Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 28

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 28
Sögusviðið er sykurplantekra á Jamaica og ættaróðal Í Cornwall, þar sem Trevallion bræðurnir ráða lögum og lof- um. Þeir eru siðastir á ættarmeiðnum og táknræn dæmi um auð og völd frá fæð- ingu. Við faðir minn vorum ein i heimin- um og áttum alla okkar afkomu undir þakklæti hinna stoltu Trevallion bræðra. Ég vissi að faðir minn vildi gera aUt fyrir þá.... jafnvel fá mig i hendur hinum grimmlynda og drykkfellda Saul.... Þetta byrjaði allt 15. mai áriö 1859. Þá skrifaöi ég i dagbók mina: „1 kvöld veröur dansleik- urinn.” Við pabbi höfðum verið á Jamaica siðan i lok Krimstriðs- ins. Hann var fyrrverandi her- maöur. Móðir min dó, þegar ég var tiu ára. Hún var hefðarkona, sem álitið var að heföi tekið niður fyrir sig, gifst óbreyttum her- manni. Hún hafði sett sér aö haga uppeldi minu i sömu átt og hún var sjálf upp alin. Þegar hún lést, var mér komið i fóstur hjá séra Smithers i Kennington og konunni hans og hjá þeim var ég, meðan faöir minn baröist i Krímstyrj- öjdinni. Faðir minn lét af hermennsku, þegar striðinu lauk, en eftirlaun liðþjálfa voru ekki það mikil, að hann hefði getað séð okkur báöum farborða. Faðir minn hafði verið liðþjálfi i sveit Piers Trevallion liösforingja, sem stjórnaði ridd- araliössveit við orrustuna um Balaklava. Liðsforinginn særðist hættulega og faðir minn bar gæfu til að bjarga honum og koma hon- um á óhultan stað. Það varð til þess, að hann losnaöi við áhyggj- ur af framtiðinni, vegna þess að Trevallion var af auðugri og göf- ugri ætt og föður minum var laun- uð lifgjöf liðsforingjans. Þó að Piers létist af sárum sin- um eftir erfiöa sjúkralegu, tóku bræöur hans það að sér að launa föður minum og sýna honum þakklæti sitt. Nokkrum dögum eftir að ég varð fjórtán ára, lögðum við, faö- ir minn og ég, af stað frá Livef- pool með skipi til Jamaica, þar sem hann átti að verða ráðsmað- ur á Roswithiel, sem var sykur- plantekra Trevallion fjölskyld- unnar og það var fyrsta raun- verulega heimiliö sem ég eign- aðist. Þennan maimorgun hófst nýtt timabil i lífi minu. Þó var ekkert sérstakt, sem benti til þess, ekk- ert nema að þá um kvöldiö átti dansleikurinn aö vera. Faöir minn hló að mér, þegar hann sá ákafa minn. — Hamingj- an sanna, Joanna! Hvað kemur þér við þaö sem gert er i stóra húsinu? Enginn af þessum ungu glaumgosum lætur sér detta i hug að lita i áttina til þin. — Það getur enginn bannað mér að horfa á, svaraði ég, eigin- lega dálitiö hortug. Okkur hafði oft orðið sundurorða að undan- förnu, vegna þess að hann var farinn að haga sér eftir staðar- venjum, drekka romm, jafnvel með morgunverðinum. Fötin hans voru lika bæði óhrein og svitastorkin daglega. — Vertu þá i hæfiiegri fjar- lægð, góða min. Trevailion bræð- urnir eru ekkert hrifnir af þvi að einhver sé að snuöra um þá.... Bræðurnir voru upphaflega þrir, en Piers, þann elsta, hafði ég aldrei séö nema á málverki. En til dauðadags mun ég minnast myndarinnar af þessum glæsi- lega manni, með úfna, dökka hár- ið og geislándi blá augu, sem glettnin skein úr. Ef hægt er að verða ástfangin af látnum hús- ara, þá var ég ástfangin af Piers Trevallion. Saul, sá næstelsti, var eiginlega eins og grófgerð eftirliking af málverkinu. Hann hafði senni- lega veriö mjög glæsilegur og fallegur maöur, en hann var nú oröinn þrútinn I framan með poka undir blóðhlaupnum augum. Svipur hans var grimmdarlegur. Benedict varyngstur. Hann var lika lifandi eftirmynd málverks- ins af Piers, en það var eitthvað þunglyndislegt við yfirbragð hans og munnsvipurinn var yfirleitt bitur. En tvær djúpar hrukkur milli augnabrúnanna sýndu að hann yar æði skapmikill. Þótt ég sæi bræðurna mjög sjaldan, var eins og einhver töframáttur fylgdi þeim. Þeir voru llka húsbændurnir, sem sáu okkur föður minum fyrir dagleg- um þörfum. Þeir höfðu fljötlega tekið þá ákvörðun, að bjóöa fööur mlnum stöðuna, en þeir gátu lika jafn fljótlega svipthann vinnunni. En út undan mér tók ég mjög vel eftir öllum undirbúningi veisl- unnar. Langar raðir af negrum fóru með blómakörfur upp að stóra húsinu. Þjónar settu upp geysistór langborð á flötinni und- ir eucalyptustrjánum. Borðin voru svo hlaðin matföngum og fögrum boröbúnaði. Þaö var mjög auðvelt að sjá, hver stjórn1 abi þessum undirbúningi, það var hávaxin, dökkhærð kona I svört- um silkikjól. Þetta var Mayana. 28 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.