Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 13
ur þú, að islenskir unglingar leggi i raun og veru trúnað á ástarsögu þeirra Lydiu og Arnar? Finnst þér það trúlegt, að nauðgarar vikingatimanna hafi látið sig dreyma um sólskinsbros ein- hverrar englapiku heima i firðin- um sinum meðan þeir lögðu her- teknar konu- og stúlkukindur i skininu frá brennandi eldhúsum þeirra og hentu svo börn þeirra á spjótsoddum á eftir. Ég skil bara hreint ekkert i þér að vera að reyna að verja þá sögufölsun, sem fólgin er i skrifum eins og amriska höfundarins Hals Fost- ers. Svo klikkiröu út með þvi að bera amrlsku fosterdelluna saman við islendingasögur. Hvi- lik skömm fyrir einn islending. Manndrápin i islendingasögunum eru vissulega litrik, en það er töluverður munur á framsetningu þeirra fólskuverka og illvirkj- anna i Valiant. Persónulýsingar þar eru frábærar og mannlegar — islendingasögurnar eru um lif- andi fólk, sem engum dettur i hug, að sé náttúrulaust — og raunar er fjallað viða i islend- ingasögum um þá likamshluta, sem yfirdrepsskapurinn i Valiant og lesendum hans — samanber bréf i Póstinum i 19. og 27. tbl. Vikunnar, má ekki heyra minnst á. Mér detta i hug þær Hallgerður og Hildigunnur úr Njálu. Ég held það sé hvergi minnst á klofið á þeim beinlinis i bókinni þeirri, en eitthvað mun ýjaö að þvi, og vist er um það, að þeim er lýst sem lifandi konum, en ekki skraut- dúkkum. Og kannski það sé ósköp eðli- legt aö láta Valiant karlinn berj- ast viö risa? Lýsir það „mjög vei vikingatimanum” eins og Ein af- skiptasöm segir Prins Valiant- sögurnargera i 27. tbl. Vikunnar. Kannski það sé svona „fróðlegt”, ef vel er að gáð? Auðvitað er það á sinn hratt fróölegt, að slikt skuli vera borið á borð fyrir börn sem skemmtilestur, en þar sem höf- undur Valiants er að flagga vik- ingatimanum, hefði hann átt að kynna sér betur, hvernig hann raunverulega var, og lýsa honum þannig.Þá hefði Prins Valiant get að oröiö i senn skemmtileg og fróðleg saga, sem fólk hefði get- að lesið sér til sálubótar og upp- lyftingar i rokinu og rigningunni. Þá hefði sagan getað oröið sönn á sinn hátt, og sannleikurinn er sagna bestur. Lygi er á hinn bóg- inn alls staðar til óþurftar — lika i skemmtilestri, og Valiant er rak- in lygi frá upphafi til enda. Burt með hann! Sagnfræðingur. P.S. Ég var aö reka augun i, að i svari þinu segir þú orðrétt: „Likamsþarfir sögupersóna eru sem ságt látnar liggja milli hluta, og ég sé ekkert athugavert viö það.” Það er einmitt þetta, sem málið snýst um. Vikingatiminn, eins og önnur timabil sögunnar, mótaðist fyrst og fremst af þvi, að likamsþarfir fólks liggja ekki milli hluta i daglegu lifi þess. Vik- ingaferðirnar voru ekki farnar af grimmd einnisaman, heldur voru þær atvinnuvegur, rétt eins og strið eru ekki háð árið 1975 af ein- skærri grimmd, heldur eru þau atvinnuvegur. Læt ég þetta nægja að sinni. Meira seinna ef ég hef tima og sé ástæðu til. Sami Pósturinn þakkar þér Sagn- fræöingur fyrir bréfiö, sem er kjarnyrt aö venju. Pósturinn heldur fast viö fyrri orö sin um talsmáta þinn. Vist er þaö svo, aö fjöldinn allur kann ekki aö haga oröum sinum sem skyldi. Þaö er staöreynd sem Pósturinn eins og allir, sem unna Islenskri tungu, veröa aö kyngja, en hann reynir þó af veikum mætti aö haga orö- um sinum þannig aö hafa megi þau aö fyrirmynd. Pósturinn ger- ir sér þaö fyllilega ljóst aö hann er litils megnugur á þessu sviöi, en margt smátt gerir eitt stórt. Það hefur alltaf þótt sæma aö menn vönduöu frekar málfar sitt i skrifuöu máli, og reynir pósturinn þaö og ætlast tii þess aö þeir, sem honum skrifa, geri slikt hiö sama. Pósturinn hefur reynt aö standa utan deilunnar eftir mætti, en nú er svo komiö, aö hann veröur aö bera hönd fyrir höfuö sér. Póstur- inn hefur aidrei haldið þvi fram, aö allt sé satt og rétt, sem i sögun- um um Valiant prins stendur. Heldur hefur hann aldrei séö, aö þvi hafi nokkurs staðar veriö haldiö fram af höfundi sögunnar, aö hún sé skrifuö sem sagnfræöi- rit. Lita veröur svo á, aö hún sé skáldsaga, og i skáldsögum hefur höfundum til þessa Iiðist aö hag- ræöa sannleikanum. Svo viö tök- um dæmi, sem vel á viö i þessu sambandi, þá er vert aö. geta þess, aö llrafnkelssaga Freys- goöa er iygisaga, á þaö hljóta flestir að geta fallist. Samt sem áöur finnst Póstinum ósannindin ekkert rýra gildi sögunnar. Þann- ig er þaö meö öll skáldverk, þau eru ekki skáldverk séu þau sönn. Saga Hals Foster um Valiant prins er fyrst og siðast skáldsaga, sumum finnst hún skemmtileg skáldsaga, og þaö er alveg af og frá aö hún sé gild heimild um vik- ingatimann. Hver sá, sem heldur þvi fram fer meö fleipur eitt. Þaö telur Pósturinn sig ekki hafa gert. Póstinum finnst mjög athyglis- vert, aö þú finnur aö þvi, aö Vali- ant er látinn berjast viö risa. Hvernig finnst þér þá Sagnfræö- ingur sagan um viöureign þeirra Grettis og Gláms? Lýsir sú mjög vel vikingatimanum? Eöá haug- ferö Gunnars á Hliöarcnda hvar hann náöi atgeirnum? Pósturinn leyfir sér aö efast um þessa sagn- fræöi, en á þá aö fordæma islcnd- ingasögurnar fyrir bragöiö? Nú finnst Póstinum nóg komiö af eigin afskiptum en visar mál- inu til hæstaréttar lesenda. Skrif- iö Póstinum bréf, svariö Sagn- fræöingi og finniö aö efni blaös- ins. Meöan einhver gagnrýnir efniö er hægt aö vonast til aö Vik- an veröi lifandi og skemmtileg. Menn læra af mistökunum og Vikan lærir af gagnrýninni. Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hef ur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. A ótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RETT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. I cuudobus \auma£Vo514- s'ouf UNGUAPHONE tungumálanámskeió á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur • Laugav.96 -sími 13656 HATTA- OG HANNYRÐAVERZLUNIN Jenný Skólavörðustlg 13a Simi 19746 - Pósthólf 58 Reykjavik 32. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.