Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 26

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 26
MÝJU FÓTiN i eiga vefararnir að vera að gera? Hvaö þýða orðin „nýju fötin”? Þetta er ekkert höfuðatriöi, en til þess verður að taka afstöðu. Vil- helm Pedersen, sem skýlir blygð- un styttunnar af prinsinum litlu hafmeyjunnar með tuskubleðli, klæöir keisarann vitaskuld i skyrtu, en áöurnefndur rúmeni og margir fleiri klæða hann i lin- skykkju og siðar buxur. Fáir virðast hafa neitt út á það að setja, þótt nekt keisarans fengi ekki að njóta sin til fulls, en ein- staka fólk hefur þó lýst þvi yfir, að f bernsku hafi þvi þótt teikn- ingar Pedersens undarlega ó- samkvæmar sögunni. Sumir listamenn hafa leyst vandann með því að láta vefar- ana, eða eitthvað annað hylja blygöun keisarans. Einn þeirra er frakkinn Bertall, sem mynd- skreytti franska útgáfu ævintýra Andersens árið 1856. En svo við snúum okkur aftur frá skreytilist- inni að pólitíkinni, þá heitir ævin- týrið i þessari útgáfu: Les habits neufs du grandduc. Auðvitað eru þýöingar alltaf misjafnar, en merkilegt er, að i efnisyfirliti bók arinnar stendur ekki grandduc eða stórhertogi, heldur keisari eins og ævinlega. Þýðandinn, út- gefandinn — ritskoðun — hver veit? Hvað sem því liður hefur einhver séö sig knúinn til þess að breyta heiti sögunnar i bókinni af tillitssemi við titil Napoleons III! ....Við skulum láta hér-staðar numið og lofa hans hátign aö hlaupa allsberum áfram. Fyrst vildi hann ekkiheyra neina gagn- rýni, siðan vildi hann ekki vera i neinu ööru en nýju fötunum sin- um, og loks hótaði hann lifláti öll- um þeim, sem gæfu frá sér nokk- úrt hljóö við skrúögöngu hans. Víst voru endalok þessa heimska og illa haröstjóra réttlát. 26 VIKAN 32.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.