Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 22
a& sér. Hann sneri sér ekki viö. Lifvörðurinn fyrir aftan hann mælti:,,Geturðu leyst mig af augnablik,, fed? Ég þarf að skreppa ak|ósettið áður en ég spring.” Hann heyröi ekki svar Jordans. Kúlan skoppaði á rautt. Hann tapaði. Hann leit niður og ýtti öðrum spilapeningastafla á svart. —0— Cesare sneri sér við og leit á Tvistinn, meðan Barbara beindi allri athyglinni aöfúlle|ötuhjólinu Skilaboð Matteos höfðu verið mjög nákvæm. Cesare var búinn að vera að fylgjast meö Tvistin- um Inæstum þrjá daga samfleytt. Þarna voru llfveröirnir. Þarna voru þeir alltaf. Einn við hvora hliö hans ogéinn fyrir aftan hann, sem sneri i hann baki, augu hans sifellt á veröi. Nú hvarf sá siöast nefndi á brott, og annar tók stöðu hans. Cesare sneri sér frá, rétt i þvi er maðurinn leit rannsakandi augum i áttina til hans. Hann hafði séð nóg. iýieð svolitilli heppni....Hann brosti með sjálf- um sér, er honum datt orðtakið I hug. Þetta voru orð, sem allir notuðu hér. Með svolitilli heppni tækist honum aö ljúka ætlunar- verki sinu hér i kvöld. Hann klappaði á öxl Barböru. „Ég skal ná I drykk handa þér,” sagði hann. Hún leit upp til hans og brosti, sneri sér si'ðan aftur við, niður- sokkin i spilið. Hann lagði af stað i áttina að barnum. Hann gekk i kring um borð Tvistsins og leit snöggvast við. Nú gat hann séð framan i Tvistinn. A andliti hans var einbeitingarsvipur. And- spænis Tvistinum sat þéttvaxin ljóshærö stúlka. Cesare varð starsýnt á hana. Stúlkan hallaði sér áfram og hann sá hvernig þrýstin brjóst hennar strekktu á mjóum hlýrunum, sem héldu uppi kjólnum. Allt I einu brosti hann. Hann vissi, að nú var stundin runnin upp. Nú skyldi hann gera það. Það var skritla, sem benti honum á hvernig hann skyldi bera sig til við það. Mjög gömul skritla, sem er sögð öllum þeim, er til Las Vegas koma. —0— Jordan leit þreytulega f kring um sig. Hann óskaði þess, að þessu verkefni væri lokiö. Þegar hann kom til F.B.I., nýkominn úr lagaskóla og fullur af áróðrinum, sá hann fyrir sér lif fullt af njósn- urum og eltingaleikjum við glæp- ona. Honum haföi aldrei dottiö i hug, að hann myndi eyða þremur mánuðum I það eitt, að leika barnfóstru ómerkilegs bófa. Hann leit yfir að borðinu hinum megini salnum. Þarna voru þessi tvö komin aftur. Þetta var ein- staklega ásjálegt par. Hanr minntist þess, er hann tók eftir þeim fyrsta kvöldiö. Það var eitt- hvað kunnuglegt viö þau. Eins og hann heföi séð þau áður. Ná- kvæmur, eins og hann var alltaf, athugaði hann þaö daginn eftir hver þau væru. Stúlkan var ein þekktasta sýningastúlka álfunnar, — Bar- bara Lang, ’Smoke And Flame’- stúlkan. Hann haföi séð andlit hennar i þúsundum snyrtivöru- auglýsinga. Maðurinn var Cesare Cardinali greifi, glaumgosi og kappaksturshetja. Hann sá að Cesare sagöi eitt- hvað viöstúlkuna og gekk af stað. Honum datt sumt af þvi I hug, sem hann haföi heyrt um mann- inn. Þetta var náungi, sem kunni að lifa lifinu. Þaö á að láta þessa riku evrópubúa um það. Þeir gefa skit I alla. Það var alls staðar eitthvaö um að vera, þar sem þeir fóru um. Þarna var hann með einni af fegurstu stúlkum Ame- riku, og það var ekki að sjá á hon- um. Hann tók þvi, eins og hann hefði- aldrei gert neitt annað. Hann leit aftur á stúlkuna. Allt, sem auglýsingarnar gáfu I skyn, var vissulega til staöar 1 raun- veruleikanum. Sumir hafa alltaf heppnina I för með sér. —0— Hér eru Alex Cord og Barbara McNair I hlutverkum sinum i myndinni Stiletto, eða Býtingn- um, eins og sagan heitir i þýðingu* Vikunnar. Cesare ninkraði við uns ljóskan rétti úr sér I stólnum. Hún sneri sér önuglega að fylgisveini sin- um, lágvöxnum, feitum manni. Hann lét hana fá nokkra seöla úr stóru knippi, og hún sneri sér aftur að borðinu. Cesare hélt af stað frá barnum meö glas i vinstri hendi. Hann gekk niður ganginn milli oorðanna. Bak við ljóskuna stansaði hann augnablik. 1 sama mund sneri stjórnandinn hjólinu og sleppti kúlunni. Hönd Cesares hreyfðist snögglega fyrir aftan stúlkuna, og hann lagði aftur af staö umhverfis borðið i átt að sinu borði. Hann var byrjaöur að finna fyrir æðaslættinum i gagnaugun- um og sársaukann. Svona var það alltaf. Sársaukinn byrjaði þarna og færði sig svo þrep eftir þrep niöur eftir likamanum. Hann þekkti orðið þennan sársauka og var hættur að óttast hann fyrir löngu. Þetta voru kvalir spenn ingsins, hættunnar, þess at standa frammi fyrir ómælisdjúpi timans, viti óminnisins. Hann var staddur fyrir aftan Tvistinn, sem sat með hendur undirkinnum oghvildi olnbogana á borðbrúninni. Lifvörðurinn var I þann veginn að snúa sér aö hon- um, þegar ópið heyröist. Lifvöröurinn snerist á hæli, hönd hans leitandi eftir byssunni I axlarhylkinu. Cesare hafði hraðann á. Hinum megin við borðið barðist ljóskan við að halda barminum inni i kjólnum. Það var vonlaus barátta. Um- búöirnar voru of þröngar fyrir innihaldið. Cesare sleppti rýtingnum og fann er hnifurinn rann upp ermina inn i sliðrið. Tvisturinn sat hljóöur i stól sinum, hreyfingarlaus. Lifvörðurinn sneri sér við. Cesare sá að hann var brosandi, er hann rétti Bar- böru drykkinn. Ljóskan var nú aö fara fram hjá borðinu þeirra, litli feiti maöurinn æöandi á eftir henni. Skræk rödd hennar barst til þeirra. ,,Þau slitnuöu ekki skal ég segja þér, þau gerðu þaö ekki! Þau voru skorin i sundur! Ein- hver....” „Uss, hættu nú beibi! Það horfa allir á okkur!” nauðaöi litli maöurinn. „Mér er andskotann sama!” hreyttihún út úr sér, er þau flýttu sér upþ"tröppurnar fram I setu- stofuna. Cesare og Barbara hlóu, og hún sneri sér aftur að borðinu til aö halda áfram við spilamennskuna. Jordan sneri sér við og leit niður á Tvistinn. Þarna sat hann hreyfingarlaus, meö hendur undir kinnum. Hjólið stoppaöi. Kúlan lenti á svörtu. Bankinn ýtti hrúgu af spilapeningum upp að þinum, þeim til samlætis. Tvisturinn hreyföi sig ekki. Framhald 1 næsta blaði 22 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.