Vikan

Tölublað

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 15

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 15
Pottasett ifötu, með diskum og bollum kosta frá kr. 5.370 upp i 7.500. Pottasettin er hægt að fá fyrir 4, 6 eða 8 manns, og hækkar veröið i samræmi við þaö Einangruð kælitaska meö eiementi, sem kælt er i frysti, er að margra áliti einn þarfasti hlut- urinn i útileguna. Kælitaskan gerir sama gagn i útilegunni og isskápurinn i eldhúsinu heima. Tvær gerðir eru fáanlegar, sú ódýrari á kr. 1.785, sú dýrari á 2.780. Matartöskur með diskum og hnifapörum fyrir fjóra kosta kr. 4.730. Einnig eru til basttösk- ur, tómar, hentugar undir mat o.fl., á kr. 2.600. Að áliti margra eru borð og stólar aldeilis óþarfir hlutir i úti- leigu, en þó eru enn fleiri, sem finnst þeir hlutir tilheyra. Mikið úrval er af stökum sólstólum koll- um, borðum og sólbekkjum, en einnig eru boöstólum borösett, þ.e. 4 strigakollar og borð i stil við, á kr. 6.730. Stakir kollar eru á kr. 815 og stakt borð á kr. 6.500. Sólstólar kosta frá kr. 3.385 upp i kr. 7.185. Aðeins ein tegund af úti- grillum var til i þessari verslun, og kostaði hún 3.990 kr. Að sögn afgreiðslustúlkunnar i versluninni eru nælongallar mjög hentugir i útilegur og eftirspurn eftir þeim mikil. Þeir eru til i öll- um regnbogans litum, og kostar ódýrari gerðin, sem er japönsk, kr. 2.980og þeir islensku kr. 3.980. Vaöstigvél kosta kr. 1.875 og strigaskór um 1.200 kr. Auk þeirra hluta, sem hér eru nefndir, er ýmislegt annað á boð- stólum, svo sem öskubakki til þess að festa á tjaldsúlur, á kr 295, spegill á kr. 390, glasa- bakkar, snagar og ýmsir varahlutir i tjöld. Ferðabarna- rúm kostar kr. 6.385. Eflaust er eitthvað, sem vanir útilegumenn telja, að vanti i þessa upptalningu, en þetta helsta er þó upptalið. En við vilj- um benda lesendum á að hringja i verslanir og gera samanburð á verði hinna ýmsu hluta, áður en ráðist er i að kaupa þá. * ■1 31.TBL. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.