Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 35

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 35
ÉG VIL EKKI GIFTA MIG Hún er kvenprestur og fráskilin. Hún og maöur hennar höföu tekiö aö sér fjögur fósturbörn sitt úr hverjum heimshluta, og viö skilnaöinn fékk hún foreldr%rétt- inn yfir tveimur þeirra, sem hún elur önn fyrir. Nú er hún barnshafandi og neitar aö giftast aftur.Hver faöir- inn er, segir hún, aö sé sitt einka- mál. Fyrir rúmu ári stóö hún líka i ströngu, þvi aö þá kröföust ýmis öfl innan kirkjunnar þess, aö henni yröi vikiö úr starfi fangelsisprests i Kaupmannahöfn. Henni var boriö á brýn, að hún væri of ögrandi, of kynþokkafull og róttæk til þess aö umgangast karlkyns glæpamenn.En fangarn- ir mótmæltu þessum ásökunum, og hún hélt stööunni. Gitte Berg er þrjátiu og átta ára og býr i Söborg, sem er út- borg Kaupmannahafnar, ásamt börnunum sinum tveimur og fjór- um fullorðnum.Þetta er eins kon- ar kommúna.t húsinu er hátt til lofts i öllum skilningi, þvi að ibúarnir eru allir ákaflega viö- sýnir og gera sér far um aö varast alla fordóma. Blaöamenn hittu Gitte aö máli á heimili hennar — einmitt daginn, sem á danska þinginu var fyrirspurn um, hvort ekki ætti að vikja henni úr em- bætti JVIikiö haföi veriöskrifaö um málið i dönsku blööin, en aö sögn blaöamannanna lét Gitte Berg sér hvergi bregöa. — Fulltrúi kristilega þjóöar- flokksins ætlar aö leggja fram fyrirspurn um þaö, hvort ég sé ekki of siðspillt til aö gegna prestsembætti, segir Gitte og brosir viö,— Ég ætla aö fara og hlusta á umræöurnar, en ég fæ ekki tækifæri til þess aö verja rnig i þingsalnum. Vildi ekki fóstureyöingu. — Datt þér ekki i hug aö sækja um fóstureyöingu, þegar þú varöst vanfær? — Mér datt þaö reyndar I hug, þvi að óteljandi erfiðleikar skutu upp kollinum. Ég var ekki viss um, aö ég gæti séö börnum min- um farboröa á sómasamlegan hátt, ég vissi ekki, hvort ég gæti haldið áfram andlegri iöju minni — lestri og þvilfku — þvf aö allir vita, aö kornabörn þurfa mikla umönnun.Og fóstureyöingu heföi ég áreiöanlega getaö fengiö, bætir Gitte viö hugsandi,— Ég er oröin töluvert gömul til aö ala barn, og ég á fjögur börn fyrir. Auk þess heföi veriö hægt aö halda fóstureyöingu leyndri. En gat ég variö þá lausn fyrir sjálfri mér, þegar ég sá fram á, aö léti ég eyða fóstrinu, héldi ég starfi minu eins og ekkert heföi i skorist, en ef ég eignaöist þaö.átti ég upp- sögná hættu? Endanleg ákvöröun min byggðist þó á þvi, að ég þótt- ist sjá, að ég tæki of mikiö tillit til viötekinna samfélagsnorma, án þess aö taka beina afstöðu sjálf. Móðir min átti lika mikinn þátt i þessu.Hún sagöist skyldu styöja mig af öllum kröftum, og þaö haföi ekki svo litiö aö segja.Ég verö þá ekki ein aö fást viö erfiðleikana, þvi aö tilfinninga- legt samband mitt við móöur mina mun aldrei biöa neinn hnekki.Það veröur öllu erfiöara með fööur barnsins. Gitte vill ekki láta uppskátt, hver hann er.Það er hennar einka- mál, segir hún.En hún segir, aö hann hlakki ekki siöur en hana til aö eignast barnið. Annaö hjónaband væri ekki siö- legt. Hjónaband kemur ekki til álita. Þaö væri ekki siölegt, segir Gitte. Hjónaband er ekki bara smámun- ir, sem hver og einn getur farið meö aö geðþótta. — Ég hef veriö gift i fimmtán ár. Þótt hjónaband mitt sé ekki i gildi lengur lagalega, er ekki hægt aö rjúfa öll tengsl min og mannsins mins — til dæmis aö þvi leyti, sem snýr aö börnunum.Viö erum enn ein fjölskylda. Börnin geta ekki litiö á annan mann sem fööur.Ég hyggst heldur ekki reyna aö fá þau til þess. Gitte fann lausnina i kommúnu- lifi. Þaö veitir ýmislegt, sem hjónabandiö útilokaöi —■ samveru meö öörum og meiri félagsskap. — Auðvitaö getur maöur reynt aö halda áfram að lifa i vonlausu hjónabandi og reynt að bæta það á allan hátt. Maöur getur lika reynt að finna annan maka. En þaö er lika hægt að finna annað lifsform fyrir fjölskylduna.Kirkj- an leyfir slikt vist ekki. Margir álita, að kirkjunni beri aö halda fast við gömul sjónarmiö, jafnvel þótt þau séu úrelt — og yppta svo öxlum á eftir og segja, að kirkjan nái ekki tengslum viö almenning. Þaö veröur aö endurskoða hjóna- bandsstofnunina. Mætti Gitte ráða, leyfði kirkjan til dæmis, aö kynvilltir menn og konur gengju i hjónaband meö maka af sama kyni.Hún álitur, aö endurskoöa veröi hjónabandiö sem stofnun, og þaö veröi aö vera fólki stuðningur en ekki kvöö. Kirkjunni ber aö dómi Gitte fyrst og fremst aö fara eftir boöoröinu: Þú skalt elska náunga þinn — ekki aö útiloka hann. 1 augum Gitte er þaö löstur kirkjunnar, hvað hún er ihaldssöm og heldur fast viö gildismat, sem átti viö fyrir heilli öld.Kirkjan á að vera byltingarsinnuö — og nær al- menningi. Boðorðin tiu og önnur lögmál eiga ekki alls kostar viö lengur i öllum tilvikum. Jesús braut öll lög. — Jesús haföi allar reglur og heföir aö engu, segir Gitte. — 1 þau þrjú ár, sem hann gekk um og prédikaði guðsriki, var hann alltaf aö lenda i vandræöum og útistööum viö samfélagiö, sem hann lifði i, og þá trú, sem meö- bræöur hans játuðu. Hann haföi meira aö segja boðorðin tiu aö engu á stundum — og hann var dæmdur til dauða eftir lögum gyöinga. — Eru boöoröin tiu þá ekki lengur i gildi? — Flestum finnst kirkjan vera „eitthvaö um boöoröin tiu”.Eins og kunnugt er hljóöar þaö sjötta svo: Þú skalt ekki drýgja hór.En boðoröin tiu eru gyðingdómur — ekki kristni.Kristni er þaö, þegar Jesús segir: Þér hafið heyrt, aö sagt var; Þú skalt ekki drýgja hór, en ég sei yöur, að hver sem litur á konu meö girndarhug, hef- ir þegar drýgt hór meö henni i hjarta sinu.Hver vill varpa fyrsta steininum? Meö þessu geröi Jesús þaö ómögulegt nokkrum manni aö vera viss um eigin full- komnun og hreinleikaJÞar að auki umvaföi hann utangarösfólkið i samfélaginu meö kærleika sinum eigingirnislaust og án þess að dæma og fordæma þaö um leið. Þá hlið kristindómsins mættum við gjarnan leggja meira rækt viö. * ÞEKKIRÐU LANDIÐ ÞITT? Hvaö sýnir mynd E? Hvaö sýnir mynd F? E F Krossið við rétta staö- inn. Vatnajökul. Eyjaf jallajökul. Snæfellsjökul. Nafn Krossið viö rétta stað- inn. Bessastaði. Viðeyjarstofu. Hóla f Hjaltadal. Heimilisfang Simi Áskrifandi Kaupandi i lausasölu. 29. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.