Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 3

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 3
Reynir: Eitt hið mikilvægasta i allri skipulagningu garða er að skipta þeim niður i einingar Úr Arbæjarhverfi. Garöarnir eru leiksvæði, þar sem skiptast á litl- ar grasbrekkur og grasflatir, sandkassar og malbikaðir vellir biinir fjölbreyttum leiktækjum. Garðarnir eru jafnframt aðal- gönguleið i verslanir og almenn- ingsvagna, svo um þá er komiö fyrirneti gang- og hjólreiðastfga. Trjágróður er staðsettur, þar sem minnst hætta er á, að hann vcrði fyrir hnjaski. gang, svo Reynir hafði ekki ýkja mikinn tima aflögu handa okkur, en fórnaði okkur þó stundarkorni fyrir þrábeiðni okkar. — Garðarkitekt er alls ekki nógu gott starfsheiti, sagði Reynir, þegar við spurðum hann, hvað garðarkitektar fengjust aðallega við, — þvi að starfssviöiö er miklu viðara en heitiö gefur til kynna. Við fáumst ekki siður við malbik en gróður. A flestum er- lendum málum er þetta kallað landslagsarkitekt, og ég býst við, að svo verði einnig hérlendis, þegar fram liða stundir. Ekki svo að skiija, að við ætlum að fara að breyta landslaginu sem sliku, heldur er það i okkar verkahring að gera tillögur og teikningar að lokafrágangi kringum byggingar og önnur mannvirki, svo um- hverfið þar verði snyrtilegt og þjóni sem best sinum tilgangi. A þennan hátt búum við til eins konar landslag. — barf þá landslags- og garö- arkitektinn ekki að vera með i ráðum, áður en farið er að reisa mannvirkin? — Slikt er auðvitað til bóta, og ég hef i nokkrum tilfellum fengið tækifæri til þess að vera með i ráöum við skipulagningu heilla hverfa, m.a. i Arbæjarhverfi og Breiðholti I. Fjölbýlishúsin i báð- um þessum hverfum eru skipu- lögð með sömu meginsjónarmið i huga; — að hafa leiksvæði handa yngstu borgurunum sem næst út- göngudyrum, þar sem þeir geta verið tiltölulega öruggir og i friði fyrir bilaumferð, — að hafa leið- ina i verslanir sem stysta og hættuminnsta hvað umferðina snertir, — og að veita skjól fyrir verstu vindáttunum. Bæði hverfin bera það greinilega með sér, að þessi sjónarmið voru látin ráða við skipulagningu þeirra. t þeim báðum er U-lagið á fjölbýlishús- unum ráðandi, en með þvi fæst i senn skjól og afdrep til leikja. í Arbænum eru tvennar útidyr á húsunum — aðrar út að bilastæð- um og götu, en hinar út að lóðinni, sem jafnframt er leikvöllur og gönguleið i verslanir og almenn- ingsvagna. t Breiöholtinu eru leiksvæði yngstu barnanna næst útidyrum. Úr fjölbýlishúsunum er svo greið gönguleið i skóla, verslanir og stærri leik- og iþróttasvæði, og i almennings- vagna gegnum undirganga á hús- unum, án þess nokkurs staðar þurfi að fara yfir götu. — Færgróður nokkurn tima að vera i friði i jafn fjölmennum fjöl- býlishúsahverfum og Arbær og Breiðholt eru? — Auðvitaö verður gróðuriún fyrir meiri ágangi eftir þvi sem fleiri ganga um hann, en það þýðir alls ekki’ að það sé vonlaust að koma upp skemmtilegum og vingjarnlegum göröum með tölu- verðum gróðri kringum fjölbýlis- hús. Gróðurinn veröur bara að staðsetja þannig, að hann sé sem minnstur farartálmi, svo ekki sé allt of freistandÍÆð stytta sér leið yfir hann. Þá er einnig ákaflega mikilvægt að'hafa nægilegt leik- rými ásamt gróðrinum, þvi að börn geta i ákafa leiksins gleymt að gefa sér tima til að hlifa gróör- inum. Náttúrlega hlýtur alltaf aö brotna ein og ein trjágrein og jafnvel heilar plöntur, en það er þá frekar af slysni en að um 29. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.