Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 17
nægja aö læsa sjálfir handjárn- unum, heldur innsigluðu þeir einnig lásinn meö vaxi. Eftir mlnútu átti Houdini aö koma meö handjárnin læst I hendinni og inn- siglið brotið. Sú staðreynd, að Houdini gat losað af sér hand- járnin án þess aö brjóta innsiglið var ákaflega þyöingarmikil, þvi að ef lykli hefði verið beitt við að losa handjárnin hefði innsiglið rofnað. Þótt blaðamennirnir hefðu beðiö utan viö dyr herbergisins, höfðu þeir ekki heyrt neinn hávaöa, og samt hafði Houdini opnaö handjárnin með höggi. Ástæöan fyrir þvi, að blaðamenn- irnir höfðu ekki heyrt neitt högg, var sú, að Houdini hafði komið blýkúlu fyrir á fæti sinum undir fötunum. Ef handjárnunum var slegiö við blýið, opnuðust þau, og fötin voru nægilega þykk til þess, að höggið heyrðist naumast. Venjuleg aðferð Houdinis við að losa af sér bresk handjárn var þó ekki þessi höggaðferö, enda varð henni ekki beitt I nærri öllurp til- fellum.Til dæmis hefði höggað- ferðin verið óhugsandi til þess að losa af sér mörg handjárn. Houdini varö því að verða sér úti um nýja aðferð við bresku handjárnin. Það gerði hann, og hann þurfti ekki önnur áhöld en venjulegan nagla og sérstakan prjón með haki á endanum. Hann stakk prjóninum undir fjöðrina i lásnum á handjárnunum og dro' prjóninn siðan út með naglanum, svo lásinn lét undan fjöörinni. Venjulega var naglinn negldur i gólfið á herberginu, sem Houdini var læstur inni i, áður en sýningin byrjaði og þaö var auðvelt fyrir hann að draga naglann út og láta svo I það skina aö hann væri einn af göldrum hans. Þessi aðferð við að opna handjárnin var örugg og hjálpartækin, sem voru eins ein- föld og hugsast gat, voru aðeins til þess fallin að vekja enn meiri athygli á snilld Houdinis. tlpp úr poka 16 Eitt af þvi, sem gerði Hondini að einstökum sýningarmanni var hve einföld brögð hans voru, og hve einföld áhöld hann valdi sér. Gott dæmi um þetta er pokinn, sem hann lpsaöi sig úr.Hann not- aði ekkert viö bragðið, nema sterkan poka úr seglgarni og sterkan þráö til að sauma fyrir pokann með. Vinsældirnar, sem þetta bragð Houdinis naut, stafa liklega af þvi, að hann skreið ofan i pokann og lét sauma fyrir hann á sviðinu. Tveir til þrir aðstoöarmenn voru ekki ýkja lengi að sauma fyrir pokann, og þó vönduðu þeir verk sitt. Þeir voru þvi ákaflega hissa, þegar Houdini gekk út úr klefa sinum meö pokann að þvi er virtist ósnertan undir hendinni. Auðvitað gaumgæfðu þeir saumaskapinn á pokanum til að ganga úr Skugga um, aö Houdini heföi ekki farið höndum um hann. Þar sáu þeir ekkert, en þó var þvi þannig varið, að Houdini hafði skorið á þráðinn og rakið frá pok- anumSiðan saumaði hann i sömu förin aftur. Meðan Houdini lifði barðist hanr eldheitri baráttu gegn miðlum og andatrú, og hann gat leikið öll brögð miðla eftir þeim. Sjaldnast iét hann þess þó gctið, hvernig hann fór að þvi, og margir andatrúarmenn héldu þvi fram, aö Houdini væri sjáifur gæddur yfirnáttúrlegum hæfi- leikum, en þvertæki fyrir það til þess að glata ekki vinsældum sinum sem töframaður. Einn þeirra, sem þessu héldu fram, var Arthur Conan Doyle, sem skrifaði sögurnar um Sher- lock Holmes. Hann var sann- færður um, að Houdini hefði svo mikið vald yfir andalfkama sinum, að hann gæti látið hann koma fram i staöinn fyrir jarö- neskan likama sinn Auk þess taldi hann Houdini vera gæddan miktum og fjölþættum hæfi- leikum til aö miðl skilaboöum anda að handan. Menn töldu þaö fullvist, að ef Houdini hefði verið gæddur slikum hæfileikum I lifanda lifi, hlyti hann einnig aö verða frábær miöill „hinum megin frá”.Og ekki stóð á þvi, að miðlar og aðrir ófreskir menn teldu sig sjá anda Houdinis eftir að hann dó. Ekki Upp úr járnkassa Miklu klókara töfrabragð er þaö, hvernig Houdini fór aö þvi að komast upp úr járnkassa. Kassinú, sem Houdini notaöi, var á engan hátt grunsamlegur. Hann var úr þykku járni og töluvert þungur. A öllum hornum voru tókst þó neinum þeirra að sanna það. A töfrabragöasafninu i Ontario, sem kennt er við Houdini, var meöal annars varðveittur i gler- skáp innsiglaður kassi meö blaði og blýanti i.Þennan kassa teikn- aði Houdini sjálfur og notaði til þess aösýna, hvernig miðlar færu að þvi að leika á fólk. Tveimur árum eftir að Houdini lést, var hverjum þeim, sem gæti látiö blý- antinn skrifa skilaboð á miðann i kassanum, án þess að brjóta glerið kringum hann og innsiglið á honum, heitið rúmum þrjátiu þúsund dollurum i verðlaun. Nýlega tilkynnti framkvæmda- stjóri safnsins, að kassinn væri horfinn á dularfullan hátt, þvi ekkert benti til innbrots, og ekki hafði glerkassinn, sem kassinn var geymdur i, verið brotinn Safnið hefur heitið háum fundar- launum fyrir kassann, en það hefur ekki komiö að neinu haldi Kom Houdini eftir fimmtiu ár og tók kassann til þess að sanna þaö, sem hann þvertók fyrir, meðan hann lifði? Sumir halda þvi fram, og þvf til saðfestingar benda þeir á tómt glerbúrið, þar sem kassinn var varöveittur áður. Mesti ley ndardómur Houdinis? sérstakir vinklar til styrktar og sérstaklega var vandaö til frá- gangsins á lokinu. Efst i brún- unum á hliöum kassans voru fjögur göt, sem stóðust á við göt i brún loksins, sem féll niður á kassann. Þessi göt voru fyrir bolta, sem lokið var rammlega fest meö. Ahorfendur fengu ætið að senda fulltrúa sina upp á sviðið til að ganga úr skugga um, að engin brögö væru i tafli, en þeir fundu aldrei neitt athugavert fremur en kassinn og lokið hefðu verið smiðuð i hvaöa járnsmiðju sem var. Þegar Houdini var lagstur I kassann, stakk hann boltunum út gegnum götin til þess að aöstoöarmenn hans gætu skrúfað rærnar á. Houdini braust ekki upp úr kassanum á sviðinu, heldur lét bera sig I honum inn i klefa sinn, og alltaf var honum fagnað jafn innilega, þegar hann birtist á sviðinu með harðlæstan kassann i eftirdragi. Þetta bragð Houdinis var. mjög snjallt, og hann endur- tók það hvað eftir annað, án þess að nokkur uppgötvaði, hvernig hann fór að þessu. Það sem Houdini raunverulega gerði, þegar hánn var kominn ofan i kassann var, að hann stakk ekki boltunum, sem hann hafði sýnt áhorfendum, gegnum götin, heldur öðrum, sem voru með rær á báðum endum, svo hann átti auðvelt meö að skrúfa þá lausa innan frá. Svo var honum auðveldur eftirleikurinn að komast upp úr kassanum. Ollu vandasamara var að setja réttu boltana á sinn stað, en Houdini var ekki i neinum vandræöum með aö koma þeim fyrir með vlrum. Gegnum steinvegg Sjónhverfingabrella Houdinis — að ganga gegnum vegg hlaöinn úr múrsteinum — var eitt vinsæl- asta sýningaratriði hans. Atriðiö hafði mikil áhrif á áhorfendur vegna þess, aö veggurinn var hlaðinn á sviöinu að þeim ásjáandi. Aður en hafist var handa við aö hlaöa vegginn, vakti Houdini athygli áhorfenda á þvi, að þykkt teppi var yfir allt sviðiö, svo þaö var ómögulegt aö komast af þvi gegnum leynilúgu. Veggurinn var hlaðinn á stál- ramma á hjólum, svo auðvelt væri að renna veggnum út af sviöinu að atriðinu loknu. Yfir- leitt var veggurinn I kringum tólf fet á lengd og tiu fet á hæð. Hann var byggður þannig, að annar endi hans sneri aö áhorfendum, svo aö þeir sáu auöveldlega báöar hliðar á honum. Þegar veggurinn haföi verið reistur, lét Houdini ætið hóp manna úr salnum koma upp á sviðið og banka I vegginn til þess að allir gætu verið þess full- vissir, aö engin brögð væru i táfli. Að þvi búnu lét Houdini koma fyrir skermi báöum megin viö vegginn. Þessir skermar voru um það bil mannhæðarháir, og ekki breiöari en svo, að þrátt fyrir þá sást nær allur veggurinn. Skerm- arnir voru lægri en veggurinn, 32. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.