Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 27

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 27
— Fæturnir.löfðu nær beint nið- ur og klærnar voru útglenntar, segja Karl Haug og Leif Petter- sen, þegar þeir rifja upp atburð- inn. Þriðji björgunarmaðurinn er látinn. — Hann leit út eins og hann hefði borið eitthvað þungt. Það voru þrir kjarnakarlar, sem klifruðu upp, og þeir voru öllu vanir. En hræðslan við það, sem þeir töldu að þeir myndu finna, greip þá heljartaki. Loks var orðið svo erfitt að klifra i fjallinu, að ekki var fært nema einum manni eftir efstu syllunni. Það var Jentoft Svein- , sem nú er látinn, sem tók að sér að fara siðasta spölinn. Og Jentoft fann Svanhild. Hún var þreytt eftir flugið og svaf — kannski hafði hræðslan lamað hana. Hræðslan við að horfa niður i hyldýpið og óttinn við stóru fugl- ana. Andlit hennar var énn vott af tárum, og á höfði hennar var sár. En hún skalf eins og hrisla i vindi og var gegnköld. Við kölluðum niður, að við yrð- um að fá ullarteppi, segja björgunarmennirnir, og þeir segjast einnig muna, að þeir klæddu litlu stúlkuna i föt af sjálf- um sér, áður en þeir lögðu af stað i hina erfiðu ferð niður aftur. Þótt stúlkan væri litil, seig i að bera nit ján kiló niður snarbratta fjalls- hliðina. Nokkrir þeirra, sem niðri biðu, tóku að klifra upp á móti þeim. Meðal þeirra var Halldor Han- sen, faðir Svanhild, sem grét af gleði, þegar hann fékk barnið sitt sitt aftur. Við f jallsræturnar beið Fossum læknir. Hann rannsakaði litlu stúlkuna, og um þá rannsókn segir hann nú: — Til allrar hamingju var hún vei klædd. Yst var hún i þykku ullarsjali, sem vafið var um háls hennar og höfuð og siðan i kross SvanhiUl hittir björgunarmenn sina i fyrsta sinn í fjörutiu og tvö ár. Karl Haug bendir á klettasyll- una, þar sem Svanhild lá. Auk þess eru á myndinni Han Hansen, bróðir Svanhild, og Leif Petter- sen, sem einnig tók þátt I björguninni. Beate litla Skillingstad lék hlutverk Svanhild i kvikmyndinni , sem gerð hefur verið um rán arnarins, og Svan- hild varð ákaflega lirifin af telp- unni. Þá má einnig sjá forsiðu Aftenposten, þar sem sagt er frá barnsráninu. Hærra og hærra. Mennirnir i brattanum sáu ránfuglana, semsvifu uppi yfir þeim. Það var ekki erfitt að sjá, að eitthvað óvenjulegt var á seyði. Fuglarnir báru sig að eins og væru þeir að verja eitthvað. Annar þeirra virtist örþreyttur. m + A. *.v0r<.„s hvnt, t, utan um brjóstifrog bundið á bak- inu meö tveimur sterkum hnútum. nnanundir sjalinu var hún i létt- um ullarkjól, siðan i tveimur undirkjólum, klukku og nærbol. Hið fyrsta, sem ég tók eftir, var að öll voru fötin götótt eins og örn heföi höggvið þau með klónum. Ég hafði átt erfitt með að trúa sögunni, en þegar sönnunargögn- in blöstu þannig við mér, var ég ekki i nokkrum vafa lengur. örn hlvtur að hafa verið aö verki. Björgunarmennirnir þrir eru sama sinnis. — Litið barn hefði aldrei komist upp brattann af eigin rammleik, segja þeir. — Við áttum I erfið- leikum með það. Atta klukkustundir liðu frá þvi Svanhild var fyrst saknað, uns hán var aftur komin til foreldra sinna. Mestallan þann tima hafði hún legið á litilli syllu i tvö til þrjú hundruð metra hæð uppi i fjall- inu. En i örmum föður sins varð hún söm og áður. — Það kom hræðilegur stór máfur og tók mig, sagði hún. — Hefði ég haft stein, þá hefði ég kastað i hann. Næstu mínúturnar mundi hún ekki, hvað hafði gerst — til allrar hamingju — en svo: — Ég vaknaði meö þennan stóra fugl uppi fyfir mér, og þá mundi ég, hvað pabbi hafði sagt mér,oggerðisvona,bætti hún við og sýndi, hvernig hún hafði baöað út handleggjunum og hrópað til þess að hrekja fuglinn burtu. — Lengst niðri sá ég ósköp litið fólk. En svo varð ég þreytt. Þreytt af að kalla á mömmu. Þreytt af að gráta. Þreytt af að veifa. Til allrar hamingju var þarna ofurlitill skúti, sem hún gat skriðið undir. Þar lá hún sofandi, þegar Jentoft Sveinsen kom og sótti hana. Svanhild Hansen hafði veriö bjargað. En sögunni var langt frá lokið. Mánuðum saman, já enn þann dag i dag, eru margir van- trúaöir á söguna. Mörgum veitist erfitt að trúa þvi, að örn geti flogið með 19 kilóa barn tveggja kilómetra vegalengd i allt að tvö hundruð metra hæð. — Það var ekki laust víð, að viö Lekabúar yrðum svolitið ergileg- ir yfir viðbrögðunum. Það lá við, að við værum kallaðir lygarar, og þó vissum við best sjálfir, að við sögðum satt, segja björgunar- mennirnir. Nú hefur reyndar verið gerö heimildamynd um atburðinn. Til allrar hamingju virðist Svanhild ekki hafa orðið fyrir neinum langvarandi áföllum af þessari reynslu. Hún giftist fyrir löngu og á nú uppkominn son Þó er ekki alveg vist, að at- buröurinn hafi ekki skilið eftir sig spor. 1 undirmeðvitundinni. Svanhild hefur nefnilega alltaf verið hrædd við að fljúga. Þegar henni var boðiö I ferðalag til Ameriku fyrir nokkrum árum, afþakkaði hún boðið. Hún þoröi ekki. Svanhild fór i sina fyrstu og siðustu flugferð fyrir 43 árum, tæplega fjögra ára gömul. 29. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.