kennsl á manninn. Hópur lög- reglu- og leyniþjónustumanna umkringdi hann er þeir brutu sér leiö i gegn um þvöguna. Ljós- myndarar og fréttaritarar spuröu öskrandi, en þeir svöruöu þeim engu og héldu áfram upp þrepin, komust inn i dómshúsiö og hröö- uöu sér inn anddyriö. „Þessa leiö,” sagði Strang. „Þaö biöur lyfta eftir okkur.” Þeir fylgdu kapteininum inn i tóma lyftu. Dyrunum var tafar- laust lokaö og lyftan lagöi af staö upp. Þaö slaknaöi ósjálfrátt á spennunni. Baker Ieit á Strang. „Jæja, okkur tókst þaö,” sagöi hann brosandi. Lögreglumaöurinn kinkaöi kolli og brosti. „Við erum komnir i gegn um þaö versta. Þaö eru aöeins blaöamennirnir uppi, sem viö eigum eftir aö komast fram hjá.” Dinky leit á þá. Andlit hans var enn hvitt og hann virtist enn ótta- sleginn. „Ég hef nógan tima þaö sem ég á eftir ólifað til aö óska ykkur til hamingju. Ef ég lifi þá nógu lengi.” Brosiö hvarf af andliti Bakers. Rannsóknarlögreglumennirnir litu hver á annan og sneru sér siö- an alvarlegir á svip aö dyrunum, sem nú opnuöust. Cesare kom út úr stigahúsinu á þriöju hæö, beygði og ruddi sér leiö I átt aö lyftunum. Hann horföi yfir hópinn aö dyrum réttarsalarins. Þar stóöu tveir lögregluþjónar. Hann dró hendina upp I frakka- ermina og fann er fingur hans snertu kalt stálblaö rýtingsins. Undarlegt bros færöist yfir andlit hans. Hann fór aö finna hjartaö berj- ast i brjósti sér. Það var sams konar tilfinning og sú sem greip hann, er hann tók krappa beygju á mikilli ferö og vissi ekki hvort viönám hjólanna viö veginn væri nóg til aö halda bilnum á réttum kili. Hann dró djúpt andann og brosiö varðstööugtá andliti hans. Lyftudyr opnuöust og hópurinn þusti i átt til þeirra. Cesare hreyfði sig ekki. Hann vissi aö þeir kæmu ekki meö þessari lyftu. Upplýsingar hans voru öruggar. Þaö eina, sem hægt væri aö finna aö, væri aö hann hafði ekki haft nógu mikinn tima til undirbún- ings. Hann hallaði sér upp að veggnum milli annarrar og þriöju lyftu. Næstu dyr opnuöust og rann- sóknarlögreglumennirnir komu út i þyrpingu umhverfis vitnib. Cesare skundaði á eftir þeim og lét þröngina ýta sér afram. Hon- um gafst ekkert tækifæri þarna, á milli hans og vitnisins var lög- reglumaöur. Fréttaritararnir spuröu hver i kappviðannan án þess aö fá nokkuð svar. Leiftur- ljósin blossuöu , er ljósmyndar- arnir hoppuöu upp og niöur i viö- leitni sinni aö ná myndum af vitn- inu. Hann gat aðeins vonaö aö honum gæfist tækifæri. Þegar maöurinn kæmist inn i réttarsal- inn væri tækifærinu glataö. Þeir nálguöust dyrnar óbfluga og rýtingurinn var kaldur i hönd Cesares. Hann haföi löngu hætt að anda. Lungu hans voru full til hins itrasta af súrefni, sem aldrei yröi notaö. Það var þungur þrýst- ingur I eyrum hans og honum virtist allt hreyfast óendanlega hægt, eins og I kvikmynd, sem sýnd er hægt. Hópurinn stansaöi augnablik fyrir framan dyrnar. Rann- sóknarlögreglumaðurinn, sem stóð aö baki vitninu færöi sig ör- litið til. Loftið gusaðist út úr lungum Cesares. Þvagan þrýsti á bak hans og ýtti honum áfram. Núna! Núna var tækifærið! /--- Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meáfædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. Aótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RÉTTog ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió i»un, — sendum vió þér linguaphone námskeió sem þú ætlar aó læra. 28. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.