Vikan

Tölublað

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 38

Vikan - 10.07.1975, Blaðsíða 38
F.Í.B. Félag islenskra bifreiðaeig- enda var stofnað 9. mai' 1931. Til- gangur félagsins er að sameina bifreiöaeigendur og gæta sameig- inlegra hágsmuna þeirra, stuðla að þvi i einu óg öllu, að umferðin veröi sem allra öruggust og greið- ust fyrir alla vegfarendur. Starf- semi F.l.B; hefur vaxið töluvert að undanförnu og eru félagar nú um 10.000, en það er algerlega bráðnauðsynlegt, að þeim fjölgi verulega, til þess að félagið geti gert ýmsa drauma sina að veru- leika. Þeim mun fleiri sem félag- ar eru, þvi auðveldara á félagið með að standa sem öflugt vopn i baráttunni fyrir hagsmunum bilaeigenda. Sem dæmi um- þá þjónustu., sem félagið veitir félagsmönnum sin- um, má nefna vegaþjónustu, lög- fræðilegar leiðbeiningar, útvegun varahluta út á land, margvislega fyrirgreiðslu vegna ferðalaga er- lendis, alls kyns upplýsingaþjón- ustu, .talstöðvaþjónustu með móðurstöðvum á nokkrum stöð- um á landinu, og auk þess lætur félagið sig allt varða, er viðkem- ur bilum, vegum, ferðalögum innan- sem utanlands og öryggis- málum umferðarinnar. Félagið og starfsemi þess er rekin fyrir félagsgjöldin, sem fé- lagsmenn greiöa, og þess vegna sér félagið sér ekki fært að veita öðrum þjónustu sina nema i neyðartilfellum og þá gegn fullu gjaldi. Það skal einnig tekið iram, að félagsmenn njóta i slik- um tilfellum alltaf forgangs, og þeim skal alltaf sinnt fyrst, áður en nokkuð er gert fyrir aðra. Félagið hefur komist að sam- komulagi við ýmis þjónustufyrir- tæki fyrir bila og bilaeigendur um, að þau veiti félagsmönnum afslátt eða forgang, sjá meðfylgj- andi lista. Ef féiagsmenn eru nógu hyggn- irað skipta einungis viö þá aðila, sem veita félagsmönnum afslátt, geta þeir hæglega fengið félags- gjaldið, sem er aðeins 1500 kr. á. ári, marg endurgreitt auk ýmissa þæginda, sem þeir njóta af sam- vinnu við félagiö. F.Í.B. er ekki sist umhugað um að veita mönn- um úti á landi aðstoð sina, þar sem þeir búa oft á tiöum við erfið- ar aðstæður til aö útvega vara- Muti og önnur gögn. Gangið i F.l.B. og eflið samtök bifreiðaeigenda. Þeir, sem áhuga hafa á að gerast félagsmenn, snúi sér til skrifstofu félagsins eða fylli út meðfylgjandi umsókn og sendi hana til skrifstofu félagsins að Armúla 27, Reykjavik. Vegaþjónusta. A sumrin heldur F.l.B. úti vegaþjónustubilum til aukins ör- yggis og hagræðis fyrir félags- menn, og þegar vegaþjónustán er i gangi, er hún ásamt staðsetn- ingu bilanna auglýst i útvarpinu 5—6 sinnunl á dag. VOLVO GEGN BENZ Mercedes Benz 600 hefur verið stolt þýskra bilaframleiðenda um áraraðir, enda eiga hann ekki nema þjóðhöfðingjar. Nú hefur Volvo uppi tilburöi til að keppa viö þennan glæsilega bil.þeir hafa sent frá sér þennan, sem sést á þessum myndum, og ætlunin er, að hann verði það sama hjá Volvo og 600 er hjá þjóöverjunum. 38 VIKAN 28.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.