Vikan

Tölublað

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 34

Vikan - 31.07.1975, Blaðsíða 34
BRESKAR STJÖRNUR FLÝJA SKATTANA Sean Connery vill gera Skotland aö paradis skattborgara. Petula Clark býr I Sviss, þar sem bresk nýlenda er nýmynduð. Auðugt fólk i Bretlandi þolir vart lengur þá skattþvingun, sem það er beitt i æ rikara mæli með ári hverju i landinu. Undanfarið hafa margir, þar á meðal frægar kvikmyndastjörnur neitað að taka þátt i uppbyggingu þjóðar- innar, með þvi að flýja land og koma sér undan þvi að borga skatt. Gullvægar setningar eins og — Heima er best — eiga ekki rétt á sér lengur, og ástin á föðurland- inu fer dv.inandi. Landflótta auð- manna frá Bretlandi um þessar mundir má likja viö ástandið i upphafi sjöunda áratugsins, þeg- ar margir visindamenn og aðrir tekjuháir menn i landinu flýðu skattþvingun og settust að i öðr- um löndum. Sumir vilja likja á- standinu við neyðarástand, og ekki bætir úr skák, að verðbólga fer sifellt vaxandi. Og hver vill búa við slikar aðstæður, ef betri kjör fást annars staðar, svo sem i löndum við Miðjarðarhafið og viðar? Það er kannski skiljanlegt, að maður, sem þénar 20.000 pund á ári og greiðir 83 pens af hverju pundi i skatta, er ekki hrifinn af aö búa við slikar aðstæður. Þaö er þvi engin furða, þótt þeir félagar i hljómsveitinni Holling Stones hafi flúið land og sest aö i N-Frakk- landi, þar sem þeir þurfa ekki að borga eins háan skatt og heima. Mick Jagger og kona hans Bi- anca eiga hús bæði i Frakklandi og Englandi. Samt sem áður geta þau aöeins dvalið þrjá mánuði i London á ári, að öðrum kosti neyöast þau til að greiöa skatt i landinu. — Okkur langar til aö koma hingað mun oftar, sagði Mick Jagger i viötali. En við þorum það hreinlega ekki vegna þess aö við kærum okkur ekkert um aö borga skatt hér heima. En ef skattakerfiö breytist, sest ég að i Bretlandi á ný. Félagarnir I Roll- ing Stones þénuðu hvorki meira né minna en 100 milljón pund á siðastliönum 10 árum, svo skilj- anlega sýna þeir litinn áhuga á að búa i landinu. Keith Moon, félagi i bresku hljómsveitinni — The Who — fór nýlega aö ráði vina sinna i Stones, lagði land undir fót og settist að i Los Angeles, þar sem hann telur ástandið þolanlegt. — Þar borga ég i mesta lagi 50% skatta, segir hann. Sú fræga kempa, Sean Connery, hefur gælt við þá hugmynd að flytjast frá Skotlandi vegna skatt- þvingana. Hugsunin um að yfir- gefa landið er honum þó óbærileg, og hefur hann stungið upp á þvi, að rikisstjórnin taki upp aðra stefnu i skattamálum. Hann vill, að skotar feti i fótspor ira, sem leyfa listamönnum aö búa skatt- frjálsum i landinu, ef þeir aðeins vinna dyggilega aö list sinni. En enginn trúir þvi, að skotar lækki skatta, hvað þá veiti einhverjum undanþágu frá þvi að borga skatta. Mjög mikið af þekktu bresku fólki hefur sest að i Sviss. Þar er t.d. búsettur Alistair MacLean, sem er islendingum flestum kunnur, en hann þénar um 250.000 pund á ári. Þar býr lika Petula Clark ásamt eiginmanni sinum, Shirley Bassey ásamt itölskum eiginmanni sinum, Sergio Novac, Peter Finch, Richard Burton, og auðvitað hinn frægi Charlie Chap- lin og kona hans Oona. Margir hafa ætlað sér að fara frá Bretlandi, en aldrei fengið sig til þess. Poppstjarnan Elton sem nýlega þénaöi um 7 millj. dollara i hljómleikaferð i Banda- rikjunum, hefur ákveðiö að fara hvergi. Hann getur ekki meö nokkru móti slitiö sig frá mömmu sinni og fótboltanum. — Þaö er hvergi eins gott að búa og hér, segir hann. — Ég er afskap- lega ánægður með mig og hef engar áhyggjur af peningum. Peningar eru einskis virði. Breski leikarinn Michael Caine segir: — Hvað gerir stjórnin, þeg- ar hún hefur þurrmjólkað þá riku? Ræðst hún þá á fátækling- ana? Mér er skapi næst að fara, en þegar ég hugsa um húsið mitt við Thames, þá get ég ekki fengið það af mér. Auk þess finnst mér það sýna hugleysi að yfirgefa föð- urland sitt, þótt á móti blási i nokkurn tima. Ég er föðurlands- vinur, stundum finnst mér ég næstum þvi ofstækisfullur. Söngvarinn frægi Tom Jones hefur ástæðu til að vera kyrr. Bjór. Ég gæti ekki afborið það að geta ekki fengið mér bjór á kvöld- in ásamt félögum minum, segir hann. Starfsbróðir hans Rod Stewart er á sömu skoðun. Hann fer ekki. Leikarinn David Niven var orð- inn þreyttur á skattþvingun yfir- valdanna og settist að i Frakk- landi, þar sem hann lifir kóngalifi ásamt konu sinni Hjördisi. Ná- granni hans er hinn frægi Dirk Bogarde. Upphaflega var þao ástin, sem fékk leikkonuna Jacqueline Biss- et til aö flytja frá London til Los Angeles fyrir átta árum. Astar- sambandi hennar og leikarans Michael Sarrazin er lokið, en hún sér þó enga ástæðu til að snúa aft- ur heim. — Ég kæri mig ekkert um að búa við lakari kjör en ég geri i dag. Auk þess kann ég afar vel við mig i Hollywood. Breska leikkonan Jane Birkin nýtur mikilla vinsælda i Frakk- landi, og þar á hún lögheimili. Hún á einnig snoturt einbýlishús i Chelsea i London, þar sem hún dvelur i sumarl^yfum. En hún ætlar aldrei að setjast að i Eng- landi aftur. Þó að ástin sé mikils megnug, gat hún ekki fengið leikkonuna Olgu Anthony til að fara frá Eng- landi. Hún neitaði bónorði ein- ungis vegna þess, að hún gat ekki hugsað sér að búa i Astraliu. — Ég gat ómögulega farið héðan. Ég heföi þjáðst af heimþrá, sagði hún. — Yndisleg stúlka og sannur 34 VIKAN 3LTBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.