Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 40

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 40
niig cffleymdi HÖNDIN AF Kæri draumráðandi! Mig dreymdi fyrir stuttu draum, sem veldur mér miklum áhyggjum. Mig dreymdi, að ég væri búin að missa hægri höndina. Með fyrirfram þökk. f.F. Þú verður fyrir einhverju f járhagslegu tjóni, eða ó- væntum útgjöldum. I bió Kæri draumráðandi! Ég er búin að vera hrifin af strák nokkuð lengi. Hann býr í næsta húsi við mig, en ég þekki hann ekki neitt. Hann er nokkrum árum eldri en ég. Það veit ég um hann, og ég veit, hvað hann heitir. I nóttdreymdi mig hann. Ég var i herberginu hans ásamt vinkonu minni. Henni leist eitthvað illa á gluggatjöldin hans, svo ég bauðst til þess að falda þau, en þau voru mjög þykk. Hann spurði okkur, hvað við ætluðum að gera á laugardaginn, og við sögðumst ekkert sérstakt ætla að gera. Þá bauð hann okkur í bíó. Þegar í bfóið kom, sat ég við hlið vinkonu minnar, en svo var eitt sæti autt milli mín og hans. Hann hafði einhver orð á því, að milli okkar væri sæti, en ekki varð neitt úr því, að hann settist í sætið við hliðina á mér, en ég var alltaf að vona það. Draumurinn var ekki lengri. Fyrirfram þakkir, ef þú vilt vera svo vænn að birta þetta fyrir mig. Anna. Þessi draumur er ábending til þin um það, að sakir aldursmunar þíns og piltsins væri ráðlegast fyrir þig að reyna að hætta að hugsa um hann, að minnsta kosti næstu árin, eða uns aldursmunurinn hættir að skipta eins miklu máli. í kirkjugarði. Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum: Mig dreymdi, að ég, mamma, pabbi og bróðir minn lægjum á spýtum, sem var búið að láta á tvö leiði uppi í kirkjugarði. Þá kom af i minn, sem er dáinn, til okk- ar, og sagði eitthvað, sem ég heyrði ekki hvað var, við mömmu. Síðan kom hann til min og ég bað hann að krossa yf ir mig, sem hann gerði. Síðan fór hann. Ég vona, að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig, kær kveðja. Gúa* Það er ætíð fyrir góðu að dreyma látinn ættingja sinn, ef hann er vingjarnlegur við dreymanda. Því .er ekki ástæða til annars fyrir þig en búast við því, að þér vegni vel að flestu leyti næstu árin. I klettum. Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig um að ráða þennan draum f yrir mig. Mig dreymir mjög sjaldan svo ég muni eftir, en þessi draumur var sérstaklega skir. Mér fannst ég vera stödd í bil með mági mínum (bróður mannsins míns), og fannst mér við aka um himinháa kletta, sem voru rauðbrúnir á litinn. Mér fannst ég vera að halda framhjá manninum mínum með þessum bróður hans, þó ekki líkamlega. Ég var í náttfötum. Allt í einu birtist maðurinn minn hjá einum klettin- um. Hann reif upp bíldyrnar mín megin og sló mig svo fast í andlitið, að ég fékk blóðnasir. Síðan hvarf hann. Svo var ég komin heim til tengdaforeldra minna, og tengdamóðir mín spurði mig, hvar maðurinn minn væri. Ég sagði henni, að hann væri týndur. f því kom kona, sem heitir...., og' sagði, að það væri verið að leita að honum. Um leið benti hún upp í f jallshlíðina. Þar sá ég sjö menn með hjálma vera að leita að honum. Þó var eins og ég sæi ekki mennina sjálfa heldur aðeins hjálmana. Þessu næst fannst mér ég vera stödd hjá skúr og var tengdamóðir mín þar hjá mér. Ég var að álasa henni fyrir, hve tillitslaus hún hefði álltaf verið við okkur, og ég bætti við: /Etli hann sé ekki búinn að drepa sig? Þá fór tengdamóðir mín, en kom aftur að bragði og sagði, að það væri alveg rétt hjá mér, að hún hefði verið tillitslaus við okkur. Svo f annst mér ég vera f arin að leita sjálf að mann- inum mínum, og hugsaði ég með mér, að hann hlyti að vera hjá klettunum. Ég fór þangað og kallaði og kallaði innan um klettana. Þar sá ég hann sitja hátt uppi í hömrunum í jógastellingum. Hann var klæddur í morgunslopp og hafði hönd undir kinn, og var mjög hugsi. Bak við hann voru háir klettadrangar — rauðbrúnir á litinn og mynduðu eins konar kórónu, og allt í kringum hann var ákaflega bjart. Ég kallaði upptil hans. Fyrst heyrði hann ekki til mín en þegar ég kallaði aftur, leit hann niður til min og brosti eins og sól í heiði. Ég ætla að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig eins fljótt og þú getur. Með kveðju. þff. Fyrst verð ég að biðja þig afsökunar á þvi, hvað þú hefur verið dregin á svari, en draumarnir hrannast upp á borðinu hjá mér, svo að engin von er að ráða þá alla, og alltaf verða einhverjir útundan. Draumurinn þinn er fyrir því, að maðurinn þinn vinnur eitthvert afrek— kannski ekki svo almenningi verði kunngert. um það, heldur sigrast hann á ein- hverjum erfiðleikum, sem hann hefur átt við að stríða, og hafa komið niður á ykkur báðum og ykkar nánustu. Þegar sigurinn er í þann mund að vinnast, finnst þéreinsog þú hafirá einhvern hátt brugðist þér og honum, en ef að likum lætur, ættirðu að geta unnið bug á þeirri tilfinningu. Kysst nauðug. Kæri draunráðandi! Fyrir stuttu dreymdi mig draum, sem mig langar að fá ráðningu á. Þetta mán ég af honum: Mér fannst ég vera inni í helli, og var pínulítil Ijós- glæta þar. Ég leit í kringum mig, þvi að mér fannst einhver vera að horfa á mig. Ég sá engan, en allt í einu fann ég, að eitthvað var að skríða á hálsinum á mér. Brátt uppgötvaði ég, að þetta var lítil slanga. Ég reyndi að festa hönd á henni, en tókst það ekki f yrr en eftir nokkra stund, en þá var hún búin að bíta mig aft- an í hálsinn. Ég tók hana og henti henni f rá mér, en þá birtist fyrir framan mig maður, sem mig hefur oft dreymt og aldrei fyrir góðu. Hann horfði undarlega á mig og sagði brosandi: Nú ert þú mín eign. Ég neitaði því. Þá brosti hann meira og kyssti mig gegn vilja mínum. Með fyrirfram þakklæti. Lísa. Einhver narrár þig til að taka þátt í vafasömu fyrirtæki. Þú sérð eftir því, en um seinan, því að þú verður fyrir einhverju áfalli vegna þessa. ) VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.