Vikan

Tölublað

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 44

Vikan - 24.07.1975, Blaðsíða 44
SViCiMM í TAUGARMAR A RÉR7 Margir eiga erfitt með að átta sig á þvi, hvernig hægt er að gera þröngan stiga og stigaganga i gömlum húsum liflega og skemmtilega. Hér eru tvær hugmyndir, sem kannski geta orðið einhverjum að liði. Nú er algengt, að fólk festi kaup á gömlum húsum á fleiri en einni hæð, og þá stendur það iðulega frammi fyrir þvi vandamáli, að stiginn er þröngur, dimmur og óaðlaðandi, og það er mjög niðurdrepandi og leiðinlegt, þvi að það er einmitt stiginn, sem öll fjölskyldan notar hvað mest. öllum þeim, sem við þetta vandamál eiga að striða, er hér með ráðlagt, að vera óragir við að nota bjarta og glaðlega liti til að lifga upp á stigann hjá sér og um- hverfi hans. Það er sama, hvað stiginn er þröngur og óþægilegur — réttir litir geta breytt honum i fallegan og notalegan tengilið milli hæðanna. Hér á opnunni sjást tveir stigar og stigagangar. Á annarri myndinni sést, hvernig liflegt veggfóður á loftinu dregur úr lofthæðinni, svo að stiginn verður ekki nærri eins hár og brattur á að sjá. Hin sýnir ljóslega, hvernig breyta má löngum, mjóum og dimmum stigagangi i hlýlegan og aðlaðandi hluta hússins. Sé stigagangurinn dimmur og óaölaðandi er erfitt aö ganga framhjá bláum og gulum litum viö litaval, þegar llfga á upp á hann. A þessari mynd sést stigagang- ur, þar sem lofthæöin er of mikil, til þess aö hann geti oröiö nota- legur. Til þess aö draga úr hæö- inni, hefur rósótt veggfóöur veriö sett á loftið. Þetta veröur einnig til þess, aö stiginn hættir aö veröa ill nauösyn Ihúsinu. Gætiö þess aö hafa vegg- ina einlita, ef þiö setjið veggfóöur I loftiö. Annars er hætt viö þvi, aö litadýröin veröi yfirdrifin. Takiö eftir þvi, hvernig guli lit- urinn á hurðinni I senn friskar upp á andrúmsloftiö i stigagang- inum og styttir hann og breikkar. Auk þess er guli liturinn alltaf vingjarnlegur. Til þess aö spara fé, var þessi stigi ekki teppalagður, heldur málaöur meö gólfmálningu i hlý- legum lit. Bláar dúkflisar voru lagöar meö veggjum i ganginum. 44 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.