Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 5

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 5
 Þessi þröstur hefur gert sér hreiöur, sem er I seilingarfjar- lægö frá gangstig heim aö húsi Reynis. Viö hús Reynis. Notalegt ,,rjóö- ur” aö sitja i. eru ekki aðlaðandi til útiveru, og þvi hef ég reynt að hafa fjöl- breytnina eins mikla og tilefni gefast til hverju sinni, og þá finnst mér skaðlaust að nota svo- litið malbik og sand innan um grasið og gróðurinn. Malbik þarf nefnilega alls ekki að vera ljótt, ef það er notað rétt. — En af hverju malbik? — Vegna þess að malbikið býður börnunum upp á ýmsa möguleika til leikja, sem grasið veitir ekki, og ef garðar, leikvellir og lóðir hafa ekki til að bera nægi- lega kosti til leikja, verður gatan ofan á i samkeppninni, og allir eru áreiðanlega sammála um, að hún sé ekki æskilegur leikvöllur. Malbikuð leiksvæði og sandkass- ar draga lika úr ágangi á gras- flötum, sem ekki veitir heldur af, þvi að löngu veturnir hér á tslandi og stutt sumrin gera það að verk- um, að grasflatir eru miklu við- kvæmari hjá okkur en til dæmis i Skandinaviu. — Leikvallamál væri annars hægt að ræða allan daginn, því þar er af svo miklu að taka. Nú er hins vegar mjög vaknandi skilningur á þessum málum, og ég er sannfærður um, að á næstu árum muni verða al- ger bylting á þessu sviði hér á landi. — Þú minntist á hinn langa is- lenska vetur. Er með einhverjum ráðum hægt að hlifa grasflöt- um fyrir slæmum áhrifum veður- farsins? — Til þess að hlifa grasflötum og gera þær endingarbetri eru eiginlega ekki til nema tvö ráð: í fyrsta lagi að ræsa jörðina eins vel fram og nokkur kostur er og sjá til þess, að yfirborðsvatn safnist aldrei saman i polla, þvi að þá er voðinn vis, og i öðru lagi að friða grasflatir á vorin, meðan klaki er að fara úr jörð. Þá er gott að geta girt grasflatirnar af i svona hálfan mánuð til þrjár vik- ur, sem getur verið nóg til þess bjarga þeim frá verulegum skemmdum. Nýlega lauk Reynir við að teikna útivistar- og leiksvæði i geirum, sem eru i brekkunni milli fjölbýlishúsanna i Fossvogi. 1 þessum geirum er einnig gert ráí

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.