Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 16

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 16
Smásaga eftir Valdísi Óskarsdóttur 2. nóvember. Meö hverjum deginum sem liöur finn ég æ betur til þess, hversu dásamlegt þaö er aB eiga sál. Sál- in mln er svo óendanlega tær og falleg, hún hefur engan sérstakan lit eöa öllu heldur; hún ber alla liti. A morgnana getur hún veriö hvlt, á hádegi gjil, en um kvöld- matarleytiö rauögul. Stundum þegar vel liggur á henni, tek ég hana upp og lyfti henni upp i ljós- iö, þá er eins og gneisti út frá henni litirnir. Ég verö bergnum- inn og fell á kné. Heilagur Georg, hversu dásamleg er ekki þessi sál — min sál. Hún er min um alla eilifö, enginn getur tekiö hana frá mér. 4. nóvember t dag keypti ég k'istil handa sál- inni. Hann er úr eik, allur útskor- inn, sálinni fannst hann geypifall- egur, og ég lofaöi henni aö brenna nafniö hennar i kistulokiö, þegar ég væri búinn aö skira hana. Kistillinn er klæddur innan meö hvitu flaueli, þvi sálinni falla ekki sterkir litir. 7. nóvember. Ég fékk fri i vinnunni I dag til aö skira sálina mina, nú heitir hún Ofróska. Klukkan þrjú var allt til- búiö. Ég var búinn að kveikja á veggljósunum. ófróska vildi ekki hafa kerti, þvi hún er eldhrædd. Siöan bar ég eldhúsboröið inni stofu og lagöi á þaö hvitan dúk, tók fram silfurskálina, sem ég erföi eftir Sigöldu frænku, hellti i hana undanrennu og kom henni fyrir á boröinu eins langt til hægri og hægt var. Við hliðina á skálinni lét ég plastskeið, sem mér var gefin I isbúöinni á horninu, þessu næst tók ég kistilinn og lét hann á mitt boröið. A slaginu þrjú opnaöi ég kistilinn, las bæn eftir sjálfan mig. Þá tók ég sálina I vinstri hönd, en I þá hægri skeiðina, brá henni i undanrennuna og lét drjúpa á sálina einn dropa fyrir hvern staf i nafnihennar. 0 F R Ó S K A. Siöan lét ég sálina aftur i kistilinn, hægtog varlega, meöan ég söng þjóösönginn. 10. nóvember t dag opnaöi ég öfrósku-kistil i fyrsta sinn eftir skirnina sam- kvæmt hennar vilja. Hún sagöi þaö væri afarhollt aö fasta I þrjá daga eftir skirnina. Mikiö var dá- samlegt aö sjá ófrósku aftur og hafa hana milli handanna. Ég spuröi, hvort ég ætti að halda veislu henni til heiðurs og kynna hana fyrir vinum minum og kunningjum. Mér til mikillar undrunarbrástófróska hin versta viö og kallaöi mig og kunningja mina óþjóöalýö og sagöi ég ætti ekki skiliö aö eiga sál, úr þvi ég ætlaöi að halda sýningu á henni og stæra mig af henni. Siðan lét ófróska loka sig niöri kistlinum og bannaði mér aö opna fyrr en hún gæfi mér merki. 15. nóvember I dag fékk ég aö opna kistilinn hennar ófrósku. Hún var ósköp iörandi og baöst afsökunar á reiöikastinu. Ég baöhana lika um fyrirgefningu, og viö sættumst heilum sáttum. Nú finnst mér aft- ur dásamlegt aö lifa. 19. nóvember. ófróska og ég höfum þaö að venju aö fara I gönguferöir á kvöldin og um helgar og gánga um I klukku- stund eöa svo. Þá læt ég kistilinn hvila á handleggnum og opna hann ööru hverju, svo ófróska geti séö sig um. Hún er óánægö meö þaö fyrirkomulag og vill hafa kistilinn opinn allan timann, meöan á göngunni stendur, en þaö þori ég ekki. Ég er hræddur um aö hún ofkælist. Þá stakk ófróska uppá þvi aö ég saumaöi handa henni slá úr kattarskinni, sem ég geröi, og nú getum viö gengiö aö vild um götur og garöa. haröánægö. 21. nóvember. Mikiö er þaö dásamlegt aö koma heim úr vinnunni og vita af ein- hverjum, sem biöur eftir mér Þegar viö ófróska erum búin aö boröa, setjumst viö innl stofu, ég kveiki upp i arninum, og viö töl- um saman. Ég segi henni frá raunum minum og mótlæti — hún huggar mig og telur i mig kjark. Viö tölum um daginn og veginn, kunningja mina, en þeir eru fáir og fækkar stööugt eftir aö ég eignaöist sálina. Ég þarfnast þeirra ekki. Sálin er mér allt. Ég les fyrir ófrósku úr blööum og bókum. Hún hefur óþrjótandi áhuga á nútlmabókmenntum, en mér leiöast þær, samt les ég fyrir ófrósku úr þeim kvöld eftir kvöld. Ég geri allt fyrir sálina mina. 23. nóvember. ófróska er veik, og ég get ekki fariö I vinnuna. Ég veit hreint ekki, hvaö gengur aö henni, en hallast helst aö þvi, aö hún hafi fengiö einhverja bévitans um- feröapest. ófróska harðbannar mér aö hringja I lækni og segir hann muni aðeins troöa i hana einhverri ólyfjan, svo henni versni. Ég er búinn að mata hana á heitu kjötseyöi og dúða inni sængur, fá lánaöan rafmagns- hitapoka og gera allt fyrir hana, sem hugsast getur. Þaö eina, sem ég get nú gert, er aö biöa og sjá hvaö setur. 27. nóvember. ófróska er farin aö hressast, en aöfaranótt tuttugasta og fimmta hélt ég hún myndi deyja. Þaö var sú hræöilegasta nótt, sem ég hef upplifað. ófróska engdist sundur og saman, ég haföi varla undan aö þurrka af henni svitann, samt hriöskalf hún — þetta var undar- iegt ástand. En þaö hræöilegasta af öllu var þó, þegar hún byrjaöi aö tala i óráöi. Hjálpi mér heilag- ur Georg, ég þori ekki fyrir mitt litla lif aö skrifa þaö. 30. nóvember ófróska er oröin likamlega stál- slegin eftir veikindin, en ég er hræddur um, aö andinn hafi farið úr skoröum. Hún er oröin undar- leg, þolir ekki, aö ég lesi fyrir hana og vill alls ekki koma meö mér I gönguferöir. Oft hef ég staöiö hana aö þvi aö horfa grimmdarlega á mig. Annaö er þaö, aö ófróska er oröin hæöin og meinyrt, hún særir mig oft á tiö- um meö ruddalegu tali, og þaö er eins og hún njóti þess — en um leiö eins og hún taki ekki eftir þvi. Þegar ég sagöi henni frá þvi, baö hún mig um aö læsa sig niöri kistlinum. 7. desember. Allan þennan tima hef ég veriö miöur min og ekkert getaö skrif- aö. ófróska hefur ekki leyft mér aö tala viö sig. Ég er löngu búinn aB fyrirgefa henni sárindin, sem hún olli mér og segja henni þaö Linguaphune Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hetur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RET-T og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aö læra. Paydcno, Möfvs ( Qaa i l'cuxJtobus iAUMsév'o5(s ícá ?n LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 sími 13656

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.