Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 20

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 20
merkið er trygging fyrir góðum kúlupenna Fæst í fallegum gjafakössum. 4. Kapituli. Garður Cardinalihallar var auður, er Cesare stöövaöi bilinn fyrir framan húsið. Hann stoðv- aði vélina, og um leið opnuðust dyrnar, og gamall maður gægðist út. Er hann kenndi Cesare, varð hann ákaflega broshýr. Hann flýtti sér svo hratt, sem hans stirðu bein gátu boriö hann niður tröppurnar. „Don Cesare, Don Cesare!” hrópaöi hann fornri röddu. Cesare sneri sér að honum brosandi. „Gio,” kallaði hann. Gamli maðurinn iðaði fyrir framan hann. „Þér hefðuö átt að segja okkur, að þér væruð að koma, Don Cesaré,” sagði hann. „Við heföum þá getað undirbúið okkur undir komu yðar.” Cesare brosti út i annað munn- vikið. „Þetta er alveg óvænt koma, Gio. Ég get ekki dvalið lengur en eina nótt. Ég fer heim á morgun.” Þaö dimmdi yfir gamla mann- inum. ,,Heim,Don Cesare? Hér áttu heima.” Cesare lagði af stað upp tröppurnar. „Já,” sagði hann bllðlega. „Ég gleymi þessu alltaf. En nú bý ég i Ameriku.” Gio tók ferðatöskuna úr aftur- sæti bllsins og flýtti sér á eftir Cesare. „Hvernig fór kapp- aksturinn, Don Cesare? Unnuð þér?” Cesare hristi höfuðið. „Nei. Gio. Rafallinn I bilnum mlnum brann yfir. Ég varð að stansa. Þess vegna hafði ég tima til að koma hingað.” Hann gekk yfir stóra svala for- stofuna og stansaði undir mál- verki af föður slnum. Hann stóö stutta stund kyrr og virti fyrir sér göfugmannlegt andlitið, sem við honum blasti. Strlðið hafði beygt hann. Bæði andlega og llkamlega. Hann hafði veriö opinber and- stæðingur þjóðverjanna, og II Duce hafði skipað svo fyrir, að lendur hans skyldu gerðar upp- tækar. Gamli maðurinn sálaðist skömmu slðar. „Mér þykur þetta leitt með bll- inn yðar, Don Cesare.” Rödd Gios heyrðist að baki honum. „Bfllinn, ó, já.” Cesare sneri sér frá málverkinu og gekk I átt að bókaherberginu. Hann hafði ekki verið að hugsa um bllinn, ekki einu sinni um föður sinn. Þaö hafði einungis verið að renna upp fyrir honum hversu breytt aJlt var oröið. Hann hafði komið heim að striðinu loknu, og allt var horfið. Frændi hans hafði'þá verið búinn að eignast allt. Bankann, lendurnar. Allt nema höllina og nafnbótina. Frændi hans hafði aldrei fyrirgefið bróður sínum ættleiðingu Cesares, en hann hafði á þann hátt fyrirgert rétti hans á greifanafnbótinni, að bróðurnum látnum. Um þetta talaði ekki nokkur maöur, en allir vissu hvað honum fannst, þessum smásálarlega, lágvaxna manni, sem átti bank- ann. • Cesare varð bitur, þegar hann minntist þess, er hann fór til að hafa tal af frænda sínum. „Signor Raimondi,” hafði hann sagt yfirlætislega „Mér hefur verið tjáð, að faðir minn ætti peninga hjá yður.” Raimondi hafði gjóað kænlega á hann augunum handan skrif- borðsins. „Það, sem þú hefur heyrt, er ekki á rökum reist, kæri frændi,” sagði hann með sinni mjóu og skræku röddu. „Sann- leikurinn er sá, að þessu er ein- mitt öfugt farið. Greifinn sálugi, minn kæri bróðir, var svo óláns- samur að deyja frá skuldum sin- um við mig, sem voru gríðar miklar. Hérna I skrifborði minu hef ég skuldabréf, sem veðsetja höllina og allar lendur hans’ Þetta hafði verið sannleikanum samkvæmt. Allt var skýrt og skil- merkilegt samkvæmt laganna hljóöan. Viö ööru var ekki að bú- ast af Raimondi Cardinali. I þrjú HAROLD ROBBINS 4. ár aö strtöinu loknu, varö Cesare að lifa undir hrammi gamla mannsins. Honum háður á alla lund fór Cesare að hata hann. Hann þurfti jafnvel að koma á skrifstofuna hans til að fá peninga fyrir bilfari á skylminga- keppnirnar, sem hann sótti af miklum áhuga og ánægju. Hann hitti Emilio Matteo I fyrsta sinn seinnipart dags, er hann hafði einmitt verið I þvllik- um erindagerðum. Hann var inni I skrifstofu frænda slns I bankan- um, er hann varð var viö heilmik- ið uppnám úti á götunni. Hann sneri sér við og leit út um glerið á huröinni. Vel klæddur, gráhærður maður var á leið I átt aö dyrunum. Hvert sem hann fór hneigöu menn sig og beygöu. „Hver er þetta?” spurði Cesare. „Emilio Matteo,” svaraöi Rai- mondi. Hann var þegar staöinn upp til að fagna komu hans. Cesare lyfti brúnum i spurn. Hann hafði aldrei heyrt mannsins getið. „Matteo,” sagði frændi hans óþolinmóður til skýringar. „Hann er einn af Donum FÉLAGSINS. Hann er nýkominn frá Ameríku.” Cesare brosti. Þeir kölluðu það FÉLAGIÐ. Mafluna. Fullorðnir menn I strákaleik, blanda blóði og kalla hvern annan frændur. „Brostu ekki,” hreytti frændi hansútúr sér. „I Amerlku skiptir Félagiö geysimiklu. Matteo er auðugasti maður Sikileyjar.” Dyrnar opnuöust og Matteo gekk inn. „Bon giorno, signor Cardinali,” sagöi hann meö sterkum amerískum hreim. „Mér er heiður af heimsókn yðar, signor Matteo,” sagði Rai- i................ PENNAVIÐGERSIN Ingólfsstræti 2, sími 13271. 20 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.