Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 25

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 25
ur á kollusverðinum og venjuleg- um hársverði. Þær breytingar hafa einnig oröið á, að nú eru toppa- og kollumótin af staðlaðri stærð, en efnið I þeim er þannig, að meö þvi að hita það á sérstak- an hátt, er hægt aö laga það i hendi eftir höfuðlagi viðskipta- vinarins. Nú er frágangurinn hjá mér fólginn i þvi að ganga þannig frá toppnum og klippa hann eftir ósk kaupanda, en hársiddin á toppunum er frá fimmtán til tutt- ugu sentimetrar frá framleið- anda. Oftast klippi ég toppana I tveimur áföngum og læt liða nokkra daga á milli, svo að við- komandi hafi áttað sig til fulls á toppnum og hvernig hann vill hafa hann. — Eru menn ekki feimnir að leita eftir hárkollu hjá þér? — Menn eru auðvitað svolitið viðkvæmir fyrir þessu, en til að fyrirbyggja, að menn, sem ætla að fá sér topp, verði fyrir þvi, aö stööug örtröð sé á stofunni, með- an þeir fá afgreiðslu, höfum við haft þann hátt á að hafa alla þjón- ustu og afgreiðslu vegna topp- anna utan venjulegs opnunar- tima. Þá hringja menn og panta tima og geta verið öruggir um að fá sina afgreiðslu i ró og næði. — Hefurðu tölu á þeim mönn- um, sem þú hefur útvegað topp? — Ekki nákvæma, en ég giska á, að þeir séu hátt á þribja hundr- að á þessum fimm árum. Þeir hafa verið á öllum aldri, allt frá sautján ára og upp i áttatiu og tveggja ára. Sá sagðist hafa verið sköllóttur i rúm sextiu ár og hefði mikið viljaðgefa fyrir að fá svona topp fyrr, þvi að hann hefði aldrei sætt sig við skallann. Þvi miður virðist mér það sé að færast- i vöxt, að ungir menn þurfa á hár- toppum og kollum að halda. Til dæmis hef ég nokkrum sinnum pantað kollur fyrir menn, sem misst hafa hárið algerlega á stuttum tima vegna sjúkdóma. Sllkt er auðvitað hastarlegt, þvi að skalli gerir menn miklu elli- legri en ella. Ég man eftir einum manni, sem hafði komið hingaö nokkrum sinnum og litið á toppa hjá mér og var ákaflega spenntur fyrir þvi að fá sér topp. Svo kom hann hingað með konuna sina til þess aö hún gæti séð, hvernig hann liti út með topp. Hún sat lengi þegjandi, og ég var að sýna þeim, hvernig toppurinn kæmi út á manninum, en allt i einu stóð hún upp og sagði: Nei, þú verður allt of unglegur með þetta. Þar með voru þau farin út, og ég hef ekki séð þau siðan. — Hvernig eru hártopparnir þrifnir? — Topparnir með netbotninum eru hreinsaðir með sérstöku bensini, en toppa með plastbotni má þvo með sjampói, sem til þess er gert. Það er ákaflega mikil- vægt, að toppar og kollur fái rétta meðferð — bæði til þess að þeir endist betur og eins til þess að þeir séu fallegir. Þvi miður hef ég orðið var við, að sumir menn nota fallega og klæðilega toppa eins og húfu, en ekki eins og hár. Ég var svo heppinn, að i þessu rakst maöur, sem notað hefur hártopp undanfarin tiu ár, inn á Það er ótrúlegt, hve hártoppur getur breytt útliti manna. Svona var hann — svona varð hann. ODRUM / HOFBINU frá Frisetta eru unnir ýmist I Singapore eöa Hong Kong, þar sem vinnuaflið er miklu ódýrara en hér á Vesturlöndum, og það munar gifurlega miklu á verði, þvi að hvert einasta hár toppsins er þrætt sérstaklega i höndum. — Framfarir i hárkollugerð hafa veriö ákaflega örar á undan- fömum árum, og á þeim stutta tima, sem ég hef fengist við þessa þjónustu, hafa orðið miklar breytingar. Fyrsth kollurnar, sem ég útvegaði, voru með net- botni. Þá voru nokkur hár hnýtt saman I netið, og siðan var plast limt yfir aö innan. Hárkollur hafa verið gerðar á svipaðan hátt og þennan öldum saman, svo að þessi aðferðer ævagömul. Þessar kollur hafa þánn galla, að hver einastileíkmaður getur séð þaö á hárkollusverðinum, að um kollu er að ræða, þótt hún sé vönduð að allri gerð og úr góðu hári. Fyrir um það bil tveimur árum breytt- ist þetta mikið, og nú er tvöfaldur plastbotn I toppunum. Hvert hár fyrir sig er þrætt gegnum efra plastiö, og siðan er annað plast sett innan I. Þetta er gegnsætt plast og þegar hörundið kemur undir, sést lftill sem enginn mun- 30. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.