Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 25

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 25
verður uppi á teningnum, þegar myndskreytingar listamanna ut- an Danmerkur viö ævintýri And- ersens eru rannsakaöar. Lista- menn um allan heim velja mikiö til sömu ævintýrin til skreytingar. Eitt hiö vinsælasta er Nýju fötin keisarans, sem Andersen skrifaði áriö 1837 og byggöi á spænskri sögn, sem hann haföi lesið i þýskri þýöingu. Vinsældir þessa ævintýris eru skiljanlegar. Ævin- týriö er afskaplega skemmtilegt. og broddur þess hefur fyrir löngu orðiö aö eins konar orötaki. Fyrstu myndskreytingar við æ^intýri Andersens, sem birtar voru i bók, voru þýskar. Teiknar- inn var G. Osterwald, og eins og flestir listamenn á eftir honum valdi hann Nýju fötin keisarans til skreytingar meðal annarra ævintýra. Teikningar Osterwalds komu fyrir almennings sjónir ár- iö 1839, aöeins tveimur árum eftir aö ævintýriö varö til, en teikning hans viö Nýju fötin keisarans sýndi aöeins ráöherann og vefar- ana f gamaldags herbergi. Keis- arinn sjálfur kemur fram í mynd danska listamannsins Vilhelms Pedersens tiu árum siðar, og þá i renessansstil. 1 kringum fimmtiu árum siðar teiknaöi annar dansk- ur teiknari, Hans Tegner, skrúð- gönguna á götum, er viö standa hús, sem lita út eins og Kaup- mannahafnarhús reist eftir brun- ann 1728, en áhorfendur eru klæddir fatnaði frá fyrri hluta nítjándu aldar. Einkennisbúning- ar eru aö sjálfsögöu af eldri gerð. Teikningar Tegners voru notaðar I svokallaða heimsútgáfu á verk- um Andersens á mörgum tungu- málum áriö 1900. Flestir listamenn hafa kjöriö sér siöbarokk og rokkokotimabil- in aö bakgrunni keisarans, en trú- lega hefur japanski listamaður- inn Yanagita Kenyoáhi þekkt fyr- irmynd Andersensaö ævintýrinu, þvi aö i mynd þessa listamanns frá árinu 1934 má hæglega benda á margt, sem komið getur heim og saman viö spænskan reness- ansstil — að minnsta kosti er fátt hreinjapanskt i myndinni. Sumir listamenn hafa kosið sér ab- straktumhverfi i teikningar af keisaranum. Einn þeirra er bret- inn Harry Clarke, sem raunar haföi sama hátt á viö flestar aðr- ar ævintýrateikningar sinar. Þá hafa sumir valið þá leiö að láta venjulegt fólk viö venjulegar kringumstæöur veröa vitni að hinni dæmafáu skrúögöngu keis- aransog fylgdarliös hans. Þannig fór óþekktur rúmenskur lista- maöur aö áriö 1931 og sömuleiöis Albert Merckling, sem mynd- skreytti þýska útgáfu ævintýris- ins I Ziirich áriö 1944. Félagsleg eða pólitisk barátta Þrátt fyrir þennan mun á lista- mönnum eru þeir allir trúir sög- unni. og láta hæöni hennar tala umbúöalaust. Aörir gera per,- sónugervinga úr keisaranum of þjónum hans, en þaö er ekki nema i meöallagi i anda Ander- sens. Keisari Cyrils Bouda i stórri tékkneskri ævintýraútgáfu áriö 1956, er um margt likur feitp svini, en þjónar hans eru á hinn bóginn skinhoraðir. Hershöföing- inn, sem fer fyrir fylkingunni ber meö sér alla þá heimsku, sem hægt er aö bendla viö einn hérs- höföingja. Og Michel Ell gæöir andlit sins keisara og áhorfenda óhuganlegu valdi á tréskuröar- myndum sfnum, sem hann skreytti meö útgáfu sina á ævin- týrinu I Berlín áriö 1923. Slikar myndskreytingar til- heyra vitaskuld félagslegri eöa pólitiskri baráttu, en slikt þarf ekki aö skaöa satíruna I verkum Andersens. Til dæmis er engin á- stæöa til aö óttast, aö andborgara- sinnaðir listamenn yfirdrifi hæön- ina i garö keisara og samúðina meö þeim fátæku og smáu i verk- um Andersens. Þaö heyrir til undantekninga, aö soldátinn i Eldfærunum sé klæddur i rúss- nesk verkamannaföt eins og átti sér staö I teikningu V. Konasevics, sem birtist í útgáfu I Kazan áriö 1952. Almennt velsæmi Sama er af hvaöa rótum lista- mennimir og verk þeirra eru runnin — allir veröa þeir aö taka miö af almennu velsæmi. Hvaö 32. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.