Vikan

Tölublað

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 28

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 28
Ég fann svolitla mótspyrnu, þegar ég tók hnífinn, en svo sleppti hún honum. — Þér er kalt, sagöi ég, — ég skal hita eitthvað handa þér. — Já. HUn stundi þungan. — Mér er dauðkalt — og ég er eitt- hvað svo þreytt. Ég held ég fari beint i riimið. Ég hljóp niður og Ut um bak- dymar og fleygði þessum and- styggilega hnif Ut i vatnið, þar sem leyfarnar af gömlu myllu- hjólunum lágu og rotnuðu. Svo náði ég I þetta heimabruggaða vin, sem henni virtist þykja svo gott og þegar ég kom meö þaö til hennar, var hUn háttuð og var að bursta á sér hárið. Svo sneri ég aftur til eldhUssins, þar sem ég settist I ruggustólinn hennar Binnie, ruggaði mér þar og reyndi að komast aö einhverri niðurstöðu um þessa siöustu at- burði. Ég sá fyrir mér hvita fing- ur hennar á hnifsskaftinu og fann hvað þeir voru kaldir, þegar ég snerti hendur hennar, um leið og hUn sleppti hnifnum. Ég haföi lik- lega komiö til hennar á örlaga- stund. En þetta voru lika straum- hvörf I sambandi minu við Rósu. Upp frá þessari stundu ætlaði ég ekki að láta sambandið við Rösu þrUga mig, ég ætlaði að reyna að ráða fram Ur málum okkar á skynsamlegan hátt. Að athuguðu máli sá ég, að Rósa hafði I rauninni ekki gert neitt, sem hægt væri að benda á að væri rangt. HUn gat liklega ekki ráðið við skapferli sitt, ekki frekar en ég og aðrir. Og I barna- .legum hroka mlnum, hélt ég að ég væri man”eskja til að hjálpa henni. Eitt var það, sem hélt i mér lif- inu þennan erfiöa tima. Ég var á- kveðin Iþvi, að láta ekkert drabb- ast niöur á heimili okkar, svo ég varð að vinna frá morgni til kvölds og það gekk svo langt, að Nancy fann sig knUöa til að tala um þetta. — Það er nóg að þU gerir verk einnar þjónustustUlku, en þU get- ur ekki unniö á vi6 þjrár. Ég var með eina af stóru svunt- unum hennar Binnar og skuplu á höföinu, þegar Leish kom með bréfin. Rósa kom af tilviljun inn i eldhUsið og hUn bað hann að taka skilaboðtilMortons, sem leigði Ut léttivagna, um að sækja hana til aö aka með hana til Stanesfield daginn eftir. — Ég heyrði að Alec Binnock sé að koma með lestinni klukkan ell- efu á morgun, sagði Leish. Hér eru tvö bréf til þín, ungfrU Ellen. Ég greip bréfin I ákafa og sá aö annað var frá Lumley frænku, en hitt sá ég aö bar rithönd herra Southems. Ég var hálf viðutan, en spurði þó Leish hvort ekki mætti bjóöa honum tesopa. — Nei, þakka þér fyrir, ungfrU. Ég verð að halda áfram til Saxel- by. Hann þagnaði, þangaö til hann heyröi fótatak Rósu fjar- lægjast. — Drottinn minn, það hafa sannarlega orðið breytingar á héma, finnst þér það ekki? Hann var kominn yfir hlaðið, þegar það rann upp fyrir mér, hvað hann var að segja. Ég varð að sækja i mig veörið til að opna bréfið frá herra Southern. En svo hætti ég við þaö og opnaöi bréfiö frá Lumley frænku fyrst og gleymdi þá öllu öðru á meðan. Batinn haföi verið mjög hæg- fara hjá Lucy. Ég las á milli lln- anna að frænka min hafði gert allt til að draga úr hættunni, reyndi að vera hughreystandi, en fann þaö með sjálfri mér, að batinn hefði alveg látið standa á sér. ,,En sem betur fer eigum við kannski von á gleðilegum tiðind- um”, skrifaði hún. „Sir Maxwell Keyne kemur til Ventnor, til að rannsaka sjúkling þar og ég hefi beöið hann aö koma hingaö og skoða Lucy llka... Það veröur að komast aö þvi hvort lungu hennar séu I hættu. Það getur verið að hann hafi einhver ráö til aö lækna hana”. Það var þvl svolltill vonar- neisti, þar sem ég vissi að Sir Maxwell var þekktur læknir, en ef honum tækist ekki að lækna Lucy, þá var Utlitið slæmt. Ég var með allan hugann við Lucy, þegar ég opnaði bréfið frá herra Southern, en ég sá þaö, mér til undrunar, að þaö var stimplað I Appelby End. ' „Kæra Ellen! Þó aöégskrifi þér núna, þá hefi ég ekki I hyggju að ræöa neitt þaö mál, sem vakti sársauka á milli EGE GÓLFTEPPIN DÖNSK GÆÐAVARA I MIKLU ÚRVALI VEGGFOÐUR ÚRVAL GÓLFDÚKA MÁLNINGARVÖRUVAL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.