Vikan

Tölublað

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 4
morgni, og tveir var&mennirnir voru ekki á sinum staö.Fidel fann mjög a& þessu.” Baudillo Castellanos hefur veriö vinur Fidels sf&an þeir stunduöu saman laganám. Ariö 1953 var hann verjandi Castros i máli, sem Batista, þáverandi einvaldur og herforingi á Kúbu, höf&áöi gegn honum. Eftir bylt- inguna varö Castellanos sendi- herra Kúbu i Paris. Fram- kvæmdastjórn rommverksmiöj- unnar er þriöja starfiö, sem þessi lögfræ&ingur gegnir. „Mér þykir óumræöilega gaman að vinna aö uppbyggingunni,” segir hann. Klukkan er orðin sex og frl- kvöld framundan. Verkamenn 9. byggingardeildar bregöa á leik I byggingunni, og á þeim er ekki teljandi þreytu að sjá, þótt þeir eigi tiu stunda vinnudag aö baki. Þeir búast til baseballleikja og annarra Iþróttaiökana, sem þeir stunda aö loknum kvöldveröi. Þeir sofa I búöum viö bygginguna I smlðum.Þegar þessi verksmiöja er risin, flytja þeir sig til næstu byggingar. Byggingardeildirnar vinna 55 stunda vinnuviku. Allir aðrir verkamenn vinna 44 stunda vinnuviku. Annan hvern sunnu- dag eru unnar 4 stundir I yfir- vinnu.. Lægstu laun eru í kringum 19.500 krónur á mánuöi. Skattar eru óþekkt fyrirbæri á Kúbu. Rik- ið er rekiö á ágóðanum af fram- leiöslunni. Allir fá fjögra vikna orlof á ári. Karlar komast á eftir- laun sextugir og konur fimmtlu og fimm ára. Húsaleiga er aldrei hærri en sem nemurtlu prósent tekna. Menntun og heilbrigðis- þjónusta er veitt án endurgjalds. „Hins vegar þurfa allir að greiða nokkurn hluta af lyfjum,” segir Castellanos. „Og ekki er lengur taliö nauösynlegt aö reka mat- stofur, þar sem matur fékkst án endurgjalds.” Hvaö fær hann I laun sem verk- smiðjustjóri? „78.000 krónur — eins og Fidel. Ég fékk sömu laun sem sendiherra I Parls. A Kúbu halda menn sömu launum, þótt þeir skipti um starf. Yfirleitt fá verksmiöjustjórar 58.500 krónur á mánu&i.” (Pedro bilstjóri fær 29.250 krónur og Raúl túlkur 39.000 krónur á mánuði.) Er hætta á þvl, að tæknimenn og menntamenn myndi nýja yfir- stétt i landinu? Cstellanos svar- ar þessari spurningu svona: „Menntunaraöferð okkar á aö koma i veg fyrir það. Allt náms- fólk veröur að vinna I þrjár stundir á dag að framleiðslustörf- um. Einnig hér I verksmiðjunni. Hingað kemur námsfólk frá Santa Cruz meö hópferöabHum.” En veröur samt ekki misbrestur á? Castellanos segir: „Þaö er mjög erfitt að réttlæta forréttindi sin. Til dæmis hef ég verið spuröur að þvi á fundum I verksmiöjunni, hvers vegna ég drekki dýrt út- flutningsromm, sem fæst alls ekki I verslunum hér. Ég hef út- skýrt það með þvl, að ég þarf aö hafa þaö til að veita erlendum' gestum, sem koma til að kaupa sllkt romm.” Talið er, að 650.000 manns hafi fariö frá Kúbu eftir byltinguna — einkum kaupmenn, iönrekendur lögmenn og tveir þriðju hlutar allra lækna. Þetta var I senn gott og slæmt fyrir stjórnina. Brott- flutningurinn hafði áhrif á við- skiptaáfallið, en jók einnig bar- áttuþrek þeirra, sem eftir urðu. Til dæmis varð tiltölulega auðvelt aö fá starf við sitt hæfi að loknu háskólanámi, og flestir kúbanskir vísindamenn eru mjög ungir. Engir embættismenn hafa sest að I hinu einstæða lúxusvillu- hverfi Miramar i Havana. Villurnar eru nú notaðar sem skólar, barnaheimili og verka- manna- og stúdentagarðar. Að- einsein undantekning er á þessu. Fidel Castro býr I meðalstóru húsi I hverfinu. La Bodeguita, sem áður var einn helsti svallstaður borgarinn- ar, en meðal tíðra gesta þar var Ernest Hemingway, er nú opin- ber móttökustaður. Vertinn seg- ir okkur, að hann hafi gefið bylt- ingunni staðinn, og nú fær hann 46.800 krónur á mánuði fyrir að reka hann. Við ferðumst um landið — ök- um hundrað, þúsund kilómetra. Hvarvetpa blasa sykurakrarnir við augum. Blöðin brennd af, áður en stönglarnir eru skornir. Eldana ber við loft. Sykur- skurðurinn er erfiður. Tiu milljón tonna markið árið ’70 voru að visu viðskiptaleg mistök, en það hafði eigi að siður mikla þýðingu. Oll þjóðin kynntist erfiðinu á ökrun- um og tók virkan þátt i þvi að sækja að sama marki. 1 landi, þar sem ekki hefði annað þurft fyrir llfinu að hafa en tína banana af trjánum, hefði byltingin ekki orðið jafn auðveld. Matanzas, Santa Clara, Cien- fuegos, Trinidad, Gamagiiey, Holgunln, Santiago de Cuba — alls staðar nýir skólar og barna- sjúkrahús. Tvennt hefur byltingin óumdeilanlega haft í för með sér — allir kúbanir eru læsir og skrif- andi, og barnadauði er minnstur á Kúbu af öllum rlkjum S- Amerlku. Og meðan önnur ríki S- Amerlku leggja allt fjármagn I frekari verksmiðjubyggingar i borgunum, hafa kúbanir valið aðra leið. Þvi lengra er dregur frá Havana, þeim mun greinilegri eru merki um framfarirnar. Lítil hreinleg þorpin bera ibúunum og byltingunni fegurt vitni. Berfætt börn sjást þar naumast, og Ibúða- byggingarnar eru einkar snotrar. 1 Jovellanosfylki milli Cienfuegos og Santa Clara eru 16 stórir heimavistarskólar á aðeins 25 kllómetra löngu svæði. 1 hverj- um þeirra stunda um 500 börn nám. Þau dveljast hjá foreldrum TISKUSTOLLINN FRÁ EVRÓPU Síðasta sending í sumarer komin. Stóllinn, sem alls staðar hæf ir: í eldhús- 1ð, stofuna, skrifstofuna félagsheimilið, safnaðarheimilið, veitingastof- una, gistihúsið, barnaherbergið, sumarbústaðinn, svalirnar og garðinn, úti sem inni. Stóllinn er smíðaður úr völdu brenni og plasthúðaður og þolir því bleytu. Bestu arkitektar hérlendis og erlendis mæla með þessum stól, enda augna- yndi. 6 litir: rauður, svartur, hvítur, grænn, orange og blár. Verðið ótrúlega lágt Umboð í Keflavík: Sportvík, Hafnarg. 36 Borgarfell, Skólavörðustíg 23 símar 11372/ 86153* 4 VIKAN 31 „ TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.