Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 12
 (VvCaCc^tiMC Elsta og reyndasta málningavöruverzlun landsins í nýjum húsakynnum aö Grensásvegi 11 — simi 83500. Erum einnigá gamla staönum Bankastræti 7 sími 11496. ocsturinn Hjákona eöa ekki..? Kæri Póstur! Þannig er málum vaxið, að ég er með manni, sem er 8 árum eldri en ég, hann er 26 ára en ég er 18 ára. Við erum búin að vera saman siðan 17. sept. sl. og elsk- um hvort annað mjög heitt. Við sofum saman aðra hverja nótt heima hjá mér (ég bý ekki hjá foreldrum minum), en hinar næt- urnar segist hann vera hjá systur sinni. Hann segir mér, að hann sé skilinn fyrir tveimur árum og eigi þrjá stráka. Við vorum að vinna á sama stað i allan vetur. Nú er hann hættur, en ég held áfram að vinna á sama stað. Samt erum við saman. Svo um miðjan mai, þá kynnist ég skólafélaga hans. Við hitt- um hann á balli en eftir það ball, fór þessi skólafélagi, hans að koma heim til min. Ég vildi ekk- ert með hann hafa, þvi að ég er með hinum (og það er alveg nóg). Eitt kvöldið seinast i mai, þá var vinurinn heima hjá systur sinni, aö ég helt. Þá kemur skóla- félagi hans og bað mig að hlusta á það, sem hann ætlaði að segja mér. Nú, ég gerði það, en hann sagði mér, að hann væri giftur (maöurinn, sem ég er með) og ætti fjögur börn, tvo stráka og tvær stelpur. En ég trúði honum ekki, rak hann á dyr og sagði hon- um að fara til andsk.. og koma ekki hingað oftar. Hann hefur ekki sést siðan. Svo var það laugardaginn 7. júni, að ég hellti vininn fullan og bað hann segja mér allan sann- leikann i þessu máli. Hann sagði mér sömu sögu og hann sagði mér fyrst, þegar við byrjuðum að vera saman. En það, sem hrjáir mig helst á nóttunni, er það. hvort ég eigi að hætta að vera með honum og trúa þvi, sem skólafélagi hans sagði um hann, eða ekki. Hvað heldur þú Póstur góður, hvað á ég að gera? Ég hefði haldið.að skólafélagi hans ætlaði að reyna við mig, ætl- aði að fá það hjá mér, en ég vildi hann ekki, sem betur fer. A ég að trúa manninum, sem ég er með, eða hinum? Ég treysti miklu frekar á manninn, sem ég er með, en á skólafélaga hans. Ég ætla að vona, að þú birtir svarið, þvi að ég ætla að kvitta með fullu nafni undir bréfið. Hvernig er þetta hrafnaspark hjá mér? Hvernig eiga fiskur (kk) og vatnsberi (kvk) og vatnsberar af báðum kynjum saman? Jæja, ég þakka þér allt gamalt og gott og birtu fleiri sögur, sem eru líkar sögunni Þögult óp, þvi að sú saga er fin. Kær kveðja, Ragnheiöur Andrésdóttir. PS Vinurinn gaf mér vinargjöf um daginn. en i fyrrinótt dreymdi mig að það slitnaði. Er það fyrir vinslitum ? R.A. Það eina, sem þú getur og átt að gera er að tala við elskhuga þinn og fá þetta á hreint. Segja honum alla söguna og krefja hann svara. Það þýðir ekkert að hella hann fullan, enda sýnir það best, að þú treystir honum alls ekki, og það er ákafiega lúalegt að reyna að veiða þannig upp úr honum sann- leikann og bera hann þannig að lygi, Ijúgi hann. Það er alls ekki vlst að hann ljúgi. Enn hefurðu engar sönnur þess, það stendur aðeins fullyrðing gegn fullyrð- ingu. Sé svo sem þú segir að þú elskir hann, þá getur þú ekki gert honum verra en vantreysta hon- um, og fram að þessu hefur öll framkoma þln I þessu máli borið fyllsta vottum vantraust. Getirðu ekki trúað honum og treyst, þá elskar þú hann ekki heldur aðeins sjálfa þig. Alltaf skal álíta mann saklausan uns sekt hans sannast. Komir þú frani við hann af trún- aði, þá hlýtur hann að gjalda i sömu mynt. Ilvað draum þinn varðar, þá veit Pósturinn ckkert um ráðn- ingar drauma, en hann býst við, að hann sé aðcins framhald af á- hyggjum vökunnar. Hrafnasparkið er alls ekki svo slæmt hrafnaspark. Þú ættir að venja þig af þvi að halla stöfunum ýmfst fram eða aftur. Ef fiskur skilur þörf vatnsbera fyrir nýjungar, þá getur hann krækt i hann. Samband vatnsbera er fyrirfram dæmt til að mislukk- ast. Hjá þeim vcrður aldrei neitl úr neinu. Vanþroska brjóst Kæri sáluhjálpari! Ég skal ekki iþyngja þér með ástamálum minum, það er annað og mikilvægara, sem liggur á hjarta mér. Ég er á sextánda ári og brjóst min eru ennþá ekki full þroskuð. Er ekki ástæða til þess að leita læknis? Ef hormónasprauta er úrlausnin, hvað mundi hún þá kosta u.þ.b.? Er hægt að fá hana hjá öllum læknum, og þarf að fá leyfi foreldra til þess??? Ég vona að ég þurfi ekki að fara út i neitt persónulegt til þess að svar fáist, en eitt get ég sagt þér, að ráð við þe6Sú myndi létta þungu fargi af hjarta mér. Fr. Fáfróð. PS. Það sakar ekki þó að þú segir mér hvað þú færð séð út úr skrift- inni. 12 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.