Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 14

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 14
HáBfuglinn Lenny Bruce (1925- 1966) var hálfguB ameriskra á- horfenda. Laun hans voru hin hæstu, sem um gat, og áhorfend- ur hans komu ekki aB tómum kof- unum hjá honum, þvl Lenny hafBi margt aB segja meB háBi sinu. Hann réBst harkalega gegn hvers kyns trUar- og kynferBisfordóm- um, og hann gerBi heiftarlegar árásir á kynþáttamisrétti og póli- tlska rotnun. Hann var handtek- inn æ ofan I æ, þar sem hann var aB skemmta, og ákærBur fyrir „klárn”. 1 kjölfar fangelsana fylgdu vitaskuld þreytandi og niB- urdrepandi réttarhöld. Þegar hann dó á dularfullan hátt (giskaö hefur veriö aö hann hafi tekiB of stóran skammt af herólni, og eins hefur þvf veriö haldiB fram, aö hann hafi framiö sjálfsmorö), varö hann sam- stundis píslarvottur I aug.um bandarlskra ungmenna, sem llktu honum viö hinn einstæöa Mark Twain. Engu er líkara en Lenny hafi séö fyrir hinn dapur- lega endi bandarlska draumsins, eins og hann birtist I My Lai, Watergate og stööugum CIA- hneykslum. Lennyplötur og Lennybækur seldust I milljóna- upplögum. ÞaB er þvi engin tilviljun, aö kvikmyndin um Lenny, sem gerö var átta árum eftir dauöa hans, hefur vakiö gifurlega athygli og hlotiö óskaplega aösókn. Leik- stjóri myndarinnar er Bob Fosse, sá sami og stýröi Cabaret. Mynd- in, sem er aö sumu leyti nánast heimildamynd um ást Lennys á nektardansmeynni Honey, sem Válerie Perrine leikur, veikleika hans fyrir vini og öörum örvandi lyfjum, andstyggö hans á heimin- um og viökvæmni hans, hlaut gullna pálmann I Cannes 17. mai I vor, og aBgangseyririnn, sem á- horfendur höföu þá greitt fyrir aö sjá myndina, var kominn upp I 28 milljón dollara, eöa I kringum 420 milljarBa íslenskra króna. ÞaB er sagt, aö framleiöendur myndarinnar hafi veriö hálfragir viö undirtektir almennings I Evrópu viö myndinni, vegna þess hve mjög hún byggir á persónu, sem fáir evrópubúar þekkja. Þeir ættu þó ekki aö þurfa aö hafa neinar áhyggjur af þvi, aö aösókn evrópumanna aö myndinni veröi ekki góö, þvi að það er enginn annar en Dustin Hoffman, sem fer meö hlutverk Lennys. Dustin Hoffman hefur sagt, aö hlutverk Lennys sé besta og mesta tækifæri, sem hann hefur fengið til þessa, og þá er töluvert sagt, þvi að minnsta kosti hlut- verk hans I Lital risanum (Little Big Man) bauö upp á ýmsa mögu- leika til að láta ljós sitt sklna. Dustin Hoffman býr I New York, og þegar hann lætur sjá sig þar á götum úti, þyrpist aö honum fólk og segir „Þakka þér fyrir Lenny!” Ekkert meira. Sumir kalla: „Dustin, Dustin!” og enn aðrir: „Lenny! Lenny!” Þetta bendir til þess, að Dustin Hoff- man hafi tekist að snerta þann streng I brjóstum fólks, sem Lenny áöur snerti. Hann er af gyðingaættum eins og Lenny, en Lenny baröist einmitt hvað hat- Sföustu mánuðina, sem Lenny liföi, var hann orbinn bitur og illa farinn andlega og likamlega. Dustin Hoffman hefur hlotiö ein- róma lof fyrir túlkun sfna á þess- um manni, sem eftir dauöa sinn varö nánast pfslarvottur. Lenny (Dustin Iloffman) var iðu- lega handtekinn fyrir klámfengin skemmtiatriöi, og færöur fyrir rétt. Hér færir lögreglumaður hann út úr réttarsalnum. rammlegast gegn alls konar kyn- þáttafordómum. 1 færri orðum sagt: Ungir bandarlkjamenn elska og dá Dustin Hoffman — þennan smá- vaxna (hann er 1.67 m á hæö), slöhæröa mann meö stóra nefiö. Dustin Hoffman tekur ekki að sér nein hlutverk, nema hafa áöur grandskoöað og gaumgæft hand- rit myndanna. Hann hefur engan umboðsmann og engan blaöafull- trúa. Þess f stað hefur hann litla skrifstofu, þar sem tekið er á móti öllum tilboðum og handritum, og þar sem I framtíðinni mun að öll- um líkindum veröa miöstöö Hoff- manmyndanna. Hoffman- „Endanleg ákvörðun um kvikmynd er ætiö tekin I klipparaherberginu, og þangað fá leikarar ekki að stíga fæti sínum. Sem meöframleiðandi fengi ég þó rétt til þess.” Ætli árangurinn yröi betri kvikmyndir? „Það er hreint ekki vlst. Kannski verri, en égyröi ánægöari meö þær. Eitt er vlst: Handrit segir aldrei nærri hálfa söguna um endanlega gerö kvikmyndar.” Hoffman leggur gífurlega hart aö sér viö undirbúning hvers hlut- verks.Til dæmis varði hann átta mánuðum til þess aö lesa bækur um Lenny og hlusta á plötur og segulbandsupptökur meðhonum. Ogvitaskuld þefaöi Hoffman uppi hvern einasta sjónvarpsþátt og kvikmynd, sem hugsanlegt var, að Lenny heföi komið fram I. Hann átti langar samræöur viö móöur Lennys, kynntist vinum hans og heimsóttu fyrrverandi konu hans. Siðan umskrifaöi hann handrit kvikmyndarinnar I sam- ráöi viö leikstjórann. Næsta kvikmynd Hoffmans er Allir menn forsetans (All the President’s Men), en þar fara hann og Robert Redford meö hlutverk bla öa ma nnanna tveggja, sem áttu mestan þátt I aö koma upp um Watergate- hneyksliö. Viö undirbúning þessa hlutverks varöi hann heilum mánuöi til aö kynnast vinnuaö- feröum blaöamanna Washington Post, og hann las allar þær Watergatebækur, sem hann komst yfir. Þegar Hoffman eitt sinn fyrir löngu stjórnaði sýningu á verki Murrays Schisgals vinar sfns Hvarvetna I borginni (All ov- er Town) á Broadway, tóku æf- ingamar fjóra mánuði, og hann prófaöi 1500 manns I hlutverkin. Kannski leggur Hoffman svo hart aö sér, vegna þess aö hann 14 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.