Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 29

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 29
Viö hefðum ábyggilega heyrt frá henni, ef hún væri á lifi. Það var eitt, sem ég hafði varla þorað að hugsa og alls ekki fundið orð til að lýsa; ekki einu sinni hugsa með sjálfri mér. En nú gat ég komið orðum að þvi við Mark og ég sagði svo lágt, aö þaö var aöeins hvisl: — Segjum svo að þær hafi hist, ég á viö Rúsu frænku og stjúpmóður mina. Gæti það hafa verið örlagarikt, — hættulegt...? Einhver óljós mynd af hræði- legum atburöi leið fyrir sjónir mér, svo að ég stóð bókstaflega á öndinni. — Þú veröur að hvila þig, ég hefði ekki átt að láta þig tála svona mikið. Má ég segja afa þetta? Og þegar ég kinkaði kolli, sagði hann: — Við kippum þessu öllu i lag, og vertu alveg róleg. Hann var svo öruggur og traust- vekjandi, aö mér leiö strax betur, þakklát forsjóninni, sem hafði leitt mig til hans aö lokum. Daginn eftir komu þeir, Mark og afi hans, til að tala við mig. Þegar ég þakkaði gamla mann- inum fyrir alla gestrisnina og tuldraði eitthvað um, að ég þyrfti að fara að koma mér heim, tók hann fram i fyrir mér. — Þú mátt ekki láta þér detta i hug, að fara fyrr en þú ert alveg búin að jafna þig. Eftir það sem Mark hefur sagt mér, þá hefur þú gengið i gegnum mikla erfiöleika Ég lit svo á, að ég sé ábyrgur fyrir öryggi þinu og ég ætla ekki að sleppa af þér hendinni, fyrr en þú er komin til frænku þinnar og systur á Whight-eyju. Þegar hann sá, að ég var alltof undrandi til að svara, hélt hann áfram: — Þú sérð það sjálf, stúlka min, að hver svo sem þessi manneskja er, sem hefur þannig umturnaö lifi þinu. þá hefur hún gifst föður þinum á fölskum for sendum, upplognu nalm og ég held að yfirvöldin hljóti aö lita á það hjónaband sem ógilt. Hún hlýtur að hafa tekið pen- inga úr bankanum úr dánarbúi föður þins, þessutan tekið verð- mæta hluti og haft á brott með sér. Þetta verður allt aö komast i hendurnar á góðum lögfræðingi, en... — Ó, nei, ekki það. Við gætum ekki gert henni það. Einhvern tima gæti ég kannski fundið út hve mikið hún hafði haft af okkur, en nú gat ég ekki hugsaö um neitt nema Rósu frænku. —- Ég verð aö finna út hvað hefur komið fyrir hana. Hún á engan að nema mig. Þaö er verst, að enginn veit hvar hún er. Þeir stóðu báöir þöglir, en svo náði herra Aylward i stól og sett- ist viö hliö mér. — Þaö horfir allt ööru visi við með frænku þina. Það hlýtur að hafa verið einhver ástæða fyrir þvi, að hún vildi ekki koma til ykkar. Nú hefur þú talaö nógu mikið, ungfrú Ellen. Þú ert náföl. En þegar þú ert oröin hressari, þá er full ástæöa til aö athuga, hvað kom frænku þinni til að haga sér eins og hún gerði. Áhrifin af orðum hans juku aðeins undrun mina. Ég fór inn i svefnherbergiö og ætlaði að fara beint i rúmið, en hné niður i stól viö gluggann. Ég var trufluð i dapurlegum hugsunum minum. Fyrst heyrði ég einhverja hreyfingu i næsta herbergi, svo hrökk hurðin upp og litil stúlka, svo litil að hún steig i svuntuna sina og valt inn á gólfið hjá mér. Hún haföi mikið ljóst hár og haföi misst af sér annan skóinn, svo hún settist á gólfið og fór að toga af sér sokkinn, hjal- andi glaðlega við sjálfa sig. — Komdu til min. Ég breiddi út faðminn, en hún staulaöist á fætur og skokkaöi út. Ég beiö — vonaði að hún kæmi aftur. Hún var eiginlega svo lik myndum af Lucy, sem voru teknar þegar hún var litil. Þegar frú Darwen kom til að sitja hjá mér stundarkorn, fannst mér eins og gátan væri að leysast. Var það augnaráð hennar sem orsakaði þennan hjártslátt? — Er litla stúlkan dóttir þin? sagði ég. — Já. — Hvaö heitir hún? Hún stóð eiginlega á öndinni og augu hennar voru tárvot. — Lilith, sagöi hún. — Það var lika nafn móður minnar. — Já, Ellen, hún mamma þin blessuð hét lika þessu nafni. Ég lagðist á kné fyrir framan hana og lagði höfuðiö i kjöltu hennar. — Rósa frænka, sagði ég. — Hvar hefur þú verið allan þennan tima. Það liðu margir dagar þangaö til ég var búin aö heyra alla sögu Rósu frænku. Ég man það nú hve klaufalega ég fór aö þvi, i ein- feldni minni, að fá hana til að leysa frá skjóðunni — Ég vildi að einhver væri hér, sem ég gæti sagt frá þessu, ég vildi að Lucy væri hér, svo ég gæti sagt henni þessi gleðitiðindi. — Þú verður að fara til hennar, strax, þegar þú ert oröin nógu hress til þess. Það getur verið aö ég fari með þér, ég þarf að hitta Lumley frænku. — Þú hefur þá heyrt allt sem búið er að ske? — Já, herra Aylward sagði mér það i morgun. En þangað til vissi ég ekki annaö en það sem Mark sagði mér, að þú ættir stjúp- móður; þá fyrst vissi ég að faðir þinn hafði kvænst aftur. Ég vissi ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGENI Golf ÓVENJULEGA ÓVENJULEGUR Það er alveg sama hvernig litlð er á Golf-inn, þá er hann óvenjulegur bill. Þó hann sé aðeins 3.70 m. á lengd, þá er hann rúmgóður fimm manna bíll. Þetta er mögulegt vegna þess, að hjólhafið er langt og vélin er stað- sett þversum, Ennfremur vegna þess, að Golf-inn er óvenjulega bi iður eða 1.60 m. Goif er fáanlegur þriggja eða fimm dyra, að meðtalinni stórri aftur- hurð. 350 litra farangursrými, sem er hægt að stækka í 698 lítra með einu handtaki. Það er ekki einungis i farþega- og farangursrými sem Golf-inn býður upp á óvenjulega kosti heldur einnig undir vélarlokinu. Þar er vélin sem liggur þversum með yfirliggjandi kambás, tvær stærðir 50 ha — eða 70 ha. sem eyðir 8 litrum á 100 km. Aflið sem vélin framleiðir svo auð- veldlega kemur að fullum notum í akstri. Golf hefur óvenjulega mikla spor- vídd og hjólhaf. Hann er fram- hjóladrifinn. Óvenjulega stórár dyr. Óvenjulega örugg og aflmikil vél. Óvenjulegt rými inni. Óvenjuleg.sporvídd og hjólhaf. Óvenjulega hagkvæmuri rekstri. ®Óvenjulega vel fjaðrandi. Óvenjulega auðveldur i hleðslu og afhleðslu. LAUGAVEGI 170—172 — SIMI 21240. 30. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.