Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 4
Margir islendingar iöka golf sér til ánægju og heilsubótar, og aldrei hefur Iþróttin verið jafn vinsæl og nú. Fyrsti golfklúbbur- inn hér á landi var stofnaður 1934 að tilstuðlan Gunnlaugs Einars- sonar iæknis og kollega hans Val- týs Albertssonar, og er golfsam- bandið elsta sérsamband innan vébanda iþróttasambands ís- lands. Alitið er, að golf sé upp- runnið i Skotlandi á 15. öld, en sumir halda þvi fram, að það sé komið frá Hoillandi, þar sem menn léku nokkurs konar golfleik- á is með prikum. Orðið golf er af sama stofni og þýska orðið kolbe, TUNU" GRINIB Vikan heimsækir þrjá golfklúbba. Asgeir Nikulásson er formaður Keilis i Hafnarfirði. Hvaleyrar- völlurinn er sjávarvöllur og þægi- legur yfirferöar. Hann er 70 högga miöað við 9 hoiur. Við tók- um eftir þvi, að Asgeir var i þess- um sérstöku golfskóm, sem og fleiri golfarar, sem við hittum. Aðaicinkennið er þessi marg- brotna tunga framan á, svo og gaddar á sólum. ► Mikil spenna rikir á meðan verið er að koma kúlunni i holuna við enda hverrar brautar. Á meðan Elisabet A. Mölier kom kúlunni á sinn stað, heyrðist ekki hljóð f hinum keppendunum. Ellsabet keppti I kvennaflokki I Pierre Ho- bert keppninni. sem á islensku þýðir prik. En golf þýðir kólfur á Islensku, sbr. — eins og kólfi væri skotið. Golf var lengi vel eingöngu iðkað meðal aðalsmanna I Evrópu, en breidd- ist smám saman út til almenn- ings, og nú er golf leikið af háum sem lágum viða um lönd. A tslandi eru nú starfræktir 14 golfklúbbar. Á höfuðborgarsvæð- inu eru starfandi 3 klúbbar, Golf- klúbbur Reykjavikur, Golfklúbb- ur Ness og Keilir i Hafnarfirði, og eru virkir félagar i þessum klúbb- um um 600. í golfklúbbi Akureyr- ar, sem stofnaður var 1935, eru nú 125 félagar, og i golfklúbbi Suður- nesja eru félagar orðnir yfir hundrað. Golfklúbbar eru auk þess starfræktir á eftirfarandi stööum: Húsavik, Hornafirði, Akranesi, Selfossi, Vestmanna- eyjum, Siglufirði, Borgarnesi, Ólafsvik og Ólafsfirði. Fjöldi meðlima i þessum klúbbum er um 400 talsins. tslendingar hafa náð dágóðum árangri i golfiþróttinni á erlend- um vettvangi, og i fyrra var norðurlandamótið i golfi haldið á Grafarholtsvellinum og tókst með ágætum að sögn kunnugra. Eins og aðrar útiiþróttir er golfið mjög háð veðri og vindum, og er þvi sumarið aðal golftiminn hér heima. Fyrir stuttu fór Vikan á stúfana og heimsótti klúbbana þrjá á höfuðborgarsvæðinu i þvi skyni að kynnast starfsemi þeirra. A Nesvellinum stóð yfir Pierre Robert keppnin fræga, þegar okk- ur bar að garði i sólskinsbliðu. Margt var um manninn, sumir kepptu, aðrir fylgdust með. 1 huggulegum skálanum hittum við Pétur Björnsson aðal hvata- mann félagsins. — Reglulegur másiMm jWpl Mrnsmæmmm, ■ 4 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.