Vikan

Tölublað

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 11

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 11
LÍFIÐ ER LOTTERI — Ennþá snýst veröbólguhjólið, segja menn svona við og við með mæðusvip. En það snúast lika önnur hjól ólikt meira spennandi. Hjá Happdrætti Háskóla Islands 1 Tjarnargötunni snýst happdrættishjólið einu sinni i mánuði, og Vikan fylgdist með til að sjá, hvernig það gengur fyrir sig. Frá þvi segir i næsta blaði, og þar birtast viðtöl við þrjá af þeim heppnu i þetta skipti. Einn þeirra lætur sig ekki muna um að greiða 13.500 kr. á mánuði fyrir fimm nifalda miða, og þennan mánuðinn borgaði útgerðin sig, þvi hann vann 450 þúsund. I NÆSTU VIKU NÝ FRAMHALDSSAGA Stolt ættarinnar heitir framhaldssaga eftir Carolu Salisbury, sem hefst i næsta blaði. Sögusviöið er sykurplantekra á Jamaica og ættaróöal i Cornwall, þar sem Trevallion bræðurnir ráða lögum og lofum. Eftirfarandi tilvitnun ætti að geta gefiö lesendum örlitla hugmynd um, hverju þeir eiga von á: „Við faðir minn vorum ein i heiminum og áttum alla okk- ar afkomu undir þakklæti hinna stoltu Trevallion bræöra. Ég vissi, að faðir minn vildi gera allt fyrir þá... jafnvel fá mig i hendur þeim grimmlynda og drykkfellda Saul...” VÍTAMIN VERÐUM VIÐ AÐ FA Vitamin verðum við að fá. 1 mörgum tilfellum vit- um við Hka, hvers vegna þau eru okkur nauðsynleg, hvernig þau verka og hvar viö finnum þau. Þó er margt hulið. Hvers vegna skyldu til dæmis aðeins þrjár tegundir skepna vera ófærar um að mynda sjálfar sitt C-vitamin, nefnilega apinn, marsvinið og sjálfur herra jarðarinnar, maðurinn? Við skul- um annars ekkert vera aö velta vöngum yfir skyld- leikanum þarna á milli, en i næstu viku má lesa sitt- hvað gagnlegt um vitaminin, sem eru llkamanum svo nausynleg. Vikan 31. tbl. 37. árg. 31. júlí 1975 BLAÐAUKI Morðingi siglir á miðnætti. Spenn- andi sakamálasaga á 16 síðum etir Marion Babson. BLS. GREINAR 2 KOBA — Enginn ríkur, enginn allslaus. 16 Höggmyndir í höfuðborginni. 26 Meistari töfrabragðanna. Sagt frá ævi sjónhverfingamannsins Houdinis. 34 Breskar stjörnur f lýja skattana. 38 Dýrageðlækningar. V IÐToL: 6 l þumlinum býr gæfan. Rætf við Gest Óskar Friðbergsson um lófalestur og stjörnuspeki. ÍSLENSK SMÁSAGA „Aron horfði góða stund á Guðmund gamla, svo gekk hann nær. Honum fannst það furöulegt, hversu vært gamli maðurinn svaf. Aron studdi hendi á öxl hans og hristi hann, en Guömundur gamli bæröi ekki á sér. Aron sá nú, að ekki vew allt með felldu.” Þetta er aðeins örstutt tilvitnun i smásögu eftir Ægi Geirdal Gislason, sem birtist i næsta blaði. Sagan heitir „Tólf ára” og lýsir einni dagsstund i lifi ungs drengs, sem færir honum heim sanninn um pað, að lifið er ekki eintómur leikur. HEFUR ÁTT FJÓRTAN EIGINMENN Todaættbálkurinn I heima I Milgiri — Bláfjöllum * Suður-lndlandi og er einn þeirra fáu ættbálka i ver- öldinni, þar sem fjölveri viðgengst. Mutsin heitir laglegasta stúlkan i ættflokknum. Hún er aöeins sautján ára, en hefur þegar átt fjórtán eiginmenn. Hún var aðeins tlu áraþegar hún giftist i fyrsta sinn og þá sex bræörum. Vesturlenskur blaðamaður varö fyrir tilviljun fimmtándi eiginmaöur hennar, og i næsta blaði birtist frásögn hans af þvi, hvernig það vildi til. SOGUR. 20 Rýtingurinn. Sjötti hluti fram- haldssögu eftir Harold Robbins. 33 Litla stúlkan í glugganum. Smá- saga eftir Marit Furulund Hansen. YMISLEGT: 9 Krossgáta. 12 Póstur. 14 Allt til útilegu. Vikan aðstoðar fólk við val á útilegubúnaði. 30 Stjörnuspá. VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða- menn: Matthildur Edwald, Trausti Ólafsson, Halldór Tjörvi Einarsson, Ásthildur Kjartansdóttir. útlitsteikning: Þorbergur Kristinsson. Ljós- myndari: Ragnar Axels%on. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Rit- stjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Sfmar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 250.00. Áskriftarverð kr. 2.800.00 fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega, eða kr. 9.800.00 í ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirf ram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. 36 Lestrarhesturinn. Efni fyrir börn í umsjá Herdisar Egilsdóttur. 40 Draumar. 41 Matreiðslubók Vikunnar í umsjá Drafnar H. Farestveit. 44 Nýtt á prjónunum. 31.TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.