Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 30

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 30
Nýjung í eldhúsinnréttingum! eldhúsinnréttingar sænsk gæóavara Ef þú vilt fá eldhúsinnréttingu nákvæmlega eins og þú þarfnast, þá ættir þú 'að kynna þér sænsku Kalmar eldhúsinnréttingarnar hjá Litaveri Margar tegundir skáþa. Mikið úrval lita. Mál- aðar, þlasthúðaðar eða úr við. Kalmar eld- húsinnréttingarnar, skaþa rétta útlitið jafnt í nýjum húsum sem gömlum. ERTU AÐ BYGGJA? VILTU BREYTA? ÞARFTU AÐ BÆTA? LITAVER dE GRENSÁSVEG118-22-24-SlMAR 82444 30480 Ég sé hana ennþá fyrir mér, eins og hún var þennan dag, með litla drenginn sér viö hlið. Hann var kynblendingur, þvl að það mátti sjá einkenni negra, indiána og hvitra manna á svipmóti hans. Það var reyndar eins og það besta frá öllum þessum kynþáttum væri fagurlega blandaö saman I þessari glæsilegu konu. Þótt hUn væri ung, var hUn samt ráöskona á Roswithiel og hUn stjórnaði öllu þjónaliðinu með járnaga. Jafnvel faðir minn talaði um Mayönu meö virðingu. En hvernig hUn fór aö þessu, er mér ennþá hreinasta ráðgáta, þvi að hUn var dauf- dumb. Mér fannst lika eitthvaö dular- fullt viö litla drenginn hennar. Ef ég minntist á hann við fööur minn, sagði hann alltaf að þetta væri lausaleikskrói. Drengurinn vék aldrei frá hliö móður sinnar. Þennan dag, daginn sem dans- leikurinn var haldinn, varð hann fjögra ára, — fallegur drengur I sjóliðafötum. Þegar dimmt var oröið og faöir minn farinn Ut, fór ég i stuttbux- ur, skyrtu og stuttan jakka, sem ég haföi fengið lánaðan. Eg batt vasaklUt um hárið. Ég heyrði i hljómsveitinni, þeg- ar ég laumaðist Ut Ur dyrunum og læddist yfir hinn forborðna akur, grasflötina fyrir framan stóra hUsið. Dansinn átti aö hefjast á bak viö hUsið, á stóru veröndinni milli tveggja gosbrunna. Veröndin var uppljómuö, skrautlega prýdd blómum og mér fannst hávaöinn mikill. Hljóm- sveitin lék vals og pörin dönsuðu milli gosbrunnanna. Þeir sem ekki voru að dansa, dreiföu sér um garðinn og hláturinn glumdi og blandaöist saman við hljóm- listina.. Og kvöldið leið. Ég vissi eigin- lega ekkert hvaö timanum leiö, Mér var ljóst, að gestunum hafði fjölgaö töluvert á veröndinni og. að glaumurinn jókst. StUlkur, meö rjóðar kinnar, völsuðu fram- hjá felustað mlnum I örmum glæsilegra dansherra, svö var leikinn polki og svo skottis.. Krahba- merkið Hrúts merkifi 21. marz — 20. april Einhver spenna er i loftinu þessa dagana og ekki óllklegt að eitthvað æsispennandi gerist bráðum. Þú skalt sýna ýtrustu varfærni, því liklegt er,aö illa fari fyrir þér annars. Hafðu töluna 8 i huga. Nauts- merkið 21. april — 21. mai Þér býðst gott tæki- færi til að sýna, hvað I þér býr f ákveðnu máli. Mikið riður á, að þér takist að leysa málið vel af, hendi. Kunningi þinn veldur þér dálitlum heila- brotum bráðlega. Fjölskyldulífiö er þægilegt og skemmti- legt þessa viku. Tvlbura- merkið 22. mai — 21. júnl Övæntur atburður verður til þess að þU tekur að þér mál, sem þú hafðir alls ekki hugsað þéraðfástvið. Llklega ferð þú i ferðalag á næstunni. Tveir vinir þínir koma þar eitthvað viö sögu. 22. júni — 23. júll Þú hefur lengi verið að velta fyrir þér ákveðnu máli og ekki komist að neinni niðurstööu. Vinur þinn kemur þér til hjálpar, og þú færð botn I mál- iö. Sýndu jafnvægi og þolinmæði I viöskipt- um þinum við annað fólk. Ljóns merkið 24. júll — 24. ágúst Þú átt erfitt með að láta I minni pokann. Aðstæður gera þaö þó að verkum þessa vik- una, að þú neyðist til að fara með lægri hlut frá borði I einhverri smádeilu, sem kemur upp á milli þin og kunningja þins. Sýndu varfærni. Meyjar merkið 24. ágúst — 23. sept. Svo virðist sem þetta eigi eftir aö verða allra skemmtilegasta vika. övæntir atburðir gerast tiöir, og vinir og kunningjar heim- sækja þig oft þessa vikuna. Einhver ó- vænt frétt kemur þó illa viö þig seinni part vikunnar. 30 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.