Vikan

Tölublað

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 21

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 21
útreiknaö. Þaö er alveg sama hvaö þú gerir, þú getur ekki unniö.” Hann dró djúpt andann. Sárs- aukinn var nú kominn niður i kviöinn. Hann gat varla á sér setiö aö æpa af kvölum. „Komdu,” sagöi hann. „Hér er ekkert fyrir okkur.” — 0 — Siminn á skrifboröi Bakers hringdi, einmitt þegar hann var aö leggja af staö af skrifstofunni heim til sin. Hann gekk til baka og tók upp simann. Þaö var Jordan. Hann var mjög æstur i simanum. „Þeir voru aö drepa Tvistinn rétt I þessu!” Baker seig rólega niöur i sæti sitt. „Drepinn? Hvernig?” „Rýtingur! Á sama hátt og þeir náöu Adam.” Rödd Jordans brást nánast. „Mér þykir betta leitt, George. Hans var gætt hvert augnablik. Ég veit ekki hvernig þeir fóru aö þvi. Þáö voru meira en þúsund manns i spilavltinu i kvöld.” Skyndilega náði Baker aftur valdi á hugsunum sinum. „Heyröu,”sagðihann, „hringdu i migeftir klukkutima. Ég ætla að hringja til Miami til að athuga hvort ekki sé allt i lagi meö Vani- cola.” Hann þrýsti á hnappinn á simanum og sleppti honum siöan aftur. Simastúlkan kom i simann. „Náðu fyrir mig I Stanley leyni- lögreglumann i sfmann. Hann er i Miami Beach,” sagöi hann. Þeir vita hvert vitniö er, hugsaði hann meö sjálfum sér, meöan hann beiö eftir aö sam- band næöist. Þeir vita það. öll launungin, allur undirbúningur- inn unninn fyrir gýg. Þeir vita þaö. 7. kapituli. Einu hljóöin, sem rufu þögnina i herberginu voru svefnhljóö henn- ar. Hann staröi upp I loftiö, augu hans galopin. Það voru svo mörg ár liðin, aö hann hafði næstum gleymt þvi. Stríöiö. Siöan haföi ekkert kom- isti hálfkvisti viö það. Allt annað var aöeins næstbest. Allt annaö haföi komiö i staö dauöans. í staö geigvænlegrar hættunnar, spenn- unnar, tilfinningarinnar um tak- markalaust vald, sem rann i æö- um líkamans, vitneskjunnar um mátt dauöans, sem býr I brjóstinu ogbrýstúttilaðteyma mann iátt til eigin skapadægurs. Hann brosti hæglátlega i myrkrinu og unaösleg velliöan streymdi um hverja taug. Hann teygði sig eftir sigarettu á nátt- boröinu. Fyrstu geislar aftureld- ingarinnar teygöu sig inn i gegn um svaladyrnar. „Cesare.” Rödd hennar kom eins og hviskur frá rúminu. Hann sneri sér i átt til hennar. Hann gat ekki séö hana i myrkr- inu. „Já?” „Opnaöu aöra kampavinsflösk- una,” Rödd hennar var rám af syfju. „Viö erum búin aö opna tvær,” sagöi hann. ,,En ég er ennþá þyrst,” sagði hún og likti eftir barnsröddu. Cesare kimdi. „Þú ert óseöj- andi, kona.” Hann heyröi þruskið i rúmföt- unum, er húnsettist upp i rúminu. „Ég get ekkert gert að þvi þó aö ég sé þyrst. Get ég þaö nokkuð?” Hann hló aftur. „Ég býst ekki viö, að þú getir það,” svaraði hann og gekk út á svalirnar. Nóttin var kyrrlát, og heyra mátti suöiö i engissprettunum i fjarska og veikan þyt eyðimerk- urvindsins. Dimmblár himinninn var tekinn að lýsast nokkuð i austri. Hann hallaði sér fram á handriöiö og starði út i eyðimörk- ina. Hún kom út á svalirnar aö baki honum. Hann sneri sér ekki viö. Hún kom fast upp að honum og lagöi hendurnar þétt utan um brjóst hans og hallaði höfðinu að nöktu bakinu. „Það er byrjað að elda aftur,” sagöi hún. „Ég veit,” svaraði hann. Hún þrýsti vörunum að öxl hans. „Húð þin er svo hrein og mjúk. Ég furða mig oft á þvi hvaðan þetta óbliða afl kemur. Ég haföi ekki imyndað mér að til væru menn eins og þú.” Hann hló og sneri sér við. „Það hljóta aö vera vinin, sem ég drakk sem drengur. Sikileysku vlnin eiga að vera góð fyrir blóðiö og húöina.” Hún leit framan i hann. Þaö var sumt i fari hans, sem hún gæti aldrei skilið. „Hvers vegna segist þú alltaf vera að deyja, þegar þú hefur mök við mig?” sagði hún með furðu i rómnum. „Það er undarlegt að þú skulir segja þaö á slikri stundu.” Hann brosti við henni. „Viö italir köllum það þessu nafni. Litla dauöann.” „Hvers vegna?” spurði hún. „Þegar allt er aö ljúkast upp innra með þér og fæöast, hvers vegna ætti þér að finnast það likt dauöanum?” Brosiö hvarf af vörum hans. „Er það ekki likt honum? Er ekki sérhver fæöing aöeins upphaf dauöans? Finnurðu ekki sársauk- ann, sem fylgir þvi?” Hún hristi höfuðið. „Nei. Aöeins unaöinn og gleðina.” Hún leit i augu hans. „Kannski sá sé mun- urinn á okkur. Kannski þaö sé þess vegna, sem mér finnst alltaf sem hluti af þér sé mér fjarlægur, i einhverjum öðrum heimi, sem ég veit ekkert um, jafnvel ekki þegar þú kemst mér næst.” „Hvaða vitleysa,” sagöi hann. „Nei, það er engin vitleysa,” sagöi hún snöggt. „Eins og svip- urinn á þér var, þegar þeir báru manninn framhjá okkur. Eitt augnablik fannst mér sem ég fyndi fyrir þér inni i mér, þarna i salnum innan um allt þetta fólk. i næstu andrá gengu þeir framhjá, og þá hvarfstu mér. Hann var dá- inn, var þaö ekki?” Hann staröi á hana. „Hvers vegna segir þú það?” „Hann var dáinn,” hvislaöi hún. „Ég sá þaö af svipnum á andliti þinu. Þú vissir þaö. Eng- inn annar vissi þaö. En þú vissir þaö samt.” ,,En sá kjánaskapur aö segja svona nokkuö,” sagði hann glaö- lega. „Hvernig átti ég að vita þaö?” Húnhristihöfuðið. „Égveit það ekki. En þú varst meö þennan sama svip á andlitinu, þegar þú komstút úr húsinu þarna um dag- inn, þegar við vorum að leggja af staö I ferðalagið. Svo þegar við opnuöum blöðin i flugvélinni lás- um viö þar um manninn, sem drepinn var i réttinum rétt hjá þar sem við vorum.” Hún lagöi höfuöiö upp aö bringu hans svo hún sá ekki hvernig strlkkaði smátt og smátt á and- litsdráttum hans. „Ég þarf ekki að lesa blöðin á morgun til að vita aö þessi maður var drepinn niðri. Ég finn þaö á mér. Hvernig skyldi þaö verða i Miami?” Hann velti þvi fyrir sér hvort húnheyrði aö hjartað var farið að slá örar i brjósti hans. Hann neyddi sig til að segja glaðlega: „Eins og alltaf. Sólskin og hiti.” Hún leit i augu hans. „Það var ekki það, sem ég átti við. Ég átti við hvort einhver deyi þar lika?” Hulan var horfin úr augum hans og hún sá djúpt inn i þau. „Fólk er alltaf aö deyja alls stað- ar,” sagöi hann. Henni fannst hún hálf dáleidd. „Þú ert ekki Engill dauðans eða hvað, ástin min?” Hann hló skyndilega og hulan Kom aftur yfir augu hans. „Nú ertu alveg að tapa þér.” „Nei, alls ekki,” sagði hún hægt. Einu sinni las ég i bók um stúlku, sem varð ástfangin af Engli dauðans.” Hönd hans greip um hnakkann á henni og hélt henni þétt up að brjóstinu á sér. „Hvað varð um hana?” spurði hann. Hann fann varir hennar hreyf- ast við bringuna. „Hún dó. Þegar hann komst að þvi, að hún vissi hver hann var, varð hann að taka hana með sér.” Skyndilega leit hún upp til hans. „Vilt þú taka mig með þér, Cesare?” Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Viö sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum viö þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. ELst-Cj2 OfuJO l'cuctobus vwjuw&fo54- s‘arvvXeJ ícá 7" LINGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavikur • Laugav.96 • sími 13656 31. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.