Vikan

Tölublað

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 29

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 29
 okkar. Ef til vill ris sá dagur, aö þil fyrirgefur mér, þegar þil hug- leiðir, að ég hefi elskað þig alla þina ævi og að mér er annara um velferð þina, en nokkuð annað i þessum heimi. En mér er efst i huga nii, aö þegar ég fór frá Saxelby, þá skildi ég þig raunar eftir alveg vina- snauöa. Ef þú verður f vandræð- um, þá getur þú alltaf komið til min boðum I gegnum County Bank I Stanesfield. Þú skalt held- ur ekki hika viö að tala við Pet- ersby, ef þig vantar eitthvaö eða þarft á ráðum að halda. Ég veit að þú kærir þig ekki um að ræða peningamál við mig, en ef þú hefur áhyggjur af ógreidd- um reikningum, þá skaltu hik- laust snúa þér til Petersbys og þú getur lika treyst honum til að ráða þér heilt og greiöa götu þina I sambandi við stjúpmóður ykkar. Og umfram allt, skrifaðu aldrei undir nokkurt plagg, nema að tala við hann fyrst, það er mjög árföandi...” — En hvað þú ert föl, ungfrú Ellen. Nancy kom að mér þar sem ég stóð fyrir framan eldinn, djúpt hugsandi. — Og nú er dá- samlegur maimorgunn. A ég ekki að hita handa þér te, og svo get- urðu farið til þorpsins til að sjá dansinn kringum maistöngina, eins og þið gerðuö alltaf áður. — Þakka þér fyrir vináttuna, Nancy, sagði ég. — Það getur verið að ég fari að ráðum þínum. Rósa var að koma út úr her- berginu sinu, þegar ég var á leið- inni upp. — Ég var að fá bréf frá herra Southern, sagöi ég. — Það er dálitið skritið, það er stimplað I... — Hann er óvinur minn, sagði hún. Orðin voru einkennilega dramatlsk. Hún var samt ekki eins tilgeröarleg og venjulega og ég sagði: — Nei, herra Soythern getur ekki verið óvinur nokkurrar manneskju. En það hafði alls ekki nokkur áhrif á hana. Mér var að vlsu ljóst, að hún sagði sannleik- ann. En ég þráöi ráðleggingar hans og öryggi, sem nærvera hans hafði alltaf veitt mér. — Hann vill ekki endurnýja leigusamninginn, hélt hún áfram. — Ég veit ekki hvert viö getum snúiö okkur. — Ég er nú samt viss um að hann gerir það. Herra Southern rekur okkur aldrei á dyr. — Hann rekur mig á dyr, ef hann getur. Ég var sem dáleidd af þessari einföldu staðreynd, þangað til að mér varð litiö á bréfið I höndum mér og ég sagði hægt: — Ég ætl- aði að fara aö segja þér, að bréfið frá honum er stimplað I Appelby End. Ég skil ekki hvað hann er að gera þar. Hún stóö grafkyrr, þráðbein og hávaxin, en ég gat ekki séð á henni svipinn, þar sem ljósiö var á bak við hana. — Appelby End. Ég hafði aldrei heyrt hana segja þetta á þennan hátt. Ein- hvem veginn fannst mér, sem hún væri að segja lokaorö I sögu eða leikriti. Ég flýtti mér svo til aö skipta um föt. Þegar ég lagði af stað til Cross Gap, var Rósa á einum af þessum gönguferöum sinum. Ég sá hana ganga fram og aftur á brúnni og mér varð ljóst, aö hún var aö blða eftir einhverjum eða hafði hún alltaf verið aö biða. Eftir hverju eöa hverjum, vissi ég ekki. Það haföi ekkert breyst við Plum Lane sfðan mafdaginn fyrir tveim árum, ekkert, nema ég sjálf. Núna var engin gleöi rlkj- andi, hvorki yfir þessum fagra vordegi eða tilhlökkun eftir að horfa .á hátiðahöldin. En ég þorði ekki að viðprkenna það fyrir sjálfri mér, hvers vegna ég hafði tekiö á mig þessa ferð eða hvað það var, sem var svo lokkandi við Cross Gap á maihátlðinni. Þegar ég var komin á brekku- brúnina fyrir ofan þorpiö, heyrði ég kirkjuklukkuna slá tólf. Börnin voru farin aö tvlstrast. Ég virti fyrir mér græna grasblettina, götuna, steinveggina og þar sem mjór stlgur lá gegnum græna burknabreiðuna, sá ég Mark Ayl- ward ganga hratt I burtu. Ég kom þá of seint. Mér vökn- aði um augun, þegar ég horfði á eftir honum. Það var því til- gangslaust að fara til þorpsins, svo ég breytti um stefnu og valdi leiðina eftir brekkunni milli runn- anna og byggakranna, en sá stlg- ur lá frá þorpinu út á þjóöveginn. Ég gat helst ekki hugsað mér aö ganga aftur eftir Plum Lane, sem minnti mig svo á liöna hamingju- daga. Það var llka tilbreyting I að ganga aöalveginn meðfram hæö- arhryggnum. —- Ungfrú! Ungfrú! Þegar ég leit niður fyrir götuna, MönusTA sunnu vh> PIÖI5KVIDUPÓIK CORAL ÍBÚÐIR - MALLORKA Rornogce/lo » Nú hefur Sunna tekið upp þá nýbreytni að gefa barnafjölskyldum sérstaklega góð kjör á Mallorkaferðum, með dvöl í íbúðum, þar sem 1. flokks aðstæður eru til sólbaðs og sunds. Stórt útivistarsvæði, fagurt útsýni, hreinlegar og góðar íbúðir, fyrir 4—7 manna fjölskyldur. Stutt í fjölbreytt og skemmtilegt verslana-, veitinga- og skemmtistaða- hverfi. Skammt að fara með börnin á leiksvæði, skóglendi og fjölbreytt sædýrasafn MARINLAND. Sunna býður þá þjónustu, sem enginn hefur áður gert; íslensk stúlka annast barnagæslu, aðeins fyrir Sunnugesti á þessum stað. Og okkur hefur nú tekist að fá 11 íbúðir til viðbótar á þessum eftirsótta stað og getum því fullnægt bókunum. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA Lækjargötu 2 súnar 16400 12070 28. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.