Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 14

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 14
Eftir Geirdal Gíslason A6eins utar en höfnin var mal- arkambur, þar sem trillukarlar geynjdu báta slna á vetrum. Bát- amir voru dregnir þar á land, þegar vetur gekk I garb, og njörv- aöir niöur. Yfir suma var breitt segl eöa aörar yfirbreiöslur, öör- um var snúiö á hvolf og látnir bföa þess, aö veturinn liöi. Er voraöi, var fariö aö dytta aö bát- unum og lagfæra þaö, sem aflaga haföifariölveörum vetrarins. Nú voru flestir bátanna farnir, utan nokkrir, sem eigendurnir höföu ekki, einhverra hluta vegna, komiö I verk aö dytta að. Viö aöeins einn bátanna var einhver hreyfing. Þar var gamall maöur aö bjástra. Hann stóð þama viö bátinn með sköfu i hendinni, hann var að skrapa af gamla málningu. Honum sóttist verkiö seint, tók sér oft smáhvlld, dæsti þá þungan. Þaö var heitt i veðri, sólin hátt á lofti og bæröist varla hár á höfði. Yndislegt veö- ur. Frá höfninni barst annaö slag- iö mannamál, þar voru nokkrir menn viö vinnu sína. Drengur, á aö giska tólf ára gamall, kom gangandi utan frá höfninni. Þetta var röskleikapilt- ur aö sjá. Hann var gefinn fyrir aö ráfa niöri viö höfn og skoöa sig um, innan um skip og báta. Skól- anum var lokið. Hinn langi vetur var liöinn og skólafriiö hafið. Fyrstu dögum þess hafði dreng- urinn eytt I áhyggjulausu iðju- leysi. Engir kennarar til að agg- ast I manni, engar lexiur til að hafa áhyggjur af. Þetta vom sannarlega ánægjulegir dagar. Drengurinn hafði verið aö horfa á skipin I höfninni og mennina, sem voru aö vinna viö þau. Þegar honum fór aö leiðast aö fylgjast meö störfum þeirra, hélt hann á- fram aö skoöa sig um. Hann gekk I áttina aö malarkambinum og tók þá eftir þvi, að einhver var að dytta aö bátnum slnum. Það vakti athygli hans, og hann gekk nær til þess aö geta betur fylgst meö, hvaö þar væri aö gerast. Dreng- urinn nam staðar, spölkorn frá gamla manninum og fylgdist meö athöfnum hans af athygli. Gamli maöurinn tók ekki eftir nærveru drengsins. Hann hélt áfram að skrapa gömlu málninguna af bátnum. Verkið sóttist seint, hann var aðeins búinn með kjölinn og tvö borö hiö næsta honum. Drengurinn leit í kringum sig. Þarna voru fáir bátar. Yfir- breiðslur sumra voru rifnar, yfir öörum var ekkert, og sást þá, aö vélin haföi veriö tekin úr þeim. Allt lauslegt haföi líka veriö tekiö, árar, rekakkeri og ýmislegt ann- aö, sem tilheyrði. I kringum bát- ana var alls konar drasl. Sumt var af mannavöldum, en svo var llka rekaviöur af ýmsum geröum. Innan um mátti sjá netadræsur, dauöa sjófugla, þaralufsur, og á einum staö mátti llta selshræ, morkiö. Drengurinn tók nú aö viröa bet- ur fyrir sér gamla manninn. Hann var I gömlum vinnubuxum, þær voru allar stagbættar og málningarslettur á skálmunum. Skómir, sem hann var I, vora stlgvél, sem skoriö haföi veriö of- an af. Sást vel, hversu ójafnt haföi veriö skoriö, þvi buxumar voru heldur stuttar. Að ofanverðu var gamli maðurinn klæddur i jakka úr grófu efni, heillegan að sjá, skyrtukragann hafði hann brotiö yfir jakkakragann. Skyrt- an sýndist rauðköflótt, og stakk hún I stúf við gróft efni jakkans. Þótt hlýtt væri I veðri og sólskin, haföi gamli maðurinn tekið með sér kuldaúlpu. Olpuna hafði hann lagt frá sér á kassa, sem hvolft var við hliðina á hátnum. Á kass- ann, haföi hann ennfremur sett frá sér tösku. Það sást I kaffi- brúsa og bitabox, þvl taskan var hálfopin. Gamli maðurinn gerði nú hlé á starfa slnum, hann lagði sköfuna frá sér á bátinn og fór I vasann á jakkanum. Upp úr vasanum dró hann tóbakspontu og rauðdopp- óttan vasaklút. Með vasaklútnum strauk hann sér fyrst um enni og háls, svo snýtti hann sér hraust- lega, opnaði tóbakspontuna og fékk sér I nefið. Hann dæsti hátt af velliðan, leit til sólar og sagöi hálfhátt. — Ansi er orðið heitt, manni verður ómótt I öllum þess- um hita, ég ætla að setjast smá- stund. Ég hressist við að fá mér kaffisopa. Gamli maðurinn sneri sér við og tók þá eftir nærveru drengsins. Drengurinn sá nú framan I hann. Andlitið var skarpleitt, hrukkótt ogveöurbarið, en hýrlegt, og þeg- ar hann sá drenginn, færðist breitt bros yfir þaö. — Nei, hvaö sé ég, sagöi hann. — Er ekki kom- inn gestur og hann ekki af verri endanum. Komdu hérna væni minn og heilsaðu upp á gamla manninn. Hann benti drengnum aö koma nær. Á meöan gekk hann aö kassanum, þar sem úlpan hans Ogkaffitaska lágu. Hann tók dótið upp og lagði það á stein til hliðar. Sjálfur settist hann á kassann, klappaöi á autt plássið viö hlið sér og sagöi: — Geröu svo vel væni minn, fáöu þér sæti hjá mér og spjallaöu viö mig. Kannski verö- ur þú svo vænn aö þiggja kaffi- sopa og brauöbita hjá gamla manninum. Viö þessar vinalegu móttökur, hýmaöi yfir drengnum, hann brosti.viðgamla manninum, gekk til hans og settist. Gamli maöur- inn leit á drenginn og spuröi: — Hvaö heitir svo maöurinn? Eitt- hvaö hlýtur hann aö heita fallegt, svona stór og myndarlegur ungur maöur. — Ég heiti Aron, sagöi drengurinn. — Aron, já Aron. Þaö er fallegt nafn, sagði gamli mað- urinn og hann hélt áfram. — Og gott nafn, enda úr bibliunni. Ég heiti nú bara Guðmundur, sosum ágætt nafn og ekki verra en hvað annað, bara Guðmundur. Hann hætti að tala, ákafur hósti greip hann. Þegar hóstanum linnti gretti hann sig, tók um vinstri síð- una og stundi upphátt. — Æ, æ, æ, þetta var slæmt. Hann leit á Aron, sem horfði á hann með undrun I svipnum. — Svona væni minn, þettaer alltl lagi, það er liðið hjá. — Ertu veikur, spurði Aron? — Nei,nei,nei,ég fæstundum svona eins og tak undir siðuna, sagði Guðmundur gamli. — Heilsan er eitthvað farin að bila. Ég er nú ekkert unglamb lengur, kominn tvo yfir sjötugt. En nú skulum við fá o.kkur kaffisopann, sem ég var að bjóða þér. Guðmundur gamli beygði sig niöur og náði I kaffitöskuna. Hann tók kaffibrúsann upp úr henni, bitaboxið og kaffibolla. Hann rétti Aroni bollann, skrúfaði lokið af brúsanum, tók tappann úr og hellti I bollann. Svo hellti hann i lokiðaf brúsanum, handa sjálfum sér. Kaffið var gott og heitt. Það var mjólk I þvi og sykur, mikill sykur. — Þér finnst kaffiö ef til vill of sætt, væni minn, mælti Guðmundur gamli. — Mér þykir þaö betra þannig, kaffið. Svolltiö mikiö sætt, maður venur sig á margan óþarfann, þegar maður eldist, bætti hann við. Hann opn- aöi nú bitaboxiö og bauð Aroni. Það voru fjórar rúgbrauössam- lokur i boxinu. Aroni sýndist vera hangikjöt á milli. Hann tók eina samlokuna og beit I. Jú, þaö var hangikjöt. Hann fann, aö hann var oröinn svangur og tók þvi hraustlega til matar slns. Aöur en hann vissi af, var hann búinn meö brauöiö. Hann hafði varla snért á kaffinu. Guömundur gamli, sem fór sér hægt viö aö boröa, rétti aö Aroni bitaboxiö og bauö honum aö fá sér meira. Aron hikaöi viö aö fá sér strax aöra samloku, honum fannst hann hafa veriö of gráöug- ur. — Ég má ekki boröa allt sam- an frá þér, sagöi hann. Guðmund- ur gamli brosti yfir hæversku drengsins. — Þér er alveg óhætt að fá þér meira brauö, væni minn. Þaö veröur nóg eftir fyrir mig, ég boröa ekki svo mikiö nú oröiö. Drekk bara þeim mun meira kaffi. Eins og til þess að árétta þetta, fékk hann sér meira kaffi. Aron fékk sér meira brauð úr bitaboxinu. Þeir luku svo viö aö boröa. Er þeir voru búnir, tók Guömundur gamli saman kaffi- dótiö, setti það I töskuna og lagði hana til hliðar við kassann. Siðan tók hann úlpuna slna, braut hana saman og lagði hana við bakið á sér, á bátinn. Hann leit til Arons og sagði: — Ég vona, að þú takiö þaö ekki illa upp, þótt ég leggi mig aöeins eftir matinn. Mig syfj- ar svo eftir að ég hef borðað. Þú getur dundað þér eitthvað væni minn, á meðan. Hann geispaði stórum, lokaði augunum, og brátt var hann farinn að draga ýsur. Aron sat kyrr stutta stund, það var eins og hann væri að biða eftir aö Guömundur gamli festi svefn- inn vel. Þess þurfti hann ekki að bíöa lengi. Brátt var Guömundur gamli farinn að hrjóta. Þá stóð Aron upp, tók sköfuna og fór að reyna að skrapa bátinn. Það gekk ekki vel I fyrstu, meðan hann var að ná valdi á sköfunni. Hann byrj- aöi á hinni hliö bátsins til þess að hann vekti síður gamla manninn. Aron var laginn I höndunum, þvi var þaö honum létt verk að læra aö beita sköfunni rétt, og honum sóttist verkið vel. Guðmundur gamli svaf vært. Daufar, reglubundnar hrotur hans blönduðust óreglulegu skrapi sköfunnar. Aron var svo niðursokkinn I verk sitt, að hann gáöi ekki, hvað timanum leið. Aö- ur en hann vissi af, hafði hann lokið við að skrapa alla hlið báts- ins. Hann tók sér hvild, lagði frá sér sköfuna og leit yfir það, sem hann haföi afrekað. Hann sá, eins og sagt er I bibllunni, aö það var harla gott. Hann gekk yfir að hinni hlið bátsins til að athuga, hvort gamli maðurinn væri vakn- aður. Svo var ekki, en hann var hættur að hrjóta. Það var svo mikil rósemi yfir svip hans, að Aron gladdist yfir þvi að hafa get- aö rétt honum hjálparhönd. Hon- um haföi auðsjáanlega ekki veitt af hvildinni. Aron horfði góða stund á Guömund gamla, svo gekk hann nær. Honum fannst þaö furöulegt, hversu vært gamli maburinn svaf. Aron studdi hendi á öxl hans og hristi hann, en Guðmundur gamli bærði ekki á sér. Aron sá nú, aö ekki var allt meö felldu. Hann horföi I kringum sig. Eng- inn maöur var á ferli I nánd, en viö höfnina vora menn ennþá á stjái. Aron leit til Guðmundar gamla, en hljópsvo I átt til mann- anna viö höfnina. Meöan hann hljóp, þutu hugsanirnar meö á- llka hraöa I höföi hans. — Skyldi gamli máöurinn vera dáinn? Af hverju? Hvers vegna? Þegar Ar- on náöi til mannanna, gekk hann upp og niöur af mæöi. Þeim gekk illa aö skilja hann I fyrstu, hann var svo óöamála. Þegar þeim skildist loks, hvað um var aö vera, þutu þeir af staö. Aron fylgdi þeim eftir, hann var ennþá móöur og dróst aöeins afturúr. 14 VIKAN 32.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.