Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 17
Ég er oröinn þræll hennar, hún hefur mig algerlega á valdi sinu. Ég er hættur aö umgangast annaö fólk og tala ekki viö neinn, en stunda vinnu mina enn sem kom- iö er. ófróska er aö gera mig brjálaöan. Ég hef fært henni allt, sem mér hefur dottiö i hug, að hún hafi gaman af. Myndakubba, marglita bolta, upptrekkta kalla og dýr, fótstiginn bil, rafmagns- járnbrautarlest, útvarp. sjón- varp, en hún hlustar ekki á mig. Ég grátbæni hana um aö leyfa mér að opna kistilinn, hóta henni öllu illu, lofa öllu fögru, hvisla, tala, öskra, enhún ansar þvi ekki. ófróska, ófróska — miskunnabu mér. 11. desember. A hverjum morgni áður en ég fer til vinnu minnar opna égkistilinn, svo ófróska geti athafnað sig, en hún hefur alltaf veriö komin ofani kistilinn áöur en ég kem heim, þar til i kvöld. Þá sat hón ofan á kistlinum. En hvaö ég varð glaöur. Ég færöi Ofrósku litinn fallegan, mórauöan, hrokkin- hæröan hund. Hún skiröi hann Skjóna. Henni fannst gaman aö hundinum og lék sér viö hann i langan tima, meöan ég horföi á. En hvernig sem á þvi stendur, þá viröist mér hundurinn hræöast hana. Samt leikur hann sér við hana, þaö er einsog hann þori ekki annaö. 15. desember. ófróska er á móti jólunum, svo ég held engin jól. Hún kallar þau auövaldshátiö. Mér er alveg sama. Ég sakna ekki jólanna, meöan ég hef ófrósku og Skjóna. 21. desember. Skjóni er alltaf jafn hræddur viö ófrósku, en hún lætur sem sér standi á sama um dyntina i hund- inum. Þó held ég henni sárni, hvernig Skjóni lætur við hana. Þegar ófróska heldur ég sjái ekki til, tekur hún i lurginn á Skjóna. 28. desember. Skjóni er dáinn. 1 dag þegar ég kom heim úr vinnunni fann ég Skjóna kyrktan inni i baðher- bergi. Það var hryllileg sjón, og ég ætla ekki að lýsa þvi, hvernig hann leit út. 11. janúar . ófróska hefur breyst. Hún er orö- in villimannlegri og er ekki leng- ur hin tæra, hreina, fallega sál, sem ég átti. Hún er gruggug. 13. janúar. 1 dag spurði ég ófrósku, hvort hún vissi nokkuö um fráfall Skjóna. Ég haföi varla sleppt orö- inu, er ófróska réöst á mig. Georg minn sæll og góöur, ég hélt hún ætlaöi aö ganga af mérdauö- um. Allt I einu sleppti hún mér, svo ég féll i gólfið og komst viö ill- an leik inni- herbergiö mitt, þar sem ég ligg nú. 15. janúar. ófróska kom til min I dag og baö mig grátandi um fyrirgefningu og sagöist harma áður nefndan at- burö. ó hve ófróska var vesöl, þegar hún baö um fyrirgefningu. Ég þoldi ekki aö sjá hana svo auð- mjúka, næstum skriöandi fyrir mér og tók hana I sátt. Ég faðm- aöi hana, viö grétum og kysstum hvort annað. Siöan geröum viö með okkur bræöralag um eilifa vináttu, hollustu og trúnað og sofnuðum siðan vært, hliö viö hliö. En hve mér leiö vel. Ég var alsæll. 19..janúar. Fljótt skipast veður i lofti. Nú er ég hræddur, já hræddur viö mina eigin sál — ófrósku. Hún er orðin aö óargadýri. Hún hefur bannaö mér aö loka kistlinum áöur en ég fer að sofa, segist vilja vera frjáls ferða sinna um Ibúðina. Nú er ég orðinn svo hræddur, að ég þori ekki að sofa á nóttunni. 23. janúar. ófróska er farin áð hafa þann háttinn á, aö hún lemur mig ann- an daginn, kjassar hinn og biður mig fyrirgefningar. Heilagur Georg. Ég er svo veiklundaöur, aö ég get ekki annab en látib und- an ófrósku. 27. janúar. Nú hef ég ekkert sofiö I viku af ótta viö öfrósku. Ég veit þaö nú, aö hún drap Skjóna, kyrkti hann. Viöbjóöslegt. Hún sagöi mér þaö sjálf á sinn djöfullega hlakkandi máta. Hvaö á ég aö gera? Þú seg- ir sjálfsagt, aö ég eigi aö losa mig viö ófrósku, en þaö get ég ekki. Ég er háður henni, get ekki lifaö án hennar frekar en hægt er aö lifa án súrefnis. 31. janúar. 1 dag réöst ófróska á mig, og ég er allur i sárum. Ég skil ekki, hvers vegna hún sleppti mér lif- andi. Hún ætlar liklegast aö murka úr mér lifiö smátt og smátt. 5. febrúar. ófróska er orðin svört. 7. febrúar. Nú er næstum mánuöur slöan ég mætti i vinnu. Siminn hefur hringt, bankað hefur verið - á dyrnar. Það er búið aö taka 'af mér hitann, og rafmagnið veröur tekiö af innan tíðar. Allan dáginn sit ég I einu horni stofunnar og mæni sem dáleiddur á ófrósku. Ég hef misst máliö og get ekki gefiö frá mér neitt hljóö. 9. febrúar. 1 dag var bariö aö dyrum og nafn- iö mitt kallað. Ég gat ekki hreyft mig og ekki heldur hrópaö, ein- ungis hnipraö mig betur saman 1 hominu. ófróska trónaöi á kistl- inum á borðinu og þaö hlakkaöi 1 henni, svartri og andstyggilegri. Heilagur Georg, hvaö þarf ég aö þola þetta lengi? 11. febrúar. ófróska sagöi mér I dag, aö ég muni deyja i nótt. Ég er ekki hræddur lengur, einungis óham- ingjusamur, þegar ég hugsa um allt, sem ég hef kastaö frá mér vegna Ofrósku. Ég dey I þeirri von, aö einhver finni dagbókina og læri af mistökum minum, þá hef ég ekki lifaö til einskis. 30. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.