Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 19

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 19
NNETTUNUM Aö vera svikin þannig af elsk- huga sinum, var auövitað mikill harmur, einkum vegna þess, aö drottningunni féll þetta svo illa, aö hún hótaöi að láta varpa þeim báöum i fangelsi. Hún hætti þó viö aö leggja svo mikiö á fröken Fitt- on og kom henni fyrir hjá Lady Hawkyns, en jarlinn af Pembroke varö aö gista Fleetfangelsi. Barniö dó. Þar sem jarlinn af Pembroke var staöráðinn i þvi aö kvænast ekki ástkonu sinni, var hún flutt heim til sin, aö visu i ó- þökk fööursins. Sir William Knolly haföi enn ekki gefiö upp alla von, og hann hélt áfram aö skrifa henni vonar- og biöilsbréf, en hún taldi þau ekki einu sinni svaraverö. Þegar kona hans lést þremur árum siöar, haföi hann loks gefist upp og kvæntist ann- arri konu. Fröken Fitton haföi enn ekki látiö sér segjast, þvi aö hún átti aö minnsta kosti eitt ann- aö barn i lausaleik, áöur en hún gekk i óhamingjusamt hjóna- band. Og eftir giftinguna hélt hún enn áfram aö vera laus á kostun- um. Aöur en Mall Fitton varð á vegi Shakespeares, haföi hann verið nokkurn veginn hamingjusamur og ánægöur. Arin næstu á undan haföi hann skrifaö Jónsmessu- næturdraum, Rómeó og Júliu, Rikharö II, King John, Kaup- manninn i Feneyjum og tvo hluta Hinriks IV. Þrjátiu og þriggja ára aö aldri haföi hann þegar öölast töluveröan frama og hann naut allmikilla vinsælda, bæöi sem maður og leikskáld. Drottningin haföi veriö honum hliöholl og hann haföi nóg af peningum. En hann var einnig viökvæmur maöur, og kannski var þaö viö- kvæmni hans sem olli þvi, aö hann kvæntist Anne Hathaway aöeins átján ára aö aldri, en hún liföi hann. Hann átti vingott viö margar aðrar konur, og hann féll gersamlega fyrir Mary Fitton. Hann haföi alltaf dáöst aö tigu- legum dökkhæðrum konum, og þannig var Mary. Hún var einnig alger andstaða hans — sterk og þrekmikil, en Shakespeare hins vegar veikgeðja og máttlitill. Áhrifin, sem hún hafði á hann, voru mjög mikil, og þegar hún vildi ekkert með hann hafa, var afbrýöisemi hans og særö metn- aöargirnd eins ástriöuþrungin og aödáun hans og þrá höfði veriö. En hann var henni ekki tryggur aödáandi, enda þoldi hann ekki framferöi hennar, og frægð hans olli þvi, aö hann átti auðvelt meö aö krækja sér i konur. Hins vegar er engin ástæöa til aö ætla, aö hann hafi nokkurn tima elskaö aöra konu, og þeir, sem mest hafa rannsakað verk Shakespeares, segja, aö „dökka frúin” hafi haft ómæld áhrif á allt, sem hann skrif- aði, eftir aö hann elskaði hana og missti. Auk „dökku frúarinnar” I sonn- ettunum, kemur hún víöa fram i leikritum Shakespeares. Hún er Rósalin, Cressida og Kleópatra. Hún er einnig drottningin I Hamlet, svo og Portia, og Beatris, Rósalind og Lady Mach- beth. Allar þessar konur hafa sömu fyrirmyndina. Og Shake- speare leggur Othello, Lear, Hamlet 'og Brútusi I munn orðin, sem hann vildi sagt hafa viö hana. Shakespeare átti ákaflega erfitt meö aö koma auga á göfugri hliö- ar fröken Fitton eftir aö hún haföi hafnaö honum, og þess vegna reyndi hann ab ná sér niöri á henni og fegurð hennar. Hann segir: „Hún hafði sál skækjunn- ar, tungu fiskikonunnar og stolt hjarta drottningarinnar.” Þó blés hún honum I brjóst þeim krafti, sem hann skrifaöi sum bestu verka sinna af, og inn- blásturinn varöi i mörg ár. Hún gengur eins og lifandi logi i gegn- um sonnettur hans, þar sem hann hættir aídrei að ásaka hana. En þrátt fyrir allt varð hún til þess aö virkja hinn stórkostlega anda hans svo, aö efalaust má telja hann I hópi allra stórkostleg- ustu rithöfunda, sem nokkurn tima hafa veriö uppi. 29. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.