Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 12
J OG AUÐVITAÐ FRÁ Ballingslöv c hentugur pottaskápur ER FALLEG Vt flöskurnar í röö og reglu Ballingslöv , ER * * HENTUG hver hlutur* á sinum staö Ní Ballingslöv * ER * , ENDINGARGOÐ falið straubretti * ** Ballingslöv ER ** FYRIR YKKUR Þoö eru smóatriöin sem skapa gœöin. Út fró þessum oröum hefur BAILINGSLÖV hannaö hiö fullkomna eld- hús. Lítiö inn og sannfcerist. OKKAR BOÐ - YKKAR STOÐ innréitingaval Sundaborg - Reykjavík - Sími 84660 ■ pósturinn ViNVEITINGAHÚS Kæri þáttur! Ég vil byrja á þvi aö þakka gott blaö, þó sérstaklega fyrir mynda- sögurnar og framhaldssögurnar. Mig langar til aö forvitnast um þaö hvort aldurstakmark á vin- veitingastööum miöast viö af- mælisdaginn eöa mánuöinn, sem fólk á afmæli f. Svo langar mig til aö vita hvort skriftarsérfræöingar geta lesiö eitthvaö úr párinu, en ég þarf ekki aö spyrja um aldurinn, þvl aö ég veit hvaö hann er hár. Hvernig er stafsetningin? Viröingarfyllst og meö ofurlitla von um birtingu, G.J.I. Venjulega er aldurstakmark sett viö einhvern ákveöinn aldur. Þvi gefur auga leiö aö miöaö er viö afmælisdaginn, fyrr hefur viökomandi ekki náö tilskyldum aldri. Hitt er aftur annaö mál, aö dyraveröir eru, sumir hverjir, ekki svo strangir, muni nokkrum dögum. Skriftin segir mér aö þú skulir fara þér hægt og ekki rasa um ráö fram. Þú þarft ekkert aö flýta þér, sestu niöur og hugsaöu áöur en þú framkvæmir. Þannig fer þér best, þvi þú viröist hafa næga skynsemi til aö bera. Póst- urinn gefur þér tiu fyrir stafsetn- ingu. BRENNIVIN Kæri Póstur! Lengi hefur mig langaö til aö fá svar viö einni spurningu, en eng- inn hefur getaö svaraö henni enn- þá. Datt mér þvi i hug aö leita til þin, ef vera kynni að þú vissir svariö. Hér I minum heimabæ er alltaf leitaö aö áfengi i bilum I hverri viku. Og er það alltaf þá daga, er fólk fær útborgaö. Oft hefur þab komiö fyrir, aö þeir hafa tekiö eina flösku, en einnig oft miklu meira magn. Þab voru teknar af mér sex flöskur um daginn, og lét ég þær strax af hendi. Ég hef ekki aldur til aö hafa þetta, hvaö þá kaupa. En þaö sem mig langar til að vita er: Hvaö er gert við áfengið, sem tekiö er? Ég tel mig vita þaö meö vissu, að það er ekki selt aftur og látiö renna til rikis- ins. Þú sérö, kæri Póstur, þeir vita aö ég fer inn i „Rikið” og kaupi, án þess að hafa aldur til. Þeir gera ekkert i þvi, heldur geng ég þar inn, hvenær sem er, og kaupi. En svo má maður eiga þaö á hættu, aö þetta sé tekið, ef maöur er ekki nógu déskoti lúmskur. Þegar ég tala (skrifa) um þá, meina ég lögregluna. Hvernig er skriftin, hvaö lestu úr henni, og hvaö heldurðu aö ég sé gömul? Fyrirfram þökk fyrir birting- una, þótt löng sé. Jósefina. Þetta bréf gæti gefiö Póstinum tækifæri til heilmikilla skrifa um æskuna og áfengiö. Hann ætlar þó aö reyna aö hafa hemil á sjálfum sér eftir megni. Taki lögreglan áfengi af unglingi, sem hefur ekki aldur til aö hafa þaö undir hönd- um, þá á hún aö hella þvl niöur. Sé unglingurinn undir sextán ára aldri, hlýtur lögreglan aö veröa aö láta foreldrana vita og afhenda þeim áfengiö æski þeir þess. Taki lögreglan áfengi af fullorönum manni, þá getur sá hinn sami krafist þess aö fá þaö aftur siöar. Einnig geta foreldrar ætiö krafist þess aö fá þaö áfengi, sem tekiö er af börnum þeirra, nema undir sérstökum kringumstæöum, eins og til dæmis á bindindismótum cöa þvfllkum stööum, þar sem varöar viö lög aö hafa áfengi um hönd. Póstinum finnst þaö ákafiega undarlegar starfsaöferöir lög- rcglu, cf satt er, sem þú segir i bréfinu um þaö, aö þú getir keyþt áfengi, en lögreglan sæti svo færis aö taka þaö af þér. Póstinum finnst nú einhvern veginn, aö þaö væri eölilegra af lögreglunni aö tryggja þaö, aö þú gætir ekki keypt áfengi og foröa þér þannig cftir megni frá áfengi og óþarfa peningaeyöslu. Þaö er undarleg árátta aö bíöa rólegur eftir þvi aö glæpurinn sé framinn til þess eins aö geta handsamaö glæpamann- ’inn. Jæja. Nú er Pósturinn búinn aö hnýta svolitiö I lögrcgluna, og er nú rööin komin aö þér, Jóseflna. Ég tel vist aö þú sért oröin sextán cöa sautján ára. Þú skrifar vel og skriftin gefur til kynna aö þú sért ekki skyni skroppnari en hver annar. Þar er hún I hrópandi mót- sögn viö efni bréfsins. i Bibliunni segir einhvers staöar á þá leiö, aö vlniö sé spottari, sterkur drykkur glaumsamur og aö hver sá sem drukkinn reiki sé óvitur. Llttu i kringum þig stúlka. Alls staöar blasir böl ofdrykkjunnar viö. Ég er ekki aö segja, aö hófdrykkja geti ekki átt einhvern rétt á sér. t Bibliunni segir einnig á þá leiö, aö hóflega drukkiö vln gleöji manns- ins hjarta. Þaö er ekki meining min aö bannfæra áfengi, en ég bannfæri vissulega ofdrykkjuna. Nú kannt þú aö spyrja hvaö ég sé eiginlega aö fara. Þaö, sem ég ætla aö segja viö þig, er einungis J þetta: Þú ert á ákaflega hættu- legum aldri hvaö áfengi snertir. Mótstööuafl gegn alls kyns freist- ingum eraldrei minna en einmitt á unglingsárunum og hættan-á 'of- drykkju aldrei meiri. Þess vegna skaltu hugsa þig tvisvar um, áöur en þú ferö aftur I „Rikiö”. Þaö getur oröiö afdrifarlkt fyrir þig, — nú og svo áttu alltaf á hættu, aö lögreglan taki af þér brenniviniö. Ég geri ekki ráö fyrir, aö þú viljir senda pabba eöa mömmu niöur á „stöö” til aö sækja þaö fyrir þig, svo þaö er talsvert aö missa, ég tala nú ekki um ef þaö eru sex flöskur. Þó eru þaö smámunir 12 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.