Vikan

Tölublað

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 22
Cesare varö ekki var viö er hönd hans hreyföist. Þaö var næstum eins og hún væri ekki lengur hluti af honum sjálfum. Rýtingurinn smaug inn I hjarta vitnisins jafn auöveldlega og volgur hnffur I smjörstykki... Þegar Cesare opnaöi lófann fann hann vopniö renna upp i ermina dregiö þangaö af gormi, sem festur var viö skeiöarnar. Vitniö hrasaöi örlitiö er tveir lögreglumannanna opnuöu dyrnar inn I réttarsalinn. Cesare lagöi af staö í átt aö stiganum. Leifturljós blossaöi rétt viö and- lit hans og blindaöi hann augna- blik, en svo skýröist sjónin og hann gekk áfram. — 0 — Þaö var þögn i réttarsalnum. Þaö mátti heyra aö kliöurinn frammi á ganginum jókst. Mannamál var brátt greinanlegt. Matteo leit á hina sakborn- ingana. Big Dutch fitlaöi tauga- óstyrkur viö bindisnæluna sina, Allie Fargo kroppaöi fingurnegl- urnar, og Dandy Nick var meira aö segja aö rissa á gula blokkina, sem lá á boröinu fyrir framan hann. Hávaöinn óx. Big Dutch hallaöi sér i átt að honum. „Mérþættigamanaö vita hvern þeir eru aö færa hingaö inn,” sagöi hann,. Dandy Nick glotti. Þetta var sjúklegt hræösluglott. ,,Þú kemst svo sem nógu fljótt aö þvi,” sagöi hann. Matteo þaggaöi niöur i þeim meö bendingu, augu hans ein- iblíndu á dyr réttarsalarins. Hinir litu I sömu átt. I dyrunum birtust fyrst tveir rannsóknarlögreglumenn og vitniö á hæla þeim. Hann hrasaði og lögreglumaöur rétti út hendina til að styöja hann. Big Dutch stökk á fætur og öskraöi reiöilega. ,,Þaö er Dinky Adams, sá helvitis tikarsonur!” Fundarhamar dómarans small á boröinu. Vitniö gekk nokkur skref inn I réttarsalinn. Andlit hans var eins og þaö væri glært af ótta. Hann hrasaöi aftur. Hann leit yfir réttarsalinn i átt aö stúku sakborninganna. Hann opnaöi munninn eins og til aö segja eitt- hvaö, en kom ekki upp nokkru oröi. Þab eina sem kom fram yfir varir hans var örlftill blóötaumur i ööru munnvikinu. Kvalablik kom i augu hans og hann hrasaöi enn einu sinni og tók að falla. Hendur hans gripu eftir frakka Bakers, en hann náöi ekki taki og seig niöur á gólfiö. Algert öngþveiti, sem hamar dómarans náöi alls ekki aö stööva, braust út í salnum. „Lokiö dyrunum!” öskraöi Strang. Big Dutch hallaði sér i átt aö Matteo til þess aö segja eitthvaö. „Þegiöu”, hreytti Matteo út úr sér, augu hans glampandi i svip- lausu andlitinu. — 0 — Skrifstofumaöurinn leit upp og brosti þegar Cesare birtist i dyrunum. „Ég hef skilrikin til- búin handa yöur herra Cardinali. Vilduö þér gjöra svo vel aö skrifa hérna undir?” Cesare tók viö pennanum úr hendi hans, hripaði nafn sitt á skjölin og rétti skrifstofu- manninum pennann siöan aftur. „Þakka yöur fyrir,” sagöi hann, tók upp skilrikin og gekk út. Þaö var enn þaninn strengur i brjósti hans er hann kom út i bjart sólskiniö. Hann drap tittlinga. Barbara veifaöi honum frá bilnum. Hann brosti og veifaöi á móti, skilrikin glömpuöu hvit i hendi hans. Barbara brosti upp til hans eins og hún byggi yfir einhverju leyndarmáli, er hann beygöi fyrir horniö á bilnum. „Til hamingju Cardinali greifi.” Hann hló er hann gekk meöfram bilnum og settist inn I hann. „Þú hefur ekki lesiö skil- rikin, min kæra. Ég er ekki lengur Cardinali greifi. Aöeins herra Cardinali”. ■ Hún hló hátt er hann ræsti vélina. „Aöeins óbreyttur Cesare. Mér fellur þaö vel. Þaö hefur ein- hvers konar handprjónuö gæöi.” Cesare leit á hana er hann beygöi inn á götuna. „Veistu, ég held aö þú sért aö striöa mér.” „Nei, þaö er ég ekki,” flýtti hún sér aö segja. „Ég er reglulega hreykin af þér.” Spennan var horfin úr mag- anum á honum, nú er þau beygðu fyrir horn og hurfu þar meö úr sjónmáli frá dómshúsinu. „Kveiktu mér i sigarettu ástin min, viltu þaö?” spuröi hann. Hiti var farinn aö gera vart viö sig i nára hans, og hann fann æöaslátt innan á lærinu. Hún stakk sigarettunni milli vara hans. „Hvaö skyldi mamma halda,” sagöi hún glaölega, „ef hún vissi að ég er aö fara i viku- langa skemmtiferö meö karl- manni. Ekki gift honum og ekki einu sinni trúlofuö honum.” Hann sá út undan sér aö hún brosti. „Þaösem hún mamma þin veit ekki getur ekki sært hana.” Barbara brosti enn „Þaö gæti auövitaö verið að hún skildi þaö ef ég væri aö fara með greifa. Evrópumenn eru ööru visi hvaö þetta snertir. En aö fara meö óbreyttum heríamanni...” Cesare greip fram i fyrir henni. „Veistu hvaö ég held?” Hún leithann spyrjandi augum, „Nei, hvaö?” Sársaukinn i nára hans var aö veröa óbærilegur. Hann teygöi sig eftir hönd hennar og lagöi hana á haröan liminn i skauti sér. Brosiö hvarf skyndilega af andliti hennar er hún fann spennuna i honum. Hann sneri andlitinu I átt til hennar og eitt augnablik sá hún ævafornt blik i augum hans. Þá dró yfir þau hulu. „Ég held aö mamma þin sé höföingjasleikja,” sagöi hann. Hún hló og þau uröu þögul er hann ók inn i Mid-Town göngin og eftir veginum i gegn um lysti- garöana I átt til flugvailarins. Hann ók ómeövitaö, án umhugs- unar, og hugur hans hvarflaöi heim til Sikileyjar. Heim. Hann haföi verö þar fyrir fáum vikum, en þaö virtust fjöldamörg ár siöan. Hvaö var þaö nú aftur, sem Don EmMio haföi eitt sinn kallaö frænda hans? Sælokk. Hann hló meö sjálfum sér. Hann velti fyrir sér hvaö Don Emilio héldi um sig nú. Maöurinn, sem lá dauöur aö baki, var aöeins tákn fyrir fyrstu greiöslu skuldar hans. Eins konar skuldakvittun. Hinir tveir, sem eftir voru, voru aöeins vaxta- greiöslur, vextirnir, sem safnast höföu I tólf ár. Þrjú lif fyrir eitt. Þaö yröi nægileg greiösla hverjum manni. Honum flaug nú i minni hvernig þaö var nóttina, sem Don Emilio afhenti honum reikninginn. Framhald i næsta blaöi boltar — skór — Berri Sport iþnmafatnaíur Mitre Sports tækl Möbus skór — töskur Millar markmannshanskar Master boltar — hlífar Hoffell s.f UMBOÐS- & HEILDVERZLUN ARMCLI 1 SIMAR 82166 OG 83830 22 VIKAN 28. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.