Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 40

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 40
mig dreymdi IVATNI Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Mér fannst ég vera stödd uppi í sveit í einhverju ó- kunnu landi. Veðrið var alveg óskaplega gott og þarna var mjög mikill gróður, og engu var líkara en einhver grænn bjarmi væri yfir öllu. Mér fannst þetta allt saman mjög fallegt. Ég gekk eftir mjórri moldargötu og með mér var einhver strákur. Mér þótti við vera á- kaflega kát og létt i skapi. öðrum megin við götuna var lítið aflangt vatn, og fannst mér við ákveða að synda í vatninu. Þegar við höfðum afklætt okkur, stakk strákurinn sér út í vatnið, og f annst mér ég bara standa og horfa á hann og dást að því, hvað hann gerði þetta vel. Svo hoppaði ég sjálf út í vatnið. Það var volgt, og mér leið óskaplega vel. Ég synti margar ferðir fram og aftur, og var alltaf að hugsa, hvað mér liði nú dásamlega vel þarna í vatninu. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. s.Þ. Því miður verður það að segjast eins og er: Þessi draumur er fyrir einhverjum veikindum. Samkvæmt því sem þú segir í niðurlagi bréfsins, sem ekki er birt hér, virðist vera um að ræða einhvern minni háttar kvilla, sem ekki getur talist alvarlegur, en þú átt erfitt með að losna alveg viðog veldur þér óþægindum. VÍSARNIR AF Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem m.ig dreymdi fyrir stuttu. Hann hljóðar svona: Mér fannst ég vera stödd á skrifstofunni, sem ég vinn á. Mér fannst ég standa í salernisdyrunum og horfa fram eftir ganginum. Ég sá þrjá viðgerðar- menn vera að setja gulan dúk á skrifstof ugólf ið. Svo sá ég þá vera að bera úr brúnan sóf a, sem er vanalega inni hjá forstjóranum, en ég sá ekki, hvort þeir komu honum alveg út úr dyrunum. Tveir menn og ein stúlka, sem vinna með mér, komu gangandi í áttina til mín. Þau töluðu saman og hlógu mikið. Þau settust við borð, sem stóð beint á móti salernisdyrunum. Ég tók engan þátt í gleði þeirra. Mér varð litið á úrið mitt, sem er gullúr, en það hafði stöðvast. Dálitlu seinna varð mér aftur litið á það, en þá var ég allt í einu komin með bleikt plastúr, sem einnig var stopp. Svo duttu vísarnir af því á gólfið. Mér fannst mamma standa þarna hjá mér, og ég sagði við hana: Sjáðu, vísarnir duttu af! Er það! sagði hún hissa. Með þakklæti fyrir ráðninguna. S.S. Skoðanir þínar og öll afstaða til tilverunnar breytist mjög á næstu misserum. LEITAÐ AÐ KÖTTUM I HLÖÐU Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða þennan draum! Ég og strákur, sem ég er hrifin af, vorum tvö ein inni í hlöðu og vorum að leita að köttum, sem týndust Við f undum þá nærri alla. Þó voru tveir eða þrír, sem við fundum ekki. Strákurinn kom svo nálægt mér, og ég f ann svo mik- inn unað af því, en svo leiddi hann mig út og sagði ekki neitt allan tfmann. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna og ráðning- una. K.K.S. Er þetta ekki bara dagdraumur, K.K.S.? Annars getur verið, að þú eigir von á mörgum gestum, en þeir geti ekki alveg allir komið. MYND AF PILTI Kæri draumráðandi! Mig langar til að þú reynir að ráða þennan draum fyrir mig! Mér fannsteins og einhver stelpa kæmi og rétti mér mynd af strák, sem ég er hrifin af. En þegar ég tók við myndinni, sá ég, að andlitið var alveg svart svo það var ekki hægt að greina það. Með honum á mynd- inni voru einhverjir tveir aðrir strákar, sem ég hélt, að væru bræður hans. Myndin af þeim var mjög skýr. Eftir því sem ég horfði lengur á myndina, skýrðiát' andlitið, en þegar það var orðið alveg skýrt, tók stelp- an myndina af mér aftur. Vinkona mín kom þarna að og varð ákaflega reið. Með þökk fyrir ráðninguna. Helga. P.S. Fyrir hverju er að dreyma mikið fyllerí? Pilturinn, sem myndin var af, er ekki allur þar sem hann er séður. Mikill drykkjuskapur í draumi er fyrir rosa. DRAUMUR, SEM KOMINN ER FRAM Til draumráðningamanns Vikunnar. Mig dreymdi draum. Ég var staddur á knattspyrnuvelli, sem ég hafði aldrei komiðá áður. Leikur var að hef jast. Þeim meg- in, sem ég var á vellinum, var enginn nema ég, en ég var á miðjum vallarhelmingi um það bil tíu til fimm- tán metra frá hægri kanti. Fullskipað lið andstæðinga hafði raðað sér upp við miðlinu. Engum venjulegum leikreglum var fylgt. Á vellinum voru hvorki dómari né línuverðir. Áhorfendur voru hins vegar óhemju margir. Knötturinn lá á miðlínu og einn andstæðing- anna tók langa atrennu, og reyndi með hörku skoti að senda knöttinn í opið markið min megin. Mér tókst að snerta knöttinn svo hann fór aftur fyrir endamörk skammt frá horninu. Ég hljóp á eftir knettinum, því að ég bjóst við því, að næst kæmi hornspyrna. Þá heyrði ég tilkynnt í hátalara: Knötturinn f innst aldrei. Leiknum er lokið. Draumur þessi er kominn f ram. Hann stendur ekki í neinu sambandi við íþróttakeppni. Hvernig er skrift- in? Ungur en gamall þó. Þú segist sannfærður um, að draumurinn sé kominn fram, og fæ ég þvi varla séð til hvers þú ert að senda hann, nema til þess að 4>rófa visku mína og spá- mennsku. Og það er ekki nema sjálfsagt að leyfa þér aðheyra þá ráðningu, sem draumráðandi telur líklega á þessum draumi. Þú og félagar þinir — sennilega á vinnustað — verða ósáttir, og þú stendur einn gegn þeim. Þig óar hálfpartinn við baráttunni, sem þú telur þig eiga fyrir höndum, en aðilar utan hópsins gripa inn í og koma i veg fyrir vandræði. önnur ráðning er einnig hugsantega á þessum draumi, en varla nema þú hafir haft einhver umsvif með höndum — atvinnu- rekstur eða því um líkt. Sé svo getur draumurinn bent til þess, að fyrirtækið komist í f járþröng, verði jafn- vel gjaldþrota. Skriftin er vel læsileg, en ekki falleg.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.