Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 3

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 3
Tveir sögufróðir menn i bæn- um, þeir Theodore A. Norelius og Everett Moberg (óskyldur skáld- inu) eru þess fullvissir, að þeir hafi fundið bæjarstæði Karls Óskars. — Þarna hlýtur bærinn hans að hafa staðið, segja þeir og benda á sitt hvorn enda stöðu- vatnsins. Stöðuvatnið er þarna, en bær Karls Óskars varð til i hug- myndaheimi Vilhelms Mobergs. Hinu verður ekki á móti mælt, að þarna settust margir sviar að og brutu frjósamt land til ræktunar. Nú búa þarna afkomendur sænsku innflytjendanna i þriðja, fjórða og fimmta lið, og þeir búa stórbúum. Frá Krónbergsléni einu, heimabyggð Mobergs, flutt- ust 62.000 manns vestur um haf. Hvað hefði orðið um þetta fólk, hefði það ekki getað flutt búferl- um til Ameriku? Svarið fæst kannski i nokkrum linum i sjálfsævisögu Vilhelms Mobergs, Frásagnir úr lifi minu, en þar vitnar hann i opinber skjöl frá miðri siðustu öld: „1 siðustu viku voru hér grafin tiu lík. Fjórir hinna látnu sultu til dauða og tveir frusu i hel.” Nú eru afkomendur þeirra, sem vestur fóru, auðugir menn. — En svo hefur ekki ætið verið, segir EverettMoberg, sem orðinn er áttatiu og tveggja ára og var mjólkurbússtjóri i Chisago County i þrjátiu og fjögur ár. Everett Moberg er trúlega mest- ur sérfræðingur núlifandi manna um sænsku innflytjendurna til Norður-Ameriku. Hann hefur ekki aðeins lesið allt, sem skrifað hefur verið um fólksflutningana, heldur hefur hann einnig komið sér upp miklu safni verkfæra og annarra eigna landnemanna. — Fyrstu árin voru hræðilega erfið. Fyrstu sviarnir hér þurftu ekki aðeins að erja jörðina með mjög lélegum verkfærum, heldur urðu þeir einnig að berjast við hleypi- dóma. Þeir báru gróna virðingu fyrir þvi, sem hinir riku i Sviþjóð höfðu ræktað og etið. Þess vegna liðu nokkrir áratugir, áður en þeir þorðu að reyna að rækta hveiti, sem smám saman varð aðalkorn- tegundin hér um slóðir. Fyrir hundrað árum voru kökur og brauðúr hveiti ekki á borðum hér nema á stórhátiðum. Vandamálin voru fleiri. Chippewaaindiánarn- ir voru vingjarnlegir, en sioux- indiánarnir voru harðir i horn að taka. Þá gengu einnig drepsóttir og skammt héðan er að finna fjöldagrafir þeirra, sem fórust i kólerufaraldri. Afi Everetts Mobergs fluttist vestur um haf i kringum 1850, og Everett talar sænsku, þó ekki sé hún lýtalaus. Hann er ákaflega stoltur af þvi að bera sama eftir- nafn og rithöfundurinn, sem skrifaði hina ógleymanlegu lýs- ingu á lifi og kjörum vesturfar- anna frá Sviþjóð, og hann er enn ekki búinn að gleyma þeirri gagn- rýni, sem Moberg varð fyrir vegna bóka sinna, en sunúm þótti hann gera litið úr „fólkinu, sem kannski voru bestu sviarnir”. Af- komendur þessa fátæka fólks búa nú i allsnægtum vestan hafs. Timarnir breytast á skemmri tima en rúmum hundrað árum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.